Segir örlög bankanna hafa verið ráðin í ómerkilegu og lítið grunduðu símtali

Björgólfur Thor Björgólfsson segir að íslenska þjóðin eigi rétt á að fá að vita allt um þá ákvörðun að lána Kaupþingi 500 milljónir evra í miðju alþjóðlegu bankahruni.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, sem var annar aðal­eig­andi Lands­bank­ans ásamt föður sínum fyrir hrun, segir að íslenska þjóðin eigi rétt á að vita hvernig mál voru vegin og met­in, hvaða gögn lágu til grund­vallar og hver réð því end­an­lega að Kaup­þing fékk 500 millj­óna evra lán frá Seðla­banka Íslands 6. októ­ber 2008. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á heima­síðu sem Björgólfur Thor heldur úti.

Þar fjallar hann um sím­tal milli Geirs H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi seðla­banka­stjóra, þar sem þeir ákveða að lána Kaup­þingi umrædda fjár­hæð. Kaup­þing féll samt sem áður nokkrum dögum síðar og íslenskir skatt­greið­endur töp­uðu 35 millj­örðum króna á lán­veit­ing­unni.

For­sæt­is­ráð­herra ekk­ert nema fum og fát

TIl­efni umfjöll­un­ar­innar er birt­ing Morg­un­blaðs­ins, sem Davíð rit­stýrir í dag, á end­ur­riti af sím­tal­inu fyrir tíu dögum síð­an. Það var í fyrsta sinn sem end­ur­ritið var birt opin­ber­lega.

Björgólfur Thor segir að örlög íslensku bank­anna hafi verið í afar ómerki­legu og lítið grund­uðu sam­tali í hádeg­inu mánu­dag­inn 6. októ­ber 2008. „Reyndar virð­ist Seðla­bank­inn vera fag­legri í sinni nálg­un, en for­sæt­is­ráð­herra er ekk­ert nema fum og fát.  Í end­ur­riti sím­tals­ins kemur fram að Geir H. Haarde spyr Seðla­banka­stjór­ann hvort Lands­bank­inn hafi ekki veð. „En er Lands­bank­inn ekki með neitt slíkt, sem hann getur látið okkur hafa?“ spyr hann, þegar Davíð seðla­banka­stjóri ræðir um veð Kaup­þings. „Já, en þá er að við erum ekki með pen­ing í þetta,“ svarar seðla­banka­stjór­inn.

Auglýsing
Það er skilj­an­legt að Seðla­banki Íslands hafi ekki getað stutt alla bank­ana í hrun­inu. En ekki er útskýrt hvers vegna Seðla­bank­inn fór „inn að beini“ eins og seðla­banka­stjór­inn orðar það, með því að lána Kaup­þingi 500 millj­ónir evra, í stað þess að lána Lands­bank­anum 300 millj­ónir evra. Þegar seðla­banka­stjóri ítrekar þetta atriði („Þú ert að tala um það að við eig­um frek­ar að reyna að hjálpa Kaup­þing­i“) þá svarar for­sæt­is­ráð­herrann: „Það slær mig þannig sko og mér fannst þeir vera líka á þeirri línu í gær­­kvöldi alla­­vega þess­ir Morgan menn.“

Þetta var öll fag­mennskan! Ein­hver til­finn­ing fyrir því hvað ein­hverjir sögðu dag­inn áður, „alla­vega þessir Morgan menn“. Þar var for­sæt­is­ráð­herra eflaust að vísa til erlendra sér­fræð­inga, sem voru nýkomnir til lands­ins og höfðu ski­mað yfir banka­lands­lag­ið. Ekki bera þessir „Morgan menn“ ábyrgð á þeirri ákvörðun sem tekin var? Hún virt­ist tekin af því að „það slær mig þannig sko“!

Þjóðin á rétt á að vita

Björgólfur Thor segir sím­talið sjálft þó ekki segja alla sög­una. „Kannski varpar vænt­an­leg skýrsla Seðla­bank­ans ein­hverju ljósi á mál­ið, þótt ég sé ekki bjart­sýnn á að svo verði. Ekki verður betur séð en að margir séu þeirrar skoð­unar að þjóð­inni komi ekk­ert við hvað varð um gjald­eyr­is­forða hennar þennan örlaga­ríka dag í októ­ber 2008. Slíkt er auð­vitað fjar­stæða. Sá sem hlýtur að vera end­an­lega ábyrgur fyrir ákvörð­un­inni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, ætti ekki að draga lengur að leggja fram þau rök, sem voru að baki henni. Í fórum hans eða for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hlýtur a.m.k. að vera eitt­hvað minn­is­blað, sem skýrir þessa ákvörð­un, þó ekki væri nema nokkrar setn­ingar hrip­aðar niður eftir Morgan-­mönn­unum svoköll­uðu. Þjóðin á rétt á að vita, hvernig mál voru vegin og met­in, hvaða gögn lágu til grund­vallar og hvað end­an­lega réði því að Kaup­þing fékk lán­ið.“Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent