Icelandair ætlar að reyna að koma fullri áætlun sinni í ganga í dag, en þó geta seinkanir orðið á flugum.
Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, í samtali mbl.is, en nú þegar hefur skilaboðum verið komið til farþega sem eiga flug pantað með félaginu í dag.
Í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar kemur fram að samningur Icelandair og Flugvirkjafélagsins Íslands sem skrifað var undir í nótt gildir til 31. desember 2019, en hann fer næst í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FVFÍ og er verkfalli sem staðið hefur yfir í tvo sólarhringa frestað á meðan á atkvæðagreiðslunni stendur.
Verkfallið hefur haft mikil áhrif á flugumferð og raskað flugi um tíu þúsund farþega á þessum tveimur dögum.