Nordic Style Magazine semur við Barnes & Noble

Norræn hönnun er í hávegum höfð hjá fyrirtækinu Nordic Style Magazine. Fyrirtækið gefur út samnefnt tímarit og hefur útgáfan vaxið jafnt og þétt frá stofnun árið 2012.

nordic141217
Auglýsing

Íslenski fjöl­mið­ill­inn Nor­dic Style Mag­azine, sem heldur úti tíma­rita­út­gáfu og vef­um­fjöllun um nor­ræna hönnun og tísku, hefur ná samn­ingi við banda­ríska fyr­ir­tækið Barnes & Noble, sem rekur 778 bóka- og tíma­rita­versl­anir um öll ríki Banda­ríkj­anna.

Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

Soffía Theódóra Tryggvadóttir.Það var stofnað árið 2012 en eig­endur þess eru Soffía Theó­dóra Trygga­dóttir og Signý Krist­ins­dótt­ir. Í til­kynn­ing­unni segir Soffía að þetta sé mik­ill heiður fyrir útgáf­una. „Barnes & Noble höfðu sam­band við okkur að fyrra bragði og lýstu yfir áhuga á því að fá Nor­dic Style Mag­azine á prenti í allar sínar versl­an­ir, eftir að hafa fylgst grannt með heima­síð­unni okkar og skoðað veftíma­ritin sem við gáfum út,” sagði Soffía Theó­dóra, en hún stofn­aði útgáf­una. „Blaðið kemur út í febr­úar á nýju ári og við erum ótrú­lega ánægð og þakk­lát með að mörg af flott­ustu fyr­ir­tækj­unum á Íslandi koma til með að aug­lýsa í fyrsta íslenska blað­inu sem fer á markað í Banda­ríkj­un­um.”

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að þær Soffía Theó­dóra og Signý hafi deilt þeirri ástríðu að koma nor­rænni og þá sér­stak­lega íslenskri hönnun á fram­færi á heims­vís­u.  „Síðan þá hefur mið­ill­inn stækkað og dafnað og fjallar núna dag­lega um tísku, hönn­un, listir og menn­ingu frá öllum Norð­ur­lönd­un­um.  Í dag skrifa um 15 manns fyrir Nor­dic Style Mag­azine frá 9 mis­mun­andi lönd­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

„Ég er gríð­ar­lega stolt af þessum upp­gangi sem gerir það að verkum að íslensk hönnun og listir Signý Kristinsdóttir.fá aukna athygli. Mig hrein­lega óraði ekki fyrir því að skömmu eftir að við stört­uðum þessu að við myndum við vera með svo miklar heim­sóknir á vef­síð­una og áhuga á efn­inu okkar sem krist­all­ast kannski í því að Barnes & Noble hefur gengið hart á eftir okkur að gefa út blaðið okkar út á prent­i.  Það hjálpar að sjálf­sögðu til að það hefur verið mikið hype í kringum Ísland und­an­farin ár.  Barnes & Noble vildu í raun og veru meira magn en við vorum til í að byrja með, en það er auð­veld­lega hægt að bæta við ef vel geng­ur,” segir Soffía Theó­dóra.

Barnes & Noble Inc var stofnað árið 1886, og er skráð á mark­að. Mark­aðsvirði þess við lokun mark­aða í gær var 495 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 52 millj­örðum króna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent