Áföll koma verst niður á þeim sem minna mega sín

Norrænu velferðarríkin eru talin vera til fyrirmyndar en þegar kemur að því hvernig félagsþjónusta bregst við vá þá hafa Íslendingar mikið að læra af öðrum löndum, t.d. Kína, Indlandi og fleiri löndum.

Þeir standa verr að vígi í og eftir hamfarir sem eru undir í samfélaginu fyrir.
Þeir standa verr að vígi í og eftir hamfarir sem eru undir í samfélaginu fyrir.
Auglýsing

Ham­fara­rann­sóknir í félags­ráð­gjöf sýna að þegar áföll ríða yfir þá komi þeir verst út sem illa standa að vígi fyr­ir. Þetta á bæði við þegar áfallið ríður yfir og eftir það. 

Þetta segir Guðný Björk Eydal, pró­fessor við Félags­ráð­gjaf­ar­deild Háskóla Íslands, en hún vann að verk­efni á veg­um Nor­rænu vel­ferð­ar­vakt­ar­innar sem birti skýrslu um loka­nið­ur­stöður sínar í gær.  

Hún segir jafn­framt að þess vegna sé félags­þjón­ustan svo mik­il­væg því þar liggi þekk­ing­in. Með því að hafa öfl­uga félags­þjón­ustu sé verið að þjóna þeim sem hafa mikla þörf. 

Auglýsing

Getum lært af öðrum

Félags­þjón­ustan á Íslandi getur lært af hinum Norð­ur­lönd­unum og ekki síður af öðrum lönd­um, eins og Ind­landi og Kína, þegar kemur að huga að upp­bygg­ingu eftir ham­farir eða erfið stór áföll. 

Guðný Björk segir enn fremur að skýr­ari lög­gjöf þurfi varð­andi almanna­varnir og félags­þjón­ustu. Ábyrgð­ar­hlut­verk verði að vera skýr og æski­legt væri ef almanna­varnaræf­ingar næðu einnig til fé­lags­þjón­ust­u. 

Guðný Björk Eydal Mynd: HÍHeima­þjón­usta skiptir máli í þessu sam­bandi, að hennar sögn, en sveit­ar­fé­lögin sjá um hana. Þess vegna verði að vera gott sam­starf á milli almanna­varna og sveit­ar­fé­lag­anna. Nauð­syn­legt sé að umræð­unni sé haldið áfram milli þess­ara aðila en hún bætir því við að hóp­ur­inn sem stóð að verk­efn­inu sé byrj­aður að und­ir­búa vinnu­þing með Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og almanna­vörn­um. Það muni vera haldið snemma á næsta ári. 

Guðný Björk segir að mik­il­vægt sé að hver og ein stofnum þurfi að vera með skýrt hlut­verk og gott skipu­lag. Það hafi komið vel í ljós þegar hóp­ur­inn fór að greina ástand­ið. Of fáir hafi verið að sinna því sem þarf að sinna.  

Ætla að byggja upp góða þekk­ingu

Hún bendir á að Finnar fram­kvæmi flottar almanna­varnaræf­ingar sem ná yfir fleiri þætti en ein­ungis fyrstu við­brögð. Allar stofn­anir ættu að vera með áætl­un, sem og sveit­ar­fé­lög. Og þrátt fyrir að sum þeirra séu búin að gera slíkar áætl­anir þá sé ýmis­legt sem þurfi að efla.  

Hóp­ur­inn sem stóð að verk­efn­inu mun halda áfram að skoða sér­stök sveit­ar­fé­lög. „Við ætlum að styrkja vef­inn og þræða þetta áfram. Við ætlum að byggja upp góða þekk­ingu á þessu svið­i,“ segir Guðný Björk og bætir við að þrátt fyrir að mikil reynsla, þekk­ing og góðar æfingar séu stund­aðar og mikið sé unnið með íbúum þá sé hrein­lega ekki hægt að búa sig undir allt. 

Í verk­efn­inu var metið hvernig og hvort nor­ræn vel­ferð­ar­kerfi séu und­ir­búin undir hvers konar vá með sér­staka áherslu á hlut­verk félags­þjón­ustu. Dreg­inn hafi verið lær­dómur af starfi Vel­ferð­ar­vakt­ar­innar sem var stofn­sett hér á landi í kjöl­far efna­hag­skrepp­unn­ar, við­bragðs­kerfi ann­arra Norð­ur­landa kort­lögð og skoðað hvernig nor­ræn vel­ferð­ar­kerfi þurfa að búa sig undir áskor­anir kom­andi ára. 

Sér­stök áhersla hafi verið lögð á hlut­verk félags­þjón­ustu og hvernig hún geti aukið við­náms­þrótt ein­stak­linga og sam­fé­laga. 

Kjarn­inn fjall­aði um skýrsl­una í gær en í aðal­nið­ur­stöðum segir að Finn­land, Nor­egur og Sví­þjóð leggi sér­staka áherslu á félags­þjón­ustu í reglu­verki þeirra þegar erf­iðir tímar steðja að. Í skýrsl­unni er bent á að í Sví­þjóð séu reglu­verkin fólgin í lög­unum sjálfum sama hverjar aðstæður eru, en sér­stök lög séu í hinum lönd­unum tveimur þegar um óvissu­á­stand er að ræða. 

Öll Norð­ur­löndin ætl­ast til þess að yfir­völd búi til áætlun fyrir óvissu­tíma, þrátt fyrir að á Íslandi og í Dan­mörku sé ekki fjallað sér­stak­lega um hlut­verk félags­þjón­ustu þegar vá stendur yfir. Hins vegar beri henni að gera áætlun ef eitt­hvað kemur upp á.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent