Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi eru sigldar í strand. Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel kanslara í broddi fylkingar, Frjálslyndi flokkurinn og Græningjar hafa átt í viðræðum síðustu vikur, en Christian Lindner, formaður Frjálslynda flokksins, átti frumkvæðið að því að slíta viðræðunum.
Hann sagði að það væri betra að vera ekki í ríkisstjórn, en bera ábyrgð á vondri stjórn. Óljóst er hvað tekur við núna, en samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC var traust á milli Kristilegra Demókrata og Græningja ekki fyrir hendi, að mati forystu Frjálslynda flokksins.
Flokkur Merkel fékk 33 prósent fylgi síðast, og þótti það varnarsigur eftir erfitt kjörtímabil, ekki síst vegna ákvörðunar stjórnar Merkel um að hleypa tæplega einni milljón flóttamanna í mikilli neyð inn í landið.
Wir werfen niemandem vor, dass er für seine Prinzipien einsteht. Wir tun es aber auch für unsere Haltung. Wir sind für Trendwenden gewählt worden. Sie waren nicht erreichbar. Es ist besser, nicht zu regieren, als falsch zu regieren. CL #jamaika #sondierung
— Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2017
Flokkurinn AFD, sem boðaði aðgerðir gegn straumi flóttafólks til landsins og vilda fækka útlendingum í Þýskalandi, fékk um 13 prósent fylgi í kosningunum 94 þingmenn.
Ólíklegt þykir að hann komist að stjórnartaumunum í landinu, en staðan nú er þó tvísýn, og ekki ljóst hvaða stjórnarmynstu er líklegast.