Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur tilkynnt um að hún hætti störfum sem seðlabankastjóri í febrúar, en Jerome H. Powell mun taka við af henni. Donald J. Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt um þetta.
Í afsagnarbréfi sínu, til stjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna, segist hún stolt af því að hafa tekið þátt í árangursmiklu starfi Seðlabanka Bandaríkjana. Hún segir fjármálakerfi landsins standa betur nú en fyrir áratug, þegar mikið endurreisnarstarf hófst í Bandaríkjunum, eftir fjármálakreppuna.
„Ég er mjög stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik hennar var lykilþáttur í að reisa við fjármálakerfi landsins og efnahagslífið,“ segir Yellen í opinberu afsagnarbréfi sínu.
Trump Replaced Janet Yellen With A Less Qualified Man — Yes ... - HuffPost https://t.co/n7aCpm4ecy pic.twitter.com/RK5FJN0l6c
— Janet Yellen (@JanetYellenBlog) November 9, 2017
Yellen tók við sem formaður stjórnar Seðlabankans árið 2014. Hún var fyrsta konan í sögunni til að gegna stöðunni, en hún hefur í meira en þrjá áratugi unnið fyrir Seðlabankann. Hún er með doktorspróf í hagfræði frá Yale og lauk því árið 1971. Hún lauk BS próf frá Brown háskóla 1967.
Yellen er fædd 1946 og 71 árs gömul. Hún er alin upp í Brooklyn í New York.
Hún er ekki síst þekkt fyrir afar mikla hæfileika í hagrannsóknum og hefur rannsakaða atvinnuþátttöku kvenna í Bandaríkjunum meira en flestir aðrir hagfræðingar í Bandaríkjunum.