Taldi ekki útilokað að brotið hafi verið gegn almennum hegningarlögum

Afskipti Jóns Steinars Gunnlaugssonar af máli Baldurs Guðlaugssonar í Hæstarétti voru illa séð af meðdómurum, enda fór þau gegn venju í réttinum.

Hæstiréttur
Auglýsing

Viðar Már Matth­í­as­son, dóm­ari við Hæsta­rétt, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að hann hafi talið, að mögu­lega hafi afskipti Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi dóm­ara við Hæsta­rétt, af máli Bald­urs Guð­laugs­son­ar, varðað við almenn hegn­ing­ar­lög. Hann hafi átt fund með Jóni Stein­ari, þar sem hann komi því til skila til Jón Stein­ars að hann ætti þegar í stað að láta af afskipt­un­um, og það hafi hann gert. Þess vegna hafi ekki verið farið með málið lengra.

Þetta kemur fram í svari Við­ars Más, fyrir hönd Hæsta­rétt­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans til rétt­ar­ins. Viðar Már var vara­for­seti Hæsta­réttar þegar mál Bald­urs var þar til með­ferð­ar.

Eins og greint var frá með ítar­legum hætti, í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveiki á RÚV, þá hefur Bene­dikt Boga­son, dóm­ari við Hæsta­rétt, stefnt Jóni Stein­ari vegna skrifa hans í bók­inni Með lognið í fangið - Um afglöp Hæsta­réttar eftir hrun, en þar heldur Jón Steinar því fram að „dóms­morð hafi verið framið gagn­vart Baldri Guð­laugs­syni.

Auglýsing

Baldur var dæmdur í Hæsta­rétti fyr­ir inn­­herj­a­­svik og brot í op­in­beru starfi, í tengslum við sölu hans á hluta­bréfum í Lands­­bank­an­um 17. og 18. sept­­em­ber 2008. Bald­ur var þá ráðu­neyt­is­­stjóri í fjár­­­mála­ráðu­neyt­inu og sat í sam­ráðs­hópi ís­­lenskra stjórn­­­valda um fjár­­­mála­­stöðug­­leika. Sölu­verð­mæti uppi á 192 millj­ónir króna var gert upp­tækt, en með dómi Hæsta­réttar var nið­ur­staða í hér­aði stað­fest.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans til Hæsta­réttar snéri að því, hvort það hafi komið til álita að kæra Jón Steinar fyrir brot á lögum í tengslum við afskipti hans af máli Bald­urs, en hann var van­hæfur í mál­inu sökum tengsla við Bald­ur. 

Svar Við­ars Más, fyrir hönd Hæsta­rétt­ar, við fyr­ir­spurn­inni var eft­ir­far­andi: „Vegna fyr­ir­spurnar sem borist hefur um hvort komið hafi til greina að kæra Jón Steinar Gunn­laugs­son, þá hæsta­rétt­ar­dóm­ara, vegna til­rauna hans til þess að hafa áhrif á afstöðu dóm­enda í máli nr. 279/2011: Ákæru­valdið gegn Baldri Guð­laugs­syni, vil ég taka eft­ir­far­andi fram: Ég var á þessum tíma vara­for­seti Hæsta­réttar og sat í for­sæti í þessu máli, en aðrir dóm­endur voru hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir: Bene­dikt Boga­son, Garðar Gísla­son, Greta Bald­urs­dóttir og Ólafur Börkur Þor­valds­son. Eftir flutn­ing máls­ins og meðan á samn­ingu dóms í mál­inu stóð varð ég þess var að einn dóm­enda við rétt­inn, Jón Steinar Gunn­laugs­son, sem var van­hæfur til að dæma í mál­inu vegna náinna vin­áttu­tengsla við ákærða, hafði komið að máli við dóm­ar­ana Bene­dikt Boga­son og Garðar Gísla­son og síðar við Gretu Bald­urs­dóttur og freistað þess að sann­færa þau um að sýkna ætti ákærða í mál­inu. Í þessu skyni hafði hann meðal ann­ars afhent þeim blað með texta, sem hann hafði sjálfur samið, og taldi að þar væru meg­in­spurn­ingar í mál­inu settar fram og hver væru hin réttu svör við þeim. Svör­in, eins og hann setti þau fram, ættu að leiða til sýknu. Þessi hegðun dóm­ar­ans fór þvert á ríka venju hér við rétt­inn um að þegar dóm­ari er van­hæfur í máli, þá haldi hann sig til hlés og tjái sig ekki um málið hvað þá freisti þess að lýsa skoð­unum sínum á því hvernig eigi að dæma í því. Það er reyndar einnig svo að dóm­arar leit­ast ekki við að hafa áhrif á úrlausn mála, sem þeir eru ekki sjálfir dóm­arar í. 

Fram­an­greint er í sam­ræmi við fyr­ir­mæli laga um sjálf­stæði dóm­enda, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga um dóm­stóla nr. 15/1998. Ég taldi að hátt­semi Jóns Stein­ars sam­rýmd­ist ekki fram­an­greindri venju og að ekki væri úti­lokað að afskipti dóm­ar­ans gætu falið í sér brot á ákvæðum í  XIV. kafla almennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/1940. Ég átti þess vegna fund með Jóni Stein­ari og fann að þess­ari hátt­semi hans og óskaði eftir því að hann léti þegar af henni. Hann varð við beiðni minni og hætti þeirri við­leitni sem að framan er lýst. Ég taldi þess vegna ekki þörf á því að rann­saka hvort hátt­semin hefði falið í sér brot á ákvæðum í til­vitn­uðum kafla almennra hegn­ing­ar­laga til þess að unnt væri að leggja mat á hvort ástæða væri til að kæra hátt­sem­ina. Um þessa afstöðu vís­ast til 1. mgr. 28. gr. laga um dóm­stóla. Ég taldi heldur ekki til­efni til þess leggja grund­völl að kvörtun til nefndar um dóm­ara­störf, sbr. 2. mgr. grein­ar­inn­ar.“

Jón Steinar hefur sjálfur sagt, að engin lög hafi verið brotin þegar hann kom upp­lýs­ingum til með­dóm­ara í rétt­in­um, um sýknu­á­stæður í máli Bald­urs.

Mál Bene­dikts gegn Jóni Stein­ari var þing­fest 15. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og var þá gef­inn frestur til 13. des­em­ber til að skila grein­ar­gerð­u­m. Lög­maður Bene­dikts í mál­inu er Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­­son hrl. og verj­andi Jón Stein­­ars er Gest­ur Jóns­­son hrl.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent