Lárus Welding: Kaup Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni voru valdapólitík

Fyrrverandi forstjóri er á meðal helstu heimildarmanna í nýrri bók um tímann í viðskiptalífinu og stjórnmálum frá aldarmótum og fram að hruni. Þar greinir hann m.a. frá samskiptum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins.

Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, segir að Jón Ásgeir Jóhann­es­son og við­skipta­fé­lagar hans sem eign­uð­ust ráð­andi hlut í bank­anum fyrir hrun, hafi ekki haft neinn áhuga á banka­rekstri. Þeir hafi náð stjórn á Glitni „Af því að þeir gátu það“. Kaupin hafi snú­ist um valdapóli­tík á Íslandi öðrum þræði. Þetta er haft eftir Lárusi í bók Björns Jóns Braga­son­ar, „Í liði for­sæt­is­ráð­herra eða ekki?“, sem nýverið kom út.

Lárus var for­stjóri Glitnis frá 1. maí 2007 og þangað til að bank­inn féll ásamt hinum stóru íslensku bönk­unum í byrjun októ­ber 2008. Hann var ráð­inn í starfið eftir að Jón Ásgeir og helstu við­skipta­fé­lagar hans náðu yfir­ráðum yfir Glitni á vor­mán­uðum 2007. Áður hafi Lárus verið stjórn­andi hjá Lands­bank­anum í London, og