Segir fjölmiðlaumfjöllun um dómara hafa verið þaulskipulagða aðgerð

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, sagði í ávarpi að fjölmiðlaumfjöllun um hlutabréfaeign dómara í fyrra hafi verið „þaulskipulögð aðgerð“. Öllum hefði mátt vera það ljóst að dómstólar voru þar beittir þrýstingi með „samstilltum aðgerðum“.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Skúli Magn­ús­son, for­maður Dóm­ara­fé­lags Íslands, sagði í ávarpi sínu á aðal­a­fundi félags­ins á föstu­dag að fjöl­miðlaum­fjöllun um hluta­bréfa­eign hæsta­rétt­ar­dóm­ara í lok árs 2016 hafi verið þaul­skipu­lögð aðgerð sem átt hefði að koma höggi á trú­verð­ug­leika íslenskra dóm­stóla. Þá hafi aðgerðin hugs­an­lega átt að reyna knýja til­tekna dóm­ara til að segja af sér emb­ætti.

Þessi staða hafi aug­ljós­lega verið óvið­un­andi. „Öllum mátti vera ljóst að verið var að beita dóm­ara, íslenska dóms­kerf­ið, þrýst­ingi og það með sam­stilltum aðgerð­u­m.“

Gagn­rýndi Frétta­blaðið harð­lega

Í ávarpi sínu sagði Skúli að þegar litið væri yfir fjöl­miðlaum­fjöllun síð­ustu ára væri ljóst að íslenskir dóm­arar og dóm­stólar hefðu ítrekað þurft að sæta mjög nei­kvæðri og í ýmsum til­vikum ómál­efna­legri umfjöllun í opin­berri umræðu.

Auglýsing

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.Þar mætti meðal ann­ars nefna umræðu um ofur­launa­hækk­anir dóm­ara á árinu 2015 sem hafi einkum verið rekin áfram af Frétta­blað­inu en hafi einnig teygt anga sína til ann­arra fjöl­miðla 365 miðla. „Ít­rekað voru fluttar fréttir af margra tuga pró­senta launa­hækkun dóm­ara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raun­veru­leg hækkun á launum dóm­ara sam­kvæmt úrskurði Kjara­ráðs í árs­lok 2014 hafði numið 6-7%. Umfjöll­unin þjón­aði þeim aug­ljósa til­gangi að skapa þá mynd af dóm­urum hjá almenn­ingi að þeir væru ein­hvers konar for­rétt­inda­hóp­ur. Engu máli skipti þótt umfjöll­unin væri leið­rétt, blaðið hélt við sinn keip. Það var ekki fyrr en ítrekuð skrif blaðs­ins voru kærð til siða­nefndar Blaða­manna­fé­lags Íslands sem þessu linnt­i.“

Skúli sagði að þá hefði Frétta­blaðið fundið nýjan þráð, auka­störf dóm­ara og fjár­mál þeirra. Sú umfjöllun hafi snúið að hags­muna­skrán­ingu dóm­ara. „Ég minn­ist þess að hafa átt sam­tal við blaða­mann Frétta­blaðs­ins sem spurði mig hvers vegna í ósköp­unum dóm­arar þyrftu að eiga hluta­bréf eða hluti í hluta­bréfa­sjóð­um. Hvers vegna þeir gætu ekki haft sinn sparnað inn á spari­sjóðs­bók? Þegar leið á sam­talið varð mér ljóst að blaða­mað­ur­inn hafði hringt í mig til tjá sínar skoð­anir á mál­inu en ekki til þess að taka eig­in­legt við­tal. Það þurfti svo sem ekki að kom á óvart. Frétta­blaðið flutti reyndar frétt um auka­störf þess sem hér tal­ar. Sú frétt er vænt­an­lega fæstum í minni enda var þar afskap­lega lítið kjöt á bein­un­um,“ sagði Skúli í ávarpi sínu.

