Ný stjórn er tekin við hjá Pressunni, eftir hluthafafund í dag, og skip Ómar R. Valdimarsson hdl., Matthías Björnsson og Þorvarður Gunnarsson stjórnina.
Í tilkynningu vegna breytinganna kemur fram að grunur sé um misferli í starfsemi félagsins og að ennþá hafi ekki verið gerðar upp skuldir við Tollstjóra, vegna vangreiddra opinberra gjalda.
Undanfarnar vikur hefur stærsti hluthafi Pressunar, Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf., ítrekað óskað eftir hluthafafundi í Pressunni sem loks var haldinn með aðstoð ráðherra í dag.
Á dagskrá fundarins var umræða um kaupsamning Pressunar við Frjálsa Fjölmiðlun, ráðstöfun kaupverðs til kröfuhafa og kosning stjórnar, að því er segir í tilkynningu. „Stjórn Pressunar hefur nú undir höndum gögn sem sýna umtalsverðar skuldir við opinbera aðila, lífeyrissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn Pressunar hefur ekki getað upplýst eigendur og nýja stjórnarmenn félagsins um hvernig félaginu verði gert kleift að standa við sínar skuldbindingar. Skuldir Pressunar og tengdra félaga við Tollstjóra vegna opinberra gjalda nema um 150 milljónum króna auk umtalsverða vanskila annarra kröfuhafa. Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum voru nánast allar eignir Pressunnar ehf. og DV ehf. seldar til Frjálsrar Fjölmiðlunar ehf. þann 5. september síðastliðinn. Ný stjórn félagsins hefur þá kaupsamninga undir höndum þar sem meðal annars kemur fram að kaupverð er greitt með yfirtöku á kröfu fráfarandi stjórnarformanns á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi Hrafnsson er í persónulegum ábyrgðum. Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir tilkynningu hinnar nýju stjórnar.
Þá segir að hlutverk nýrrar stjórnar verði nú að glöggva sig á fjárhag félagsins og meðferð fjármuna. Eftir það verði hægt að taka ákvörðun um hvort félagið verður gefið upp til skipta, og meta hvort atvik hafi verið með þeim hætti að vísa þurfi málum til héraðssaksóknara og gruns um lögbrot. „Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. er eigandi að 68,27% hlut í Pressunni og hefur lagt umtalsverða fjármuni til reksturs Pressunar og tengdra félaga. Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila. Þá hefur ítrekað verið reynt að komast hjá því að halda hluthafafundi þrátt fyrir ósk stærsta hluthafa þannig að leita þurfti til ráðherra til að þvinga boðun fundarins. Þetta gefur til kynna að fyrrum stjórnarmönnum og stjórnendum Pressunnar sé umhugað um að eigendur félagsins og opinberir aðilar komist ekki yfir fjárhagslegar upplýsingar,“ segir í tilkynningunni.
Tilkynningin fer hér eftir í heild sinni:
„Undanfarnar vikur hefur stærsti hluthafi Pressunar, Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf., ítrekað óskað eftir hluthafafundi í Pressunni sem loks var haldinn með aðstoð ráðherra í dag. Á dagskrá fundarins var umræða um kaupsamning Pressunar við Frjálsa Fjölmiðlun, ráðstöfun kaupverðs til kröfuhafa og kosning stjórnar.
Nýir stjórnarmenn í Pressunni eru þeir Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson.
Pressan getur ekki staðið undir skuldbindingum
Stjórn Pressunar hefur nú undir höndum gögn sem sýna umtalsverðar skuldir við opinbera aðila, lífeyrissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn Pressunar hefur ekki getað upplýst eigendur og nýja stjórnarmenn félagsins um hvernig félaginu verði gert kleift að standa við sínar skuldbindingar.
Skuldir Pressunar og tengdra félaga við Tollstjóra vegna opinberra gjalda nema um 150 milljónum króna auk umtalsverða vanskila annarra kröfuhafa.
Mismunun kröfuhafa
Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum voru nánast allar eignir Pressunnar ehf. og DV ehf. seldar til Frjálsrar Fjölmiðlunar ehf. þann 5. september síðastliðinn. Ný stjórn félagsins hefur þá kaupsamninga undir höndum þar sem meðal annars kemur fram að kaupverð er greitt með yfirtöku á kröfu fráfarandi stjórnarformanns á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi Hrafnsson er í persónulegum ábyrgðum. Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög
Hlutverk nýrrar stjórnar
Fyrstu störf nýrrar stjórnar verða að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins og taka í framhaldi af því ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verður sérstaklega hvort framkvæmdastjóri hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu.
Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. er eigandi að 68,27% hlut í Pressunni og hefur lagt umtalsverða fjármuni til reksturs Pressunar og tengdra félaga. Fyrrverandi stjórnarformaður Pressunar og fyrrum útgefandi hefur ítrekað haft í hótunum við stjórnarmenn Dalsins. Felast þær hótanir meðal annars í skrifum um einstaka hluthafa Dalsins sem lekið skal til fjölmiðla, sem eru byggðar meðal annars á gögnum og röksemdarfærslum sem notaðar voru af Novator í tilhæfulausum málaferlum við sömu aðila. Þá hefur ítrekað verið reynt að komast hjá því að halda hluthafafundi þrátt fyrir ósk stærsta hluthafa þannig að leita þurfti til ráðherra til að þvinga boðun fundarins. Þetta gefur til kynna að fyrrum stjórnarmönnum og stjórnendum Pressunnar sé umhugað um að eigendur félagsins og opinberir aðilar komist ekki yfir fjárhagslegar upplýsingar.
Stjórn Pressunar eftir kjör á hluthafafundi í dag, 24. nóvember 2017, skipa:
Matthías Björnsson
Ómar R. Valdimarsson form.
Þorvarður Gunnarsson.“