Lagafrumvarp til að greiða fyrir ljósleiðaravæðingu á borðinu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undirbýr nú innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins er varðar styrkingu innviða fjarskipta-, raforku-, og veitukerfa.

Tækni
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið und­ir­býr nú inn­leið­ingu á til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins nr. 2014/61/EB og áformar í því skyni að leggja frum­varp fyrir Alþingi er varðar samnýt­ingu fram­kvæmda á sviði fjar­skipta-, raf­orku- og veitu­kerfa. Meg­in­mark­mið til­skip­un­ar­innar snúa að því að draga úr kostn­aði við upp­bygg­ingu háhraða fjar­skipta­neta.

Þetta kemur fram á vef sam­göngu- og sveit­ar­stjórna­ráðu­neyt­is­ins, en Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er ráð­herra sam­göngu- og sveita­stjórna­mála.

„Áform þessi eru nú kynnt með vísan til sam­þykktar rík­is­stjórn­ar­innar um und­ir­bún­ing og frá­gang stjórn­ar­frum­varpa og stjórn­ar­til­lagna og reglna um starfs­hætti rík­is­stjórnar. Evr­ópu­sam­bandið (ESB) hefur lagt áherslu á upp­bygg­ingu fjar­skipta og í því sam­bandi hefur það talið nauð­syn­legt að ýta undir sam­legð með öðrum inn­viða­fram­kvæmd­um, til að mynda raf­orku-, veitu- og vega­fram­kvæmd­um,“ segir í til­kynn­ingu frá sam­göngu- og sveita­stjórna­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

Til­skip­unin veitir fjar­skipta­fyr­ir­tækjum ann­ars vegar heim­ild til að nýta fyr­ir­liggj­andi inn­viði á öðrum sviðum og hins vegar til að taka þátt í jarð­vegs­fram­kvæmdum sem eru fyr­ir­hug­aðar í því skyni að greiða fyrir ljós­leið­ara­lagn­ing­u. 

Sterk­ari inn­viðir á sviði ljós­leið­ara­teng­inga er for­gangs­mál hjá rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Sam­kvæmt stjórn­ar­sátt­mál­anum er lagt upp með að ljúka ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins fyrir 2020. „Ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins verður lokið árið 2020 sem eykur lífs­gæði og fjölgar tæki­færum lands­manna til að skapa atvinnu. Rík­is­stjórnin vill að Ísland verði áfram í fremstu röð þegar kemur að fjar­skipta- og upp­lýs­inga­tækni og leggur áherslu á aukið sam­starf fjar­skipta­að­ila um upp­bygg­ingu grunn­inn­viða,“ segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Til að slíkt sé mögu­legt, þ.e. sam­legð og samnýt­ing, þarf að auka kort­lagn­ingu og byggja upp gagna­grunna um fjar­skipta-, raf­orku- og veitu­kerfi ásamt tengdum kerf­um. Einnig þarf að kveða á um skyldu rekstr­ar­að­ila til að veita upp­lýs­ingar um þessa inn­viði og fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmd­ir. Slíkar upp­lýs­ingar þurfa vera vistaðar í mið­lægum gagna­grunni sem er aðgengi­legur fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um.

Til­skip­unin kveður m.a. á um eft­ir­far­andi verk­efni, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni:

- Að koma á fót mið­lægum gagna­grunni um fjar­skipta­inn­viði. Upp­lýs­ingar í gagna­grunn­inum verði aðgengi­legar og not­hæfar fyrir rekstr­ar­að­ila. Aðgerðir til að tryggja rétt netrek­enda til þátt­töku í jarð­vegs­fram­kvæmdum við upp­bygg­ingu inn­viða á öðrum svið­um, t.d. raf­orku- og veitu­kerfa og e.t.v. vega­fram­kvæmd­um.

- Aðgang netrek­enda að fyr­ir­liggj­andi inn­an­hússlögnum til að bjóða fram háhraða gagna­flutn­ings­þjón­ustu.

- Aðgerðir til að upp­lýsa um margs­konar leyf­is­veit­inga­ferli, t.d. á sviði umhverf­is- og skipu­lags­mála og á sama tíma ein­falda þau eftir því sem best er á kos­ið.

- Að útnefnt verði eft­ir­lits­stjórn­vald með fram­kvæmd til­skip­un­ar­inn­ar, m.a. um gagna­grunns­gerð og miðlun upp­lýs­inga, auk þess er gerð krafa um að til staðar verði óháður úrskurð­ar­að­ili sem geti skorið úr um ágrein­ings­mál sem kunna að vakna um fram­kvæmd til­skip­un­ar­inn­ar.

Frestur til þess að koma að umsögnum og ábend­ingum er veittur til og með 22. des­em­ber næst­kom­and­i og skulu þær sendar á net­fangið post­ur@srn.is, að því er segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Alþingi
Leggja til að launatekjur undir 300 þúsund verði skattfrjálsar
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu um 54 milljarða tilfærslu á skattbyrði, af láglaunafólki og yfir á annars vegar hærri launaða og eignafólk og hins vegar ríkið.
Kjarninn 25. september 2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent