Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, segir að breytt stefna í utanríkismálum Bandaríkjanna muni hafa varanleg áhrif á alþjóðastjórnmál. Staðan muni ekki breyast eftir næstu kosningar í Bandaríkjunum, hvort sem það verður Donald J. Trump sem verður endurkjörinn eða ekki.
Staðan sé sú, að þjóðir heimsins geti ekki lengur litið til Bandaríkjanna sem leiðtoga í því að halda alþjóðasamstarfi um varnir og önnur mikilvæg mál á oddinum.
Eftir að Trump varð forseti Bandaríkjanna hefur hann öðru fremur horft til þess að Bandaríkin hugsi fyrst og síðast um sína eigin hagsmuni, en geri kröfu um að aðrir þjóðir borgi fyrir það þegar horft er til Bandaríkjanna til að gæta öryggis í heiminum.
Þá hefur Trump einnig beitt sér fyrir því að Bandaríkin hugsi öðru fremur um eigin hagsmuni þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptum, og hefur meðal annars slitið Bandaríkin út úr alþjóðapólitísku samstarfi um viðskiptasamninga og umhverfismál. Þannig er Bandaríkin eina landið í heiminum sem hefur slitið sig frá Parísarsamkomulaginu.
Gabriel segir að Þýskaland þurfi að horfa til Bandaríkjanna sem bandamanns þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptum. En eins og mál hafi verið að þróast, þá sé sýnin á málin gjörólík því sem nú sé ofan hjá Bandaríkjunum.
I have determined that it is time to officially recognize Jerusalem as the capital of Israel. I am also directing the State Department to begin preparation to move the American Embassy from Tel Aviv to Jerusalem... pic.twitter.com/YwgWmT0O8m
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 6, 2017
Samkvæmt umfjöllun Reuters nefndi hann sem dæmi aðgerðir sem grafa undan kjarnorkuáætlun Íran, sértækar viðskiptahindranir gagnvart Rússum sem í reynd ógni orkuöryggi Þýskalands, ógnandi yfirlýsingar vegna spennu á Kóreuskaga, ummæli sem draga úr samstöðu NATO ríkja og þá talaði hann alfarið gegn yfirlýsingum um að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels.
Slíkt geti grafið undan friðarferli, á viðkvæmum tímum, og leitt til meiri erfiðleika. Eins og kunnugt er hefur Trump þegar stigið það skref, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, og verður sendiráð landsins flutt þangað í nánustu framtíð. Þessi ákvörðun hefur mætt mikilli andstöðu víða um heim, og fer neyðarfundur fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna hennar á morgun.