Merki um hraða lækkun fasteignaverðs í Svíþjóð sjást nú víða, en verðið féll um 2,9 prósent í nóvember og 3 prósent í október, að því er fram kom í umfjöllun Bloomberg á dögunum.
Sé sérstaklega litið til stöðu mál í Stokkhólmi, þar sem hefur verið mikill efnahagslegur uppgangur á síðustu árum, þá hefur verð lækkað nokkuð mikið að undanförnu, en í nóvember nbam lækkunin sex prósentum miðað við árið á undan. Þetta í fyrsta skipti í sex ár sem svo mikil lækkun sést á fasteignamarkaðnum í Svíþjóð.
Stjórnvöld í Svíþjóð, bæði ráðherrar og sérfræðingar sænska seðlabankans, hafa talað um að þetta ætti ekki að koma á óvart eftir miklar hækkanir á undanförnum árum.
Andreas Wallstrom, sérfræðingur hjá Nordea bankanum, segir í samtali við Bloomberg að þegar rýnt sé í tölur undanfarinna vikna, þá bendi margt til þess að verðið sé nú að ná stöðugleika. Fátt bendi til þess að mikil verðfall verði á fasteignamarkaðnum, héðan í frá.
Alarm sounds over Sweden's soaring home prices, debt pic.twitter.com/vq7NkBveJf
— SGPropertyHome (@PropertyHomeSG) June 22, 2015
Í lok árs í fyrra bjuggu 9,9 milljónir manna í Svíþjóð, en landið er fjölmennast Norðurlanda.