Taldi ekki útilokað að brotið hafi verið gegn almennum hegningarlögum

Afskipti Jóns Steinars Gunnlaugssonar af máli Baldurs Guðlaugssonar í Hæstarétti voru illa séð af meðdómurum, enda fór þau gegn venju í réttinum.

Hæstiréttur
Auglýsing

Viðar Már Matth­í­as­son, dóm­ari við Hæsta­rétt, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að hann hafi talið, að mögu­lega hafi afskipti Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi dóm­ara við Hæsta­rétt, af máli Bald­urs Guð­laugs­son­ar, varðað við almenn hegn­ing­ar­lög. Hann hafi átt fund með Jóni Stein­ari, þar sem hann komi því til skila til Jón Stein­ars að hann ætti þegar í stað að láta af afskipt­un­um, og það hafi hann gert. Þess vegna hafi ekki verið farið með málið lengra.

Þetta kemur fram í svari Við­ars Más, fyrir hönd Hæsta­rétt­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans til rétt­ar­ins. Viðar Már var vara­for­seti Hæsta­réttar þegar mál Bald­urs var þar til með­ferð­ar.

Eins og greint var frá með ítar­legum hætti, í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveiki á RÚV, þá hefur Bene­dikt Boga­son, dóm­ari við Hæsta­rétt, stefnt Jóni Stein­ari vegna skrifa hans í bók­inni Með lognið í fangið - Um afglöp Hæsta­réttar eftir hrun, en þar heldur Jón Steinar því fram að „dóms­morð hafi verið framið gagn­vart Baldri Guð­laugs­syni.

Auglýsing

Baldur var dæmdur í Hæsta­rétti fyr­ir inn­­herj­a­­svik og brot í op­in­beru starfi, í tengslum við sölu hans á hluta­bréfum í Lands­­bank­an­um 17. og 18. sept­­em­ber 2008. Bald­ur var þá ráðu­neyt­is­­stjóri í fjár­­­mála­ráðu­neyt­inu og sat í sam­ráðs­hópi ís­­lenskra stjórn­­­valda um fjár­­­mála­­stöðug­­leika. Sölu­verð­mæti uppi á 192 millj­ónir króna var gert upp­tækt, en með dómi Hæsta­réttar var nið­ur­staða í hér­aði stað­fest.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans til Hæsta­réttar snéri að því, hvort það hafi komið til álita að kæra Jón Steinar fyrir brot á lögum í tengslum við afskipti hans af máli Bald­urs, en hann var van­hæfur í mál­inu sökum tengsla við Bald­ur. 

Svar Við­ars Más, fyrir hönd Hæsta­rétt­ar, við fyr­ir­spurn­inni var eft­ir­far­andi: „Vegna fyr­ir­spurnar sem borist hefur um hvort komið hafi til greina að kæra Jón Steinar Gunn­laugs­son, þá hæsta­rétt­ar­dóm­ara, vegna til­rauna hans til þess að hafa áhrif á afstöðu dóm­enda í máli nr. 279/2011: Ákæru­valdið gegn Baldri Guð­laugs­syni, vil ég taka eft­ir­far­andi fram: Ég var á þessum tíma vara­for­seti Hæsta­réttar og sat í for­sæti í þessu máli, en aðrir dóm­endur voru hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir: Bene­dikt Boga­son, Garðar Gísla­son, Greta Bald­urs­dóttir og Ólafur Börkur Þor­valds­son. Eftir flutn­ing máls­ins og meðan á samn­ingu dóms í mál­inu stóð varð ég þess var að einn dóm­enda við rétt­inn, Jón Steinar Gunn­laugs­son, sem var van­hæfur til að dæma í mál­inu vegna náinna vin­áttu­tengsla við ákærða, hafði komið að máli við dóm­ar­ana Bene­dikt Boga­son og Garðar Gísla­son og síðar við Gretu Bald­urs­dóttur og freistað þess að sann­færa þau um að sýkna ætti ákærða í mál­inu. Í þessu skyni hafði hann meðal ann­ars afhent þeim blað með texta, sem hann hafði sjálfur samið, og taldi að þar væru meg­in­spurn­ingar í mál­inu settar fram og hver væru hin réttu svör við þeim. Svör­in, eins og hann setti þau fram, ættu að leiða til sýknu. Þessi hegðun dóm­ar­ans fór þvert á ríka venju hér við rétt­inn um að þegar dóm­ari er van­hæfur í máli, þá haldi hann sig til hlés og tjái sig ekki um málið hvað þá freisti þess að lýsa skoð­unum sínum á því hvernig eigi að dæma í því. Það er reyndar einnig svo að dóm­arar leit­ast ekki við að hafa áhrif á úrlausn mála, sem þeir eru ekki sjálfir dóm­arar í. 

Fram­an­greint er í sam­ræmi við fyr­ir­mæli laga um sjálf­stæði dóm­enda, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga um dóm­stóla nr. 15/1998. Ég taldi að hátt­semi Jóns Stein­ars sam­rýmd­ist ekki fram­an­greindri venju og að ekki væri úti­lokað að afskipti dóm­ar­ans gætu falið í sér brot á ákvæðum í  XIV. kafla almennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/1940. Ég átti þess vegna fund með Jóni Stein­ari og fann að þess­ari hátt­semi hans og óskaði eftir því að hann léti þegar af henni. Hann varð við beiðni minni og hætti þeirri við­leitni sem að framan er lýst. Ég taldi þess vegna ekki þörf á því að rann­saka hvort hátt­semin hefði falið í sér brot á ákvæðum í til­vitn­uðum kafla almennra hegn­ing­ar­laga til þess að unnt væri að leggja mat á hvort ástæða væri til að kæra hátt­sem­ina. Um þessa afstöðu vís­ast til 1. mgr. 28. gr. laga um dóm­stóla. Ég taldi heldur ekki til­efni til þess leggja grund­völl að kvörtun til nefndar um dóm­ara­störf, sbr. 2. mgr. grein­ar­inn­ar.“

Jón Steinar hefur sjálfur sagt, að engin lög hafi verið brotin þegar hann kom upp­lýs­ingum til með­dóm­ara í rétt­in­um, um sýknu­á­stæður í máli Bald­urs.

Mál Bene­dikts gegn Jóni Stein­ari var þing­fest 15. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og var þá gef­inn frestur til 13. des­em­ber til að skila grein­ar­gerð­u­m. Lög­maður Bene­dikts í mál­inu er Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­­son hrl. og verj­andi Jón Stein­­ars er Gest­ur Jóns­­son hrl.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent