Lagafrumvarp til að greiða fyrir ljósleiðaravæðingu á borðinu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undirbýr nú innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins er varðar styrkingu innviða fjarskipta-, raforku-, og veitukerfa.

Tækni
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið und­ir­býr nú inn­leið­ingu á til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins nr. 2014/61/EB og áformar í því skyni að leggja frum­varp fyrir Alþingi er varðar samnýt­ingu fram­kvæmda á sviði fjar­skipta-, raf­orku- og veitu­kerfa. Meg­in­mark­mið til­skip­un­ar­innar snúa að því að draga úr kostn­aði við upp­bygg­ingu háhraða fjar­skipta­neta.

Þetta kemur fram á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórna­ráðu­neyt­is­ins, en Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er ráð­herra sam­göngu- og sveita­stjórna­mála.

„Áform þessi eru nú kynnt með vísan til sam­þykktar rík­is­stjórn­ar­innar um und­ir­bún­ing og frá­gang stjórn­ar­frum­varpa og stjórn­ar­til­lagna og reglna um starfs­hætti rík­is­stjórnar. Evr­ópu­sam­bandið (ESB) hefur lagt áherslu á upp­bygg­ingu fjar­skipta og í því sam­bandi hefur það talið nauð­syn­legt að ýta undir sam­legð með öðrum inn­viða­fram­kvæmd­um, til að mynda raf­orku-, veitu- og vega­fram­kvæmd­um,“ segir í til­kynn­ingu frá sam­göngu- og sveita­stjórna­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

Til­skip­unin veitir fjar­skipta­fyr­ir­tækjum ann­ars vegar heim­ild til að nýta fyr­ir­liggj­andi inn­viði á öðrum sviðum og hins vegar til að taka þátt í jarð­vegs­fram­kvæmdum sem eru fyr­ir­hug­aðar í því skyni að greiða fyrir ljós­leið­ara­lagn­ing­u. 

Sterk­ari inn­viðir á sviði ljós­leið­ara­teng­inga er for­gangs­mál hjá rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Sam­kvæmt stjórn­ar­sátt­mál­anum er lagt upp með að ljúka ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins fyrir 2020. „Ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins verður lokið árið 2020 sem eykur lífs­gæði og fjölgar tæki­færum lands­manna til að skapa atvinnu. Rík­is­stjórnin vill að Ísland verði áfram í fremstu röð þegar kemur að fjar­skipta- og upp­lýs­inga­tækni og leggur áherslu á aukið sam­starf fjar­skipta­að­ila um upp­bygg­ingu grunn­inn­viða,“ segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Til að slíkt sé mögu­legt, þ.e. sam­legð og samnýt­ing, þarf að auka kort­lagn­ingu og byggja upp gagna­grunna um fjar­skipta-, raf­orku- og veitu­kerfi ásamt tengdum kerf­um. Einnig þarf að kveða á um skyldu rekstr­ar­að­ila til að veita upp­lýs­ingar um þessa inn­viði og fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmd­ir. Slíkar upp­lýs­ingar þurfa vera vistaðar í mið­lægum gagna­grunni sem er aðgengi­legur fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um.

Til­skip­unin kveður m.a. á um eft­ir­far­andi verk­efni, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni:

- Að koma á fót mið­lægum gagna­grunni um fjar­skipta­inn­viði. Upp­lýs­ingar í gagna­grunn­inum verði aðgengi­legar og not­hæfar fyrir rekstr­ar­að­ila. Aðgerðir til að tryggja rétt netrek­enda til þátt­töku í jarð­vegs­fram­kvæmdum við upp­bygg­ingu inn­viða á öðrum svið­um, t.d. raf­orku- og veitu­kerfa og e.t.v. vega­fram­kvæmd­um.

- Aðgang netrek­enda að fyr­ir­liggj­andi inn­an­hússlögnum til að bjóða fram háhraða gagna­flutn­ings­þjón­ustu.

- Aðgerðir til að upp­lýsa um margs­konar leyf­is­veit­inga­ferli, t.d. á sviði umhverf­is- og skipu­lags­mála og á sama tíma ein­falda þau eftir því sem best er á kos­ið.

- Að útnefnt verði eft­ir­lits­stjórn­vald með fram­kvæmd til­skip­un­ar­inn­ar, m.a. um gagna­grunns­gerð og miðlun upp­lýs­inga, auk þess er gerð krafa um að til staðar verði óháður úrskurð­ar­að­ili sem geti skorið úr um ágrein­ings­mál sem kunna að vakna um fram­kvæmd til­skip­un­ar­inn­ar.

Frestur til þess að koma að umsögnum og ábend­ingum er veittur til og með 22. des­em­ber næst­kom­and­i og skulu þær sendar á net­fangið post­ur@srn.is, að því er segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
11. desember 2017
Fimmtán milljarða innviðainnspýting
Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
11. desember 2017
Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins
Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.
10. desember 2017
Fjölmenni og samstaða á #Metoo viðburðum
Fjölmenni er nú á #Metoo viðburði í Borgarleikhúsinu. Viðburðir eru haldir um allt land þar sem minnst er á mikilvægi byltingarinnar.
10. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Lars Lökke Rasmussen
Á bláþræði
Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.
10. desember 2017
Þriðji dagur Katrínar í stjórnarráðinu
Katrín Jakobsdóttir fékk lyklana að stjórnarráðinu á föstudegi, á þriðjudeginum fékk Auður Jónsdóttir rithöfundur að elta hana í nýju starfi og spyrja spurninga; annan dag fyrstu vikunnar í stjórnarráðinu.
9. desember 2017
Meira úr sama flokkiInnlent