Gerðardómur ákveður verð í viðskiptum Landsvirkjunar og Elkem

Um 8 prósent af seldri raforku Landsvirkjunar er vegna viðskipta við Elkem.

landsvirkjun
Auglýsing

Lands­virkjun og Elkem Ísland, sem rekur kís­il­ver á Grund­ar­tanga, hafa verið í samn­inga­við­ræðum vegna fram­leng­ingar raf­magns­samn­ings á milli fyr­ir­tækj­anna, og er nú nið­ur­staðan sú að samn­ingur verður fram­lengdur um tíu ár en gerð­ar­dómur mun ákveða verðið á fram­leng­ing­ar­tím­an­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un. 

Núgild­andi raf­magns­samn­ingur milli fyr­ir­tækj­anna er frá árinu 1975 en verk­smiðjan hóf rekstur árið 1979 og gildir samn­ing­ur­inn til árs­ins 2019.

Auglýsing

Í núgild­andi samn­ingi er ákvæði sem heim­ilar Elkem að fram­lengja samn­ing­inn um 10 ár og vísa ákvörðun um raf­magns­verð til gerð­ar­dóms.

Elkem hefur nýtt sér þessa heim­ild og hefur raf­magns­samn­ingur milli fyr­ir­tækj­anna því verið fram­lengdur til árs­ins 2029. Fyr­ir­tækin hafa komið sér saman um skipan gerð­ar­dóms­ins sem mun ákveða raf­magns­verðið á fram­leng­ing­ar­tím­an­um, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

Elkem er fjórði stærsti við­skipta­vinur Lands­virkj­unar og er samn­ing­ur­inn um 127 MW af afli og 1.035 GWst. Þetta sam­svarar um átta pró­sentum af heild­ar­við­skiptum Lands­virkj­un­ar, miðað við stöðu mála sam­kvæmt árs­reikn­ingi félags­ins í fyrra.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent