Segir örlög bankanna hafa verið ráðin í ómerkilegu og lítið grunduðu símtali

Björgólfur Thor Björgólfsson segir að íslenska þjóðin eigi rétt á að fá að vita allt um þá ákvörðun að lána Kaupþingi 500 milljónir evra í miðju alþjóðlegu bankahruni.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, sem var annar aðal­eig­andi Lands­bank­ans ásamt föður sínum fyrir hrun, segir að íslenska þjóðin eigi rétt á að vita hvernig mál voru vegin og met­in, hvaða gögn lágu til grund­vallar og hver réð því end­an­lega að Kaup­þing fékk 500 millj­óna evra lán frá Seðla­banka Íslands 6. októ­ber 2008. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á heima­síðu sem Björgólfur Thor heldur úti.

Þar fjallar hann um sím­tal milli Geirs H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi seðla­banka­stjóra, þar sem þeir ákveða að lána Kaup­þingi umrædda fjár­hæð. Kaup­þing féll samt sem áður nokkrum dögum síðar og íslenskir skatt­greið­endur töp­uðu 35 millj­örðum króna á lán­veit­ing­unni.

For­sæt­is­ráð­herra ekk­ert nema fum og fát

TIl­efni umfjöll­un­ar­innar er birt­ing Morg­un­blaðs­ins, sem Davíð rit­stýrir í dag, á end­ur­riti af sím­tal­inu fyrir tíu dögum síð­an. Það var í fyrsta sinn sem end­ur­ritið var birt opin­ber­lega.

Björgólfur Thor segir að örlög íslensku bank­anna hafi verið í afar ómerki­legu og lítið grund­uðu sam­tali í hádeg­inu mánu­dag­inn 6. októ­ber 2008. „Reyndar virð­ist Seðla­bank­inn vera fag­legri í sinni nálg­un, en for­sæt­is­ráð­herra er ekk­ert nema fum og fát.  Í end­ur­riti sím­tals­ins kemur fram að Geir H. Haarde spyr Seðla­banka­stjór­ann hvort Lands­bank­inn hafi ekki veð. „En er Lands­bank­inn ekki með neitt slíkt, sem hann getur látið okkur hafa?“ spyr hann, þegar Davíð seðla­banka­stjóri ræðir um veð Kaup­þings. „Já, en þá er að við erum ekki með pen­ing í þetta,“ svarar seðla­banka­stjór­inn.

Auglýsing
Það er skilj­an­legt að Seðla­banki Íslands hafi ekki getað stutt alla bank­ana í hrun­inu. En ekki er útskýrt hvers vegna Seðla­bank­inn fór „inn að beini“ eins og seðla­banka­stjór­inn orðar það, með því að lána Kaup­þingi 500 millj­ónir evra, í stað þess að lána Lands­bank­anum 300 millj­ónir evra. Þegar seðla­banka­stjóri ítrekar þetta atriði („Þú ert að tala um það að við eig­um frek­ar að reyna að hjálpa Kaup­þing­i“) þá svarar for­sæt­is­ráð­herrann: „Það slær mig þannig sko og mér fannst þeir vera líka á þeirri línu í gær­­kvöldi alla­­vega þess­ir Morgan menn.“

Þetta var öll fag­mennskan! Ein­hver til­finn­ing fyrir því hvað ein­hverjir sögðu dag­inn áður, „alla­vega þessir Morgan menn“. Þar var for­sæt­is­ráð­herra eflaust að vísa til erlendra sér­fræð­inga, sem voru nýkomnir til lands­ins og höfðu ski­mað yfir banka­lands­lag­ið. Ekki bera þessir „Morgan menn“ ábyrgð á þeirri ákvörðun sem tekin var? Hún virt­ist tekin af því að „það slær mig þannig sko“!

Þjóðin á rétt á að vita

Björgólfur Thor segir sím­talið sjálft þó ekki segja alla sög­una. „Kannski varpar vænt­an­leg skýrsla Seðla­bank­ans ein­hverju ljósi á mál­ið, þótt ég sé ekki bjart­sýnn á að svo verði. Ekki verður betur séð en að margir séu þeirrar skoð­unar að þjóð­inni komi ekk­ert við hvað varð um gjald­eyr­is­forða hennar þennan örlaga­ríka dag í októ­ber 2008. Slíkt er auð­vitað fjar­stæða. Sá sem hlýtur að vera end­an­lega ábyrgur fyrir ákvörð­un­inni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, ætti ekki að draga lengur að leggja fram þau rök, sem voru að baki henni. Í fórum hans eða for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hlýtur a.m.k. að vera eitt­hvað minn­is­blað, sem skýrir þessa ákvörð­un, þó ekki væri nema nokkrar setn­ingar hrip­aðar niður eftir Morgan-­mönn­unum svoköll­uðu. Þjóðin á rétt á að vita, hvernig mál voru vegin og met­in, hvaða gögn lágu til grund­vallar og hvað end­an­lega réði því að Kaup­þing fékk lán­ið.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent