Hugsanlegt að United Silicon fari í þrot í næsta mánuði

Arion banki hefur borgað mörg hundruð milljónir í kostnað vegna kísilversins í Helguvík frá því það var sett í greiðslustöðvun.

Úr kísilverinu. Mynd: United Silicon
Auglýsing

Kostn­aður Arion banka vegna rekst­urs United Sil­icon hefur að jafn­aði numið í kringum 200 millj­ónum króna í hverjum mán­uði frá því að kís­il­verk­smiðjan fékk heim­ild til greiðslu­stöðv­unar í ágúst mán­uð­i. 

Frá þessu er greint í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag

Það er Arion banki, stærsti hlut­hafi félags­ins, sem ábyrgist rekstur kís­il­verk­smiðj­unnar á greiðslu­stöðv­un­ar­tím­anum og stendur því undir öllum kostn­aði. Greiðslu­stöðv­un­ar­tím­inn rennur út í des­em­ber og kemur til greina að fyr­ir­tækið fari ein­fald­lega í þrot, sökum þess að tíma­frekt og dýrt getur reynst að koma verk­smiðj­unni í gang.

Auglýsing

Sam­kvæmt því sem fram kemur í Mark­aðnum þá munar mestu um greiðslur vegna launa- og raf­orku­kostn­aðar en einnig hefur bank­inn þurft að leggja til umtals­verða fjár­muni vegna grein­ing­ar­vinnu og tækni­legrar úttektar í tengslum við fjár­hags­lega óreiðu og rekstr­ar­erf­ið­leika fyr­ir­tæk­is­ins.

Magnús Garð­ars­son, fyrr­ver­andi for­stjóri og stofn­andi United Sil­icon, hefur verið kærður vegna meintra brota í starf­semi félags­ins, en hann hefur sjálfur neitað því stað­fast­lega að hafa brotið af sér. Hér­aðs­sak­sókn­ari er nú með málin til rann­sókn­ar.

Fram kom í til­kynn­ingu Arion banka vegna upp­gjörs bank­ans fyrir þriðja árs­fjórð­ung að bank­inn hefði þegar afskrifað 4,7 millj­arða króna á þessu ári vegna verk­efn­is­ins. Í til­kynn­ing­unni segir að skuld­bind­ing Arion banka í dag sé um 5,4 millj­arðar króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent