Lárus Welding: Kaup Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni voru valdapólitík

Fyrrverandi forstjóri er á meðal helstu heimildarmanna í nýrri bók um tímann í viðskiptalífinu og stjórnmálum frá aldarmótum og fram að hruni. Þar greinir hann m.a. frá samskiptum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins.

Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, segir að Jón Ásgeir Jóhann­es­son og við­skipta­fé­lagar hans sem eign­uð­ust ráð­andi hlut í bank­anum fyrir hrun, hafi ekki haft neinn áhuga á banka­rekstri. Þeir hafi náð stjórn á Glitni „Af því að þeir gátu það“. Kaupin hafi snú­ist um valdapóli­tík á Íslandi öðrum þræði. Þetta er haft eftir Lárusi í bók Björns Jóns Braga­son­ar, „Í liði for­sæt­is­ráð­herra eða ekki?“, sem nýverið kom út.

Lárus var for­stjóri Glitnis frá 1. maí 2007 og þangað til að bank­inn féll ásamt hinum stóru íslensku bönk­unum í byrjun októ­ber 2008. Hann var ráð­inn í starfið eftir að Jón Ásgeir og helstu við­skipta­fé­lagar hans náðu yfir­ráðum yfir Glitni á vor­mán­uðum 2007. Áður hafi Lárus verið stjórn­andi hjá Lands­bank­anum í London, og m.a. séð um lána­við­skipti til útrás­ar­verk­efna Jóns Ásgeirs og tengdra aðila þar í landi. Lárus var 31 árs þegar hann tók við starf­inu.

Auglýsing
Lárus hefur verið ákærður í nokkrum hrun­málum á und­an­förnum árum en hefur lítið sem ekk­ert tjáð sig opin­ber­lega um það sem gerð­ist í aðdrag­anda banka­hruns­ins síðan að hann mætti í við­tal í Silfri Egils 21. sept­em­ber 2008.Lárus er hins vegar einn helsti heim­ild­ar­maður Björns Jóns í bók­inni „Í liði for­sæt­is­ráð­herra eða ekki?“ og kemur þar fram sem nafn­greind heim­ild. Á mörgum stöðum í frá­sögn­inni er vitnað í við­tal höf­undar við Lár­us.

„Hann fokkar okkur upp“

Lárus lýsir til að mynda nokkuð ítar­lega sinni hlið af því sem gerð­ist í aðdrag­anda þess að ríkið reyndi að þjóð­nýta Glitni, sem mark­aði upp­haf hins form­lega banka­hruns. Á einum stað er haft eftir Lárusi að þegar Glitnir hafi leitað til Seðla­banka Íslands eftir fyr­ir­greiðslu, vegna láns sem var á gjald­daga um miðjan októ­ber en Glitnir átti ekki fyr­ir, hafi Þor­steinn Már Bald­vins­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður bank­ans, haft trölla­trú á að þær umleit­anir myndu lán­ast vel.Í liði forsætisráðherra eða ekki?, eftir Björn Jón Bragason. 

Jón Ásgeir, einn helsti eig­andi Glitn­is, var hins vegar á öðru máli og hafði enga trú á að Davíð Odds­son, þáver­andi for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans, myndi vinna með Glitn­is­mönnum. „Ekki séns, hann fokkar okkur upp,“ segir Lárus að Jón Ásgeir hafi sagt um Dav­íð. Þá hafði lengi andað köldu á milli Jóns Ásgeirs og Dav­íðs vegna Baugs­mála og harðrar opin­berar gagn­rýni hvors á hinn.

Tók „hár­blásarann“ á Davíð

Lárus greinir einnig frá því að kvöldið 28. sept­em­ber 2008, sem var sunnu­dags­kvöld, hafi Davíð hringt í Þor­stein Má og boðað stjórn Glitnis ásamt helstu hlut­höfum á fund í Seðla­bank­an­um. Því hafi verið hafnað en að lokum hafi náðst saman um að Þor­steinn kæmi til fund­ar­ins ásamt Lárusi og tveimur lög­mönn­um. Sá fundur hófst klukkan hálf ell­efu að kvöldi og fór fram í fund­ar­her­bergi Seðla­bank­ans sem kallað er „Batt­er­í­ið“. Við­staddir voru m.a. Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íð. Geir bauð gest­ina vel­komna en gaf svo Davíð orð­ið. Hann til­kynnti að Glitnir myndi fá 600 milljón evra fyr­ir­greiðslu gegn því að rík­is­sjóður tæki til sín 75 pró­sent eign­ar­hlut í bank­an­um. Í bók­inni segir að til­kynn­ingin hafi komið Glitn­is­mönnum í opna skjöldu. „Eftir að ákvörð­unin hafði verið til­kynnt var gert stutt hlé svo Glitn­is­menn gætu ráðið ráðum sín­um. Að fund­ar­hléinu loknu brást Þor­steinn Már ókvæða við til­lög­unni og „tók hár­blásarann“ á Dav­íð, eins og Lárus Weld­ing orðar það.“

Í bók­inni er einnig sagt frá þeim tíma þegar Jón Ásgeir var að bæta við hlut sinn í Glitni. Þá seg­ist Lárus Weld­ing hafa sagt við hann: „Jón, ekki kaupa hlut í banka nema þú hafir áhuga á banka­rekstri.“ Í bók­inni segir að sá áhugi hafi ekki verið til staðar og haft er eftir Lárusi að kaup í bank­anum hafi snú­ist um valdapóli­tík á Íslandi öðrum þræði. Jón Ásgeir og félagar hans hafi náð stjórn á Glitni „af því að þeir gátu það“. Kaupin í bank­anum hafi hins vegar ekki verið mjög djúpt hugs­uð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent