Lagafrumvarp til að greiða fyrir ljósleiðaravæðingu á borðinu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undirbýr nú innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins er varðar styrkingu innviða fjarskipta-, raforku-, og veitukerfa.

Tækni
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið und­ir­býr nú inn­leið­ingu á til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins nr. 2014/61/EB og áformar í því skyni að leggja frum­varp fyrir Alþingi er varðar samnýt­ingu fram­kvæmda á sviði fjar­skipta-, raf­orku- og veitu­kerfa. Meg­in­mark­mið til­skip­un­ar­innar snúa að því að draga úr kostn­aði við upp­bygg­ingu háhraða fjar­skipta­neta.

Þetta kemur fram á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórna­ráðu­neyt­is­ins, en Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er ráð­herra sam­göngu- og sveita­stjórna­mála.

„Áform þessi eru nú kynnt með vísan til sam­þykktar rík­is­stjórn­ar­innar um und­ir­bún­ing og frá­gang stjórn­ar­frum­varpa og stjórn­ar­til­lagna og reglna um starfs­hætti rík­is­stjórnar. Evr­ópu­sam­bandið (ESB) hefur lagt áherslu á upp­bygg­ingu fjar­skipta og í því sam­bandi hefur það talið nauð­syn­legt að ýta undir sam­legð með öðrum inn­viða­fram­kvæmd­um, til að mynda raf­orku-, veitu- og vega­fram­kvæmd­um,“ segir í til­kynn­ingu frá sam­göngu- og sveita­stjórna­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

Til­skip­unin veitir fjar­skipta­fyr­ir­tækjum ann­ars vegar heim­ild til að nýta fyr­ir­liggj­andi inn­viði á öðrum sviðum og hins vegar til að taka þátt í jarð­vegs­fram­kvæmdum sem eru fyr­ir­hug­aðar í því skyni að greiða fyrir ljós­leið­ara­lagn­ing­u. 

Sterk­ari inn­viðir á sviði ljós­leið­ara­teng­inga er for­gangs­mál hjá rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Sam­kvæmt stjórn­ar­sátt­mál­anum er lagt upp með að ljúka ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins fyrir 2020. „Ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins verður lokið árið 2020 sem eykur lífs­gæði og fjölgar tæki­færum lands­manna til að skapa atvinnu. Rík­is­stjórnin vill að Ísland verði áfram í fremstu röð þegar kemur að fjar­skipta- og upp­lýs­inga­tækni og leggur áherslu á aukið sam­starf fjar­skipta­að­ila um upp­bygg­ingu grunn­inn­viða,“ segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Til að slíkt sé mögu­legt, þ.e. sam­legð og samnýt­ing, þarf að auka kort­lagn­ingu og byggja upp gagna­grunna um fjar­skipta-, raf­orku- og veitu­kerfi ásamt tengdum kerf­um. Einnig þarf að kveða á um skyldu rekstr­ar­að­ila til að veita upp­lýs­ingar um þessa inn­viði og fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmd­ir. Slíkar upp­lýs­ingar þurfa vera vistaðar í mið­lægum gagna­grunni sem er aðgengi­legur fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um.

Til­skip­unin kveður m.a. á um eft­ir­far­andi verk­efni, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni:

- Að koma á fót mið­lægum gagna­grunni um fjar­skipta­inn­viði. Upp­lýs­ingar í gagna­grunn­inum verði aðgengi­legar og not­hæfar fyrir rekstr­ar­að­ila. Aðgerðir til að tryggja rétt netrek­enda til þátt­töku í jarð­vegs­fram­kvæmdum við upp­bygg­ingu inn­viða á öðrum svið­um, t.d. raf­orku- og veitu­kerfa og e.t.v. vega­fram­kvæmd­um.

- Aðgang netrek­enda að fyr­ir­liggj­andi inn­an­hússlögnum til að bjóða fram háhraða gagna­flutn­ings­þjón­ustu.

- Aðgerðir til að upp­lýsa um margs­konar leyf­is­veit­inga­ferli, t.d. á sviði umhverf­is- og skipu­lags­mála og á sama tíma ein­falda þau eftir því sem best er á kos­ið.

- Að útnefnt verði eft­ir­lits­stjórn­vald með fram­kvæmd til­skip­un­ar­inn­ar, m.a. um gagna­grunns­gerð og miðlun upp­lýs­inga, auk þess er gerð krafa um að til staðar verði óháður úrskurð­ar­að­ili sem geti skorið úr um ágrein­ings­mál sem kunna að vakna um fram­kvæmd til­skip­un­ar­inn­ar.

Frestur til þess að koma að umsögnum og ábend­ingum er veittur til og með 22. des­em­ber næst­kom­and­i og skulu þær sendar á net­fangið post­ur@srn.is, að því er segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Meira úr sama flokkiInnlent