Umfjöllun um hluta­bréfa­eign

Skúli sagði síðan að keyrt hafi um þver­bak í des­em­ber fyrir ári síð­an. Þá hafi Frétta­blaðið birt á for­síðu myndir af per­sónu­legum gögnum þáver­andi for­seta Hæsta­réttar sem hafi aug­ljós­lega stafað frá fyrr­ver­andi við­skipta­banka hans. Skúli segir að gögnin hafi þar af leið­andi hafa verið illa feng­inn. Kvöldið áður hefði Kast­ljós fjallað um sama mál í umfjöllun sem hafi greini­lega byggt á sömu gögn­um. Næstu daga hefði Frétta­blaðið síðan birt myndir af fleiri nafn­greindum hæsta­rétt­ar­dóm­urum og upp­lýs­ingar um hluta­bréfa­eign þeirra.

Einn þeirra sem var til umfjöllunar í Fréttablaðinu og Kastljósi í desember 2016 var Markús Sigurbjörnsson, þá forseti Hæstaréttar. MYND: Birgir Þór Harðarson.„Upp­haf­lega var fréttin sú að til­teknir dóm­ar­ar, þ.á m. for­seti Hæsta­rétt­ar, hefðu ekki til­kynnt um hluta­bréfa­eign sína sam­kvæmt gild­andi lögum og regl­um. Sá frétta­flutn­ingur reynd­ist þó fljótt hald­laus, a.m.k. að öllu veru­legu leyti. Þeir dóm­arar sem um var að ræða, a.m.k. þeir sem fjöl­mið­ill­inn hafði mestan áhuga á, höfðu til­kynnt um hluta­bréfa­eign sína sam­kvæmt reglum þótt nefnd um störf dóm­ara hefði illa haldið á skrán­ingu upp­lýs­inga hjá sér. Þetta skipti þó litlu máli því nú var kvæð­inu ein­fald­lega vent í kross og hafin umfjöllun um að hlut­að­eig­andi dóm­arar hefðu verið van­hæfir í málum þess banka sem þeir höfðu átt hluta­bréf í en samt sem áður tekið þátt í afgreiðslu þeirra. Og enn og aftur var bolt­inn gef­inn upp með það að reglur á Íslandi um auka­störf dóm­ara og skrán­ingu þess­ara starfa væru með ein­hverjum hætti stór­gall­aðar og frá­brugðnar því sem almennt tíðkast. Almenn­ingur í land­inu átti að fá það á til­finn­ing­una að eitt­hvað meiri­háttar væri að í dóms­kerf­in­u.“

Segir um þaul­skipu­lagða aðgerð að ræða

Skúli sagði í ávarpi sínu að það hafi ekki getað farið á milli mála hvaða til­gangi afhend­ing gagn­anna úr Glitni hefði átt að þjóna. „Allt ber þetta að sama brunni: um var að ræða þaul­skipu­lagða aðgerð til að koma höggi á trú­verð­ug­leika íslenskra dóm­stóla, hugs­an­lega að reyna knýja til­tekna dóm­ara til að segja af sér emb­ætt­i.“

Að mati Skúla var þessi staða, sem kom upp í des­em­ber 2016, óvið­un­andi. Öllum hafi verið mátt ljóst að verið væri verið að beita dóm­ara, íslenska dóms­kerf­ið, þrýst­ingi með sam­stilltum aðgerð­um. „Hvað gekk þeim aðila eða aðilum til sem öfl­uðu per­sónu­legra gagna með ólög­mætum hætti - vænt­an­lega með því að greiða fyrir þau - og komu þeim til til­tek­inna fjöl­miðla? Þeirri spurn­ingu hefur enn ekki verið svarað enda hafa fjöl­miðlar - með örfáum und­an­teknum - ekki hirt um að spyrja henn­ar. Sami aðili eða sömu aðilar geta því end­ur­tekið leik­inn og munu eflaust gera það. Hverju hafa þeir að tapa?“

Hann sagði það hafa vakið athygli að þegar þessar aðstæður voru komnar upp hafi hvorki dóms­mála­ráð­herra né annar full­trúi rík­is­stjórnar séð ástæðu til þess að sker­ast í leik­inn með ein­hverjum hætti. Þá hafi hvorki Alþingi né alþing­is­menn brugð­ist við mál­inu með  nokkrum hætt­i.“

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent