Halli á vöruviðskiptum eykst um 25 milljarða milli ára

Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 68,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi. Töluverð breyting varð á vöruúflutningi til hins verra á milli ára.

7DM_9925_raw_2241.JPG
Auglýsing

Þrátt fyrir að mikill afgangur sé af vöru- og þjónustuviðskiptum, virðist sem það sé tekið að halla nokkuð undan fæti hjá fyrirtækjum í vöruútflutningi.

Vöruviðskipti á þriðja ársfjórðungi voru neikvæð um 47,5 milljarða en á sama tíma í fyrra voru þau neikvæð um 22,5 milljarða.

Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum þjóðarbúsins á þriðja ársfjórðungi var 68,1 milljaður en á sama tíma í fyrra var hann ríflega 100 milljarðar króna. Sem fyrr er það mikill vöxtur í ferðaþjónustu sem hefur mikil jákvæð áhrif á heildarstöðu íslenska hagkerfisins, en afgangur af þjónustuviðskiptum nam 117,5 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Afgangurinn var heildur meiri í fyrra á sama tíma, eða 122,7 milljarðar.

Auglýsing

Góð staða

Staða þjóðarbússins, þegar kemur að eignum og skuldum erlendis, er góð um þessar mundir að mörgu leyti einstaklega góð, í sögulegu samhengi. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Seðlabanka Íslands námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.307 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.198 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því jákvæð um 108 milljarða, eða sem nam 4,4 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 125 milljarða króna eða sem nam 5 prósent af VLF á milli ársfjórðunga. „Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 72 ma.kr. Skuldir lækkuðu um 398 ma.kr. og erlendar eignir um 326 ma.kr. vegna fjármagnsviðskiptanna. Gengis- og verð- breytingar höfðu jákvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins um sem nam 91 ma.kr. Skýrist það af 4,5% verðhækkunum á erlendum hlutabréfamörkuðum og af 5% lækkun á gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum miðað við gengisskráningarvog,“ segir í yfirlitinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent