„Hver króna sem við setjum í þessi mál, hún mun skila sér margfalt til baka. Ég held að það sé alveg samstaða um það í ríkisstjórninni.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skattaeftirlit í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson í síðasta þætti Kjarnans á Hringbraut. Þáttinn er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Katrín sagði að það sé átaksþörf í skattaeftirliti þótt að margt hafi verið gert á undanförnum árum til að efla það. Því til stuðnings nefndi hún að embætti ríkisskattstjóra væri sjálfbært. Þ.e. peningar sem það sækir frá þeim sem svíkja undan skatti dugi til að reka embættið.
Forsætisráðherra sagði skattaundanskotin væru tvíþætt. Annars vegar séu hin alþjóðlegu skattsvik, þar sem fjármuni séu til að mynda faldir í aflandsfélögum, og hins vegar sú svarta atvinnustarfsemi sem þrífist hér á Íslandi.
Sú aukning myndi þó ekki koma fram í fjárlögum næsta árs heldur á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem lögð verður fram í vor.