Fráfarandi stjórn: Meginmarkmiðið er að koma félaginu í þrot

Mikil barátta hefur verið um eignarhald og stjórn á fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. Ný stjórn tók við í dag.

Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi og útgefandi DV
Auglýsing

Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Pressunn­ar, segir í yfir­lýs­ingu að meg­in­mark­miðið hjá Dalnum ehf., sá tæp­lega 70 pró­sent hlut í Press­unni, virð­ist vera það að koma fyr­ir­tæk­inu þrot. 

Hann segir mikið hafa gengið á í rekstri félags­ins og eigna­haldi, en að for­svar­menn Dals­ins hafi ekki staðið við orð sín, þegar var verið að reyna að styrkja fjár­hag félags­ins eða bjarga hon­um.

Eins og greint var frá fyrr í kvöld, þá hefur ný stjórn tekið við stjórn­ar­taumunum hjá Press­unni. Hana skipa Ómar Valdi­mars­son hdl., Matth­ías Björns­son og Þor­varður Gunn­ars­son.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu frá stjórn­inni segir hún að grunur sé uppi um mis­ferli í starf­semi félags­ins og að kröfu­höfum hafi verið mis­mun­að. Þá eru enn miklar ógreiddar skuldir við Toll­stjóra vegna opin­berra gjalda í van­skil­um.

Í yfir­lýs­ingu frá fyrr­ver­andi stjórn, kemur meðal ann­ars fram að frétta­flutn­ingur af fjár­hags­stöðu bágri fjár­hags­stöðu félags­ins hafi komið sér illa og gert félag­inu erfitt um vik í leit að fjár­magni.

Yfir­lýs­ing frá fyrr­ver­andi stjórn, fer hér að neðan í heild sinni:

„Síð­asta hálfa árið eða svo hafa reglu­lega birst fréttir í fjöl­miðlum af mál­efnum Pressunnar ehf. Er það full­kom­lega eðli­legt enda hefur mikið gengið á hjá félag­inu, bæði hvað varðar rekstur þess og eign­ar­hald.  Í flestum þess­ara frétta hefur hins vegar að miklu leyti verið sagt rangt frá, vænt­an­lega á grund­velli rangra upp­lýs­inga frá heim­ilda­mönnum í ákveðnum til­gangi.

Stjórn Pressunnar ákvað fyrir nokkru að hafa ekki frum­kvæði að frétta­flutn­ingi um félagið og tjá sig sem minnst um mál­efni þess enda var staðan við­kvæm. Við það hefur stjórnin staðið en hefur þó nokkrum sinnum haft sam­band við blaða­menn og bent á rang­færslur sem fram hafa kom­ið.

Að loknum hlut­hafa­fundi nú í dag hafa enn á ný birst fréttir með röngum upp­lýs­ingum um félag­ið, bæði voru eldri rang­færslur end­ur­teknar auk þess sem nýjum villum var bætt við. Af þeim sökum telur frá­far­andi stjórn Pressunnar nú rétt að leið­rétta opin­ber­lega þessar villur og lýsa í leið­inni í grófum dráttum þeirri skraut­legu atburða­rás sem leiddi að lokum til þess að Pressan seldi stóran hluta eigna sinna til Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar.

Helstu atriði

Því hefur ítrekað verið haldið fram í fjöl­miðlum síð­ustu mán­uði að Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn („Dal­ur­inn“) hafi fyrst eign­ast stóran hlut í Press­unni í lok ágúst 2017 með umbreyt­ingu lána í hluta­fé. Það er ekki rétt, Dal­ur­inn keypti hluti í Press­unni í jan­úar 2017 og varð þá 88,38% eig­andi í félag­inu. Var það gert í kjöl­far skoð­unar óháðs end­ur­skoð­anda á fjár­hag félags­ins.

Um svipað leyti stýrði Dal­ur­inn að eigin ósk söfnun fleiri fjár­festa í stóra hluta­fjár­aukn­ingu Pressunn­ar. Í apríl til­kynnti Pressan í fjöl­miðl­um, að frum­kvæði for­svars­manna Dals­ins, að hluta­fjár­aukn­ingin hefði gengið eft­ir.

Í þeirri til­kynn­ingu kom jafn­framt fram að kosin hefði verið ný stjórn Pressunnar og voru nafn­greindir fimm ein­stak­lingar sem myndu þaðan í frá stýra félag­inu. Fyrrum stjórn­end­ur, þeir Björn Ingi Hrafns­son og Arnar Ægis­son, myndu stíga til hliðar bæði úr stjórn og fram­kvæmda­stjórn. Nýr fram­kvæmda­stjóri skyldi taka við Press­unni.

Á sama tíma til­kynntu for­svars­menn Dals­ins toll­stjóra að öll opin­ber gjöld Pressunnar yrðu „þurrkuð upp“ á næst­unni sam­kvæmt greiðslu­á­ætlun sem for­svars­menn Dals­ins sömdu um við toll­stjóra fyrir hönd Pressunn­ar.

Ný stjórn, en samt ekki

Við tók und­ar­legt ástand í rekstri Pressunn­ar. Björn Ingi og Arnar stigu til hliðar og Karl Steinar Ósk­ars­son hóf störf sem fram­kvæmda­stjóri. Nýja stjórnin virð­ist hins vegar aldrei hafa komið saman til að ákveða næstu skref. Press­una rak því áfram í reiði­leysi næstu vik­ur, án stjórnar og stefnu.

Þegar fram í sótti virð­ist sem for­svars­menn Dals­ins hafi farið að hugsa upp leiðir til að draga hina til­kynntu hluta­fjár­aukn­ingu til baka. Þeir voru komnir með annað plan.

Í byrjun maí gerði Pressan tvo und­ar­lega lög­gern­inga. Á þeim tíma var búið að til­kynna um nýja stjórn í fjöl­miðl­um og semja um starfs­lok  Björns Inga og Arn­ars. Þeir voru þó ennþá form­lega skráðir hjá fyr­ir­tækja­skrásem stjórn­ar­menn Pressunnar og þurftu því að und­ir­rita papp­írana fyrir hönd Pressunn­ar. Á þeim tíma vissu þeir ekki annað en að fyr­ir­huguð hluta­fjár­aukn­ing myndi ganga eft­ir.

Þann 10. maí létu for­svars­menn Dals­ins lög­mann sinn útbúa sam­eig­in­legt rift­un­ar­bréf vegna rift­unar á kaupum Pressunnar á Útgáfu­fé­lag­inu Birt­ingi („Birt­ing­ur“), sem höfðu átt sér stað um hálfu ári fyrr. Við und­ir­ritun skjals­ins bentu Björn Ingi og Arnar á að ekk­ert til­efni væri til rift­unar kaupanna, það sem átti að hafa verið greitt á þeim tíma vegna kaupanna hafði verið greitt. Birni Inga og Arn­ari var þá bent á að rift­un­ar­skjalið væri aðeins útbúið til mála­mynda, það yrði geymt hjá lög­manni Dals­ins og yrði aðeins dregið upp ef þess þyrfti í því skyni að sýna kröfu­höfum Pressunnar að félagið ætti enga eign í Birt­ingi. Björn Ingi og Arnar urðu því við óskum for­svars­manna Dals­ins, enda varla í stöðu til ann­ars, og rit­uðu undir rift­un­ar­skjalið sem skráðir stjórn­ar­menn Pressunn­ar. Það gerðu einnig for­svars­menn Birt­ings.

Sama dag létu for­svars­menn Dals­ins lög­mann sinn útbúa 185 m.kr. skulda­bréf, þar sem Dal­ur­inn myndi lána Press­unni umrædda fjár­hæð. Virð­ist þá sem Dal­ur­inn hafi verið búinn að ákveða að ekki yrði af hluta­fjár­aukn­ing­unni að sinni en að félagið myndi þess í stað lána Press­unni fjár­muni. Til trygg­ingar lán­inu skyldi Pressan gefa út trygg­ing­ar­bréf að fjár­hæð 200 m.kr., þar sem allir útgáfutitlar Pressunnar og DV skyldu lagðir að veði.  Björn Ingi og Arnar und­ir­rit­uðu þessi skjöl í góðri trú en með fyr­ir­vara um að fá frek­ari skýr­ingar á hvernig lánið yrði greitt.

Síð­ari umræður um 185 m.kr. skulda­bréfið leiddu til að hætt var við útgáfu þess og lánið var því ekki veitt. Óskaði Björn Ingi í fram­hald­inu eftir að öllum skjölum í tengslum við lánið yrði eytt og sagð­ist lög­maður Dals­ins munu verða við því. Það gerði hann hins vegar ekki nema að hluta til, skulda­bréfið fór í tæt­ar­ann en trygg­ing­ar­bréfin ekki, þrátt fyrir að lánið hafi ekki verið veitt.

Raunar bætti Dal­ur­inn um betur og lét þing­lýsa trygg­ing­ar­bréf­unum í lausa­fjár­bók Pressunnar og DV án þess að upp­lýsa sér­stak­lega um það, eins og vikið er að hér síð­ar.

Hluta­fjár­aukn­ing dregin til baka, rift­un­ar­bréf dregið uppúr skúff­unni

Degi síð­ar, þann 11. maí, til­kynntu for­svars­menn Dals­ins Birni Inga og Arn­ari að ekk­ert yrði af fyr­ir­hug­aðri hluta­fjár­aukn­ingu Pressunn­ar, Dal­ur­inn myndi ekki taka þátt og lík­lega ekki aðrir aðilar sem áður höfðu lýst áhuga. Jafn­framt til­kynnti Dal­ur­inn að félagið myndi ekki leggja frek­ari fjár­muni til Pressunnar og að hin áður til­kynntu stjórn­ar­skipti yrðu ekki fram­kvæmd. Eða eins og for­svars­menn Dals­ins orð­uðu það við stjórn­ina: „Nú er bolt­inn kom­inn til ykk­ar“. Nú væri það í höndum Björns Inga og Arn­ars að reyna að finna nýja fjár­festa og koma hluta­fjár­aukn­ing­unni aftur á kopp­inn.

Að kvöldi sama dags birt­ist frétt í Kjarn­anum um að hluta­fjár­aukn­ingin væri í upp­námi, skuldir sam­stæð­unnar næmu 700 millj­ónum og að ekki stæði „steinn yfir steini“ í rekstri henn­ar. Með frétt­inni voru öll tæki­færi Björns Inga og Arn­ars til að end­ur­lífga hluta­fjár­aukn­ing­una kæfð í fæð­ingu.

Fréttin kom sér því afar illa fyrir Press­una og leit­uðu Björn Ingi og Arnar eftir því við for­svars­menn Dals­ins hvort að þeir vissu hvaðan Kjarn­inn hefði sínar upp­lýs­ingar og heim­ild­ir. Svar for­svars­manna Dals­ins var að „okkur myndi ekki detta í hug að ræða við Kjarn­ann.“

Kjarn­inn birti þó aðra frétt örfáum dögum síð­ar, þess efnis að kaupum Pressunnar á Birt­ingi hefði verið rift, sökum bágrar fjár­hags­stöðu Pressunn­ar, m.a. með orð­unum „Rekstur Pressunnar er í mol­u­m.“

Þessi frétt kom stjórn­ar­mönnum Pressunnar í opna skjöldu enda höfðu þeir ekk­ert heyrt annað en að rift­un­ar­yf­ir­lýs­ingin yrði geymd í skúffu í var­úð­ar­skyni fyrir Dal­inn. Hvorki for­svars­menn Dals­ins né Birt­ings sáu ástæðu til að upp­lýsa stjórn Pressunnar um að rift­un­ar­bréfið hefði verið dregið uppúr skúff­unni. Gátu nú stjórn­ar­menn Pressunnar séð að þeir höfðu verið plat­aðir til að skrifa undir skjalið og að til stæði hjá Dalnum og Birt­ingi að þvinga Press­una í gjald­þrot. Þaðan virð­ist ætlun for­svars­manna Dals­ins hafa verið að hirða upp útgáfutitl­ana á grund­velli trygg­ing­ar­bréfs sem einnig var fengið fram með svik­sam­legum hætti.

Þess má geta að Dal­ur­inn, sem nú er eig­andi Birt­ings, hóf nýverið útgáfu­starf­semi í sam­starfi við Kjarn­ann.

Beðið eftir gjald­þroti Pressunnar

Frá þessum tíma­punkti tók stjórn Pressunn­ar, Björn Ingi og Arn­ar, aftur við stjórn og rekstri félags­ins. Staðan var hins vegar svo gott sem von­laus. Fjár­hags­staðan var erfið og tekju­mögu­leikar litlir með sum­ar­tíma framund­an. Þá hafði stærsti hlut­haf­inn, Dal­ur­inn, til­kynnt að hann myndi ekki aðstoða við bar­átt­una, hvorki með fjár­fram­lagi né aðstoð að öðru leyti.

Á sama tíma hélt áfram frétta­flutn­ingur um afleita stöðu Pressunnar sem gerði stjórn­inni mjög erfitt að afla nýs hluta­fjár eða láns­fjár til að halda lífi. Starfs­menn sam­stæð­unnar voru jafn­framt í upp­námi, þeim hafði nokkrum vikum áður verið til­kynnt um nýja og bjart­ari tíma með nýja eig­endur og stjórn­end­ur. Nú hins vegar þurftu þeir að þola mik­inn nið­ur­skurð enda ekki annað í boði.

Svo virð­ist sem for­svars­menn Dals­ins hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Áfram hélt frétta­flutn­ingur um að Pressan ætti sér ekki við­reisnar von, skuld­irnar væru óyf­ir­stíg­an­leg­ar.

Dal­ur­inn hafði aldrei sam­band um sum­arið við stjórn­ina um stöðu mála eða hvernig hún hugð­ist ná til lands. Stjórnin las hins vegar um það í fjöl­miðlum í júní að Dal­ur­inn hefði keypt Birt­ing. Í til­kynn­ingu Dals­ins um þau við­skipti kom fram að Pressan hafði áður ætlað að kaupa Birt­ing en að þeim kaupum hefði verið rift „vegna afleitrar fjár­hags­stöðu Pressunn­ar“.

Af þessum fréttum og öðrum frá svip­uðum tíma mátti ætla að Dal­ur­inn hefði ætlað að kaupa hluti í Press­unni en hætt við og keypt hluti í Birt­ing í stað­inn. Sann­leik­ur­inn er bara allt ann­ar. Á þessum tíma átti Dal­ur­inn hvorki meira né minna en 68% hlut í Press­unni, félagi sem Dal­ur­inn hik­aði ekki við að tala niður í fjöl­miðl­um. Þann 30. ágúst birt­ist til dæmis enn frétt um slæma stöðu Pressunnar þar sem Hall­dór Krist­manns­son, einn for­svars­manna Dals­ins sagði að „staða Vef­pressunnar og dótt­ur­fé­laga er þung og stjórn­endur hafa óskað eftir svig­rúmi í sumar til að leita nýrra hlut­hafa til að bjarga rekstr­inum en það hefur ekki gengið eft­ir.“

Um það gat Hall­dór þó lítið vitað á þeim tíma því hvorki hann né nokkur annar for­svars­manna Dals­ins hafði haft nokk­urt sam­band við stjórn­endur Pressunnar í rúm­lega þrjá mán­uði.

Eignir Pressunnar seldar með aðkomu Dals­ins

Þegar leið að hausti blasti við að Pressan yrði gjald­þrota í byrjun sept­em­ber að óbreyttu. Tek­ist hafði að halda lífi yfir sum­ar­mán­uð­ina með lán­um, en stórum kröfum þurfti að sinna fyrir dómi í byrjun sept­em­ber. Stjórn Pressunnar hafði allt sum­arið reynt að leita leiða til að fá nýja aðila inn í félagið með hlutafé eða að afla félag­inu láns­fjár en frétta­flutn­ingur um félagið gerði það ómögu­legt. Var þá í raun aðeins ein leið fær til að mæta kröf­un­um, það var að selja eignir félags­ins.

Það gekk loks eftir að finna mögu­legan kaup­anda og fá fram til­boð. Stjórnin hafði þá upp­götvað að á Press­unni hvíldu fyrr­greind trygg­ing­ar­bréf Dals­ins, þar sem allir titlar Pressunnar og DV voru veð­settir Daln­um. Hafði það komið stjórn­inni á óvart enda hafði þeim verið til­kynnt að þeim bréfum hefði verið eytt þar sem það lán sem lá til grund­vallar bréf­unum hafði ekki verið veitt. Þeim hafði hins vegar ekki verið eytt, heldur hafði þeim verið þing­lýst í lausa­fjár­bók Pressunn­ar.

Í trygg­ing­ar­bréf­unum var meðal ann­ars kveðið á um að Press­unni væri óheim­ilt að selja titl­ana. Í sam­ræmi við það ákvæði til­kynnti stjórn Pressunnar Dalnum að til­boð væri komið fram um kaup á öllum titl­um, með fyr­ir­vara um að trygg­ing­ar­bréf­unum yrði aflétt. Með öðrum orð­um, kaupin gátu ekki gengið í gegn nema Dal­ur­inn aflétti trygg­ing­ar­bréf­un­um.

Í kjöl­farið fóru fram við­ræður milli Pressunn­ar, Frjálsrar Fjöl­miðl­unar og Dals­ins um upp­gjör á trygg­ing­ar­bréf­un­um. Voru þau mál leyst með sam­komu­lagi milli Frjálsrar fjöl­miðl­unar og Dals­ins sem nam tugum millj­óna króna. Jafnframt þving­aði Dal­ur­inn Björn Inga til að takast aft­ur­virkt á hendur sjálf­skuld­ar­á­byrgð á 50 m.kr. láni Dals­ins til félags í eigu Björns Inga. Í fram­hald­inu afhentu for­svars­menn Dals­ins umrædd trygg­ing­ar­bréf og þar með gátu kaupin gengið í gegn.

Við þetta tæki­færi var sér­stak­lega rætt að Björn Ingi hafði tekið að láni fjár­magn í sumar og end­ur­lánað Press­unni til þess að fleyta henni áfram meðan unnið væri að lausn mála. Dal­ur­inn var að fullu upp­lýstur um þessi mál áður en gengið var frá sölu titl­anna, en lætur nú nýja stjórn fjalla um þau mál eins og ný tíð­indi sem þurfi sér­stakrar rann­sóknar við. Og setja ekki einu sinni fram réttar tölur í þessu sam­hengi.

Þrátt fyrir þetta sendi Dal­ur­inn út til­kynn­ingu til fjöl­miðla í fram­hald­inu um að „kaup­samn­ingur Frjálsrar Fjöl­miðl­unar um kaup á nán­ast öllum eignum Pressunnar og tengdum félögum var kynntur fyrir eig­endum Dals­ins eftir að hann var frá­geng­inn.“

Sú yfir­lýs­ing var eins og margar aðrar gefin gegn betri vit­und enda hefðu kaupin ekki verið frá­gengin án aðkomu Dals­ins eins og fyrr var lýst.

Hlut­hafa­fundur og við­ræður um sölu Dals­ins á hlutum félags­ins í Press­unni

Síð­ustu vikur hefur verið enn verið fjallað um mál­efni Pressunnar í fjöl­miðl­um. Hefur því verið lýst þar að Dal­ur­inn vilji að hald­inn verði hlut­hafa­fundur í Press­unni til að Dal­ur­inn geti tekið við stjórn Pressunn­ar. Þar vísa for­svars­menn Dals­ins því jafn­framt á bug að Dal­ur­inn hafi átt í við­ræðum um sölu hlutar félags­ins í Press­unni.

Þar er enn og aftur farið með rangt mál. Hið rétta er að þegar gengið var frá sölu eigna Pressunnar í sept­em­ber, með aðkomu Dals­ins eins og fyrr grein­ir, viðr­uðu for­svars­menn Dals­ins þá hug­mynd hvort að stjórn­ar­menn Pressunnar vildu yfir­taka eða kaupa hluti Dals­ins í Press­unni.

Má í því sam­bandi einnig benda á að í til­kynn­ingu for­svars­manna Dals­ins í kjöl­far söl­unnar sagði:

„Dal­ur­inn er áfram eig­andi að 68% hlut í Press­unni og ekki er ákveðið hvað verður um þann eign­ar­hlut. En í ljósi umræddra við­skipta má telja að sá hlutur hafi lítið verð­mæti þar sem eignir hafa verið seldar úr félag­in­u.“

Í októ­ber fund­aði full­trúi Pressunnar með for­svars­manni Dals­ins um þetta atriði og var þá jafn­framt skýrt hvernig sölu­and­virði eigna Pressunnar hafði verið ráð­staf­að.

Í kjöl­farið áttu sér stað við­ræður um sölu Dals­ins á hlut félags­ins í Press­unni. Eins og að ofan greinir hafði Dal­ur­inn sjálfur lýst því yfir opin­ber­lega að hlutur þeirra hefði „lítið verð­mæt­i“. Hafa samn­inga­við­ræður einkum snú­ist um verð­mætið en ekki náð­ust samn­ing­ar.

Hlut­hafa­fundur var svo hald­inn í dag og ný stjórn sett yfir Press­una, að kröfu Dals­ins. Virð­ist jafn­ljóst og fyrr, að meg­in­mark­miðið er að koma félag­inu í þrot hið fyrsta og þyrla upp mold­viðri um rekstur þess og stjórn­end­urna, sem hafa róið líf­róður um margra mán­aða skeið.

Það er hins vegar mik­ill mis­skiln­ingur að kröfu­höfum Pressunnar hafi verið mis­munað með því að Frjáls fjöl­miðlun hafi tekið yfir ein­stakar kröf­ur. Að sjálfs­sögðu gat það félag sem kaup­andi haft um það að segja, hvaða kröfur væru teknar yfir og hverjar ekki.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent