Samningarnefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu nú klukkan fjögur í nótt kjarasamning í tengslum við deilu Flugvirkjafélagsins og Icelandair. Með þessu er verkfalli flugvirkja sem staðið hefur yfir frá sunnudagsmorgni frestað um fjórar vikur.
Þetta kemur fram á vefsíðu embættis ríkissáttasemjara.
Nú tekur við vinna við að kynna samninginn fyrir þeim sem samningurinn nær til.
Auglýsing