Segir fjölmiðlaumfjöllun um dómara hafa verið þaulskipulagða aðgerð

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, sagði í ávarpi að fjölmiðlaumfjöllun um hlutabréfaeign dómara í fyrra hafi verið „þaulskipulögð aðgerð“. Öllum hefði mátt vera það ljóst að dómstólar voru þar beittir þrýstingi með „samstilltum aðgerðum“.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Skúli Magn­ús­son, for­maður Dóm­ara­fé­lags Íslands, sagði í ávarpi sínu á aðal­a­fundi félags­ins á föstu­dag að fjöl­miðlaum­fjöllun um hluta­bréfa­eign hæsta­rétt­ar­dóm­ara í lok árs 2016 hafi verið þaul­skipu­lögð aðgerð sem átt hefði að koma höggi á trú­verð­ug­leika íslenskra dóm­stóla. Þá hafi aðgerðin hugs­an­lega átt að reyna knýja til­tekna dóm­ara til að segja af sér emb­ætti.

Þessi staða hafi aug­ljós­lega verið óvið­un­andi. „Öllum mátti vera ljóst að verið var að beita dóm­ara, íslenska dóms­kerf­ið, þrýst­ingi og það með sam­stilltum aðgerð­u­m.“

Gagn­rýndi Frétta­blaðið harð­lega

Í ávarpi sínu sagði Skúli að þegar litið væri yfir fjöl­miðlaum­fjöllun síð­ustu ára væri ljóst að íslenskir dóm­arar og dóm­stólar hefðu ítrekað þurft að sæta mjög nei­kvæðri og í ýmsum til­vikum ómál­efna­legri umfjöllun í opin­berri umræðu.

Auglýsing

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.Þar mætti meðal ann­ars nefna umræðu um ofur­launa­hækk­anir dóm­ara á árinu 2015 sem hafi einkum verið rekin áfram af Frétta­blað­inu en hafi einnig teygt anga sína til ann­arra fjöl­miðla 365 miðla. „Ít­rekað voru fluttar fréttir af margra tuga pró­senta launa­hækkun dóm­ara þegar allir þeir sem vildu kynna sér málið gátu séð að raun­veru­leg hækkun á launum dóm­ara sam­kvæmt úrskurði Kjara­ráðs í árs­lok 2014 hafði numið 6-7%. Umfjöll­unin þjón­aði þeim aug­ljósa til­gangi að skapa þá mynd af dóm­urum hjá almenn­ingi að þeir væru ein­hvers konar for­rétt­inda­hóp­ur. Engu máli skipti þótt umfjöll­unin væri leið­rétt, blaðið hélt við sinn keip. Það var ekki fyrr en ítrekuð skrif blaðs­ins voru kærð til siða­nefndar Blaða­manna­fé­lags Íslands sem þessu linnt­i.“

Skúli sagði að þá hefði Frétta­blaðið fundið nýjan þráð, auka­störf dóm­ara og fjár­mál þeirra. Sú umfjöllun hafi snúið að hags­muna­skrán­ingu dóm­ara. „Ég minn­ist þess að hafa átt sam­tal við blaða­mann Frétta­blaðs­ins sem spurði mig hvers vegna í ósköp­unum dóm­arar þyrftu að eiga hluta­bréf eða hluti í hluta­bréfa­sjóð­um. Hvers vegna þeir gætu ekki haft sinn sparnað inn á spari­sjóðs­bók? Þegar leið á sam­talið varð mér ljóst að blaða­mað­ur­inn hafði hringt í mig til tjá sínar skoð­anir á mál­inu en ekki til þess að taka eig­in­legt við­tal. Það þurfti svo sem ekki að kom á óvart. Frétta­blaðið flutti reyndar frétt um auka­störf þess sem hér tal­ar. Sú frétt er vænt­an­lega fæstum í minni enda var þar afskap­lega lítið kjöt á bein­un­um,“ sagði Skúli í ávarpi sínu.

Umfjöllun um hluta­bréfa­eign

Skúli sagði síðan að keyrt hafi um þver­bak í des­em­ber fyrir ári síð­an. Þá hafi Frétta­blaðið birt á for­síðu myndir af per­sónu­legum gögnum þáver­andi for­seta Hæsta­réttar sem hafi aug­ljós­lega stafað frá fyrr­ver­andi við­skipta­banka hans. Skúli segir að gögnin hafi þar af leið­andi hafa verið illa feng­inn. Kvöldið áður hefði Kast­ljós fjallað um sama mál í umfjöllun sem hafi greini­lega byggt á sömu gögn­um. Næstu daga hefði Frétta­blaðið síðan birt myndir af fleiri nafn­greindum hæsta­rétt­ar­dóm­urum og upp­lýs­ingar um hluta­bréfa­eign þeirra.

Einn þeirra sem var til umfjöllunar í Fréttablaðinu og Kastljósi í desember 2016 var Markús Sigurbjörnsson, þá forseti Hæstaréttar. MYND: Birgir Þór Harðarson.„Upp­haf­lega var fréttin sú að til­teknir dóm­ar­ar, þ.á m. for­seti Hæsta­rétt­ar, hefðu ekki til­kynnt um hluta­bréfa­eign sína sam­kvæmt gild­andi lögum og regl­um. Sá frétta­flutn­ingur reynd­ist þó fljótt hald­laus, a.m.k. að öllu veru­legu leyti. Þeir dóm­arar sem um var að ræða, a.m.k. þeir sem fjöl­mið­ill­inn hafði mestan áhuga á, höfðu til­kynnt um hluta­bréfa­eign sína sam­kvæmt reglum þótt nefnd um störf dóm­ara hefði illa haldið á skrán­ingu upp­lýs­inga hjá sér. Þetta skipti þó litlu máli því nú var kvæð­inu ein­fald­lega vent í kross og hafin umfjöllun um að hlut­að­eig­andi dóm­arar hefðu verið van­hæfir í málum þess banka sem þeir höfðu átt hluta­bréf í en samt sem áður tekið þátt í afgreiðslu þeirra. Og enn og aftur var bolt­inn gef­inn upp með það að reglur á Íslandi um auka­störf dóm­ara og skrán­ingu þess­ara starfa væru með ein­hverjum hætti stór­gall­aðar og frá­brugðnar því sem almennt tíðkast. Almenn­ingur í land­inu átti að fá það á til­finn­ing­una að eitt­hvað meiri­háttar væri að í dóms­kerf­in­u.“

Segir um þaul­skipu­lagða aðgerð að ræða

Skúli sagði í ávarpi sínu að það hafi ekki getað farið á milli mála hvaða til­gangi afhend­ing gagn­anna úr Glitni hefði átt að þjóna. „Allt ber þetta að sama brunni: um var að ræða þaul­skipu­lagða aðgerð til að koma höggi á trú­verð­ug­leika íslenskra dóm­stóla, hugs­an­lega að reyna knýja til­tekna dóm­ara til að segja af sér emb­ætt­i.“

Að mati Skúla var þessi staða, sem kom upp í des­em­ber 2016, óvið­un­andi. Öllum hafi verið mátt ljóst að verið væri verið að beita dóm­ara, íslenska dóms­kerf­ið, þrýst­ingi með sam­stilltum aðgerð­um. „Hvað gekk þeim aðila eða aðilum til sem öfl­uðu per­sónu­legra gagna með ólög­mætum hætti - vænt­an­lega með því að greiða fyrir þau - og komu þeim til til­tek­inna fjöl­miðla? Þeirri spurn­ingu hefur enn ekki verið svarað enda hafa fjöl­miðlar - með örfáum und­an­teknum - ekki hirt um að spyrja henn­ar. Sami aðili eða sömu aðilar geta því end­ur­tekið leik­inn og munu eflaust gera það. Hverju hafa þeir að tapa?“

Hann sagði það hafa vakið athygli að þegar þessar aðstæður voru komnar upp hafi hvorki dóms­mála­ráð­herra né annar full­trúi rík­is­stjórnar séð ástæðu til þess að sker­ast í leik­inn með ein­hverjum hætti. Þá hafi hvorki Alþingi né alþing­is­menn brugð­ist við mál­inu með  nokkrum hætt­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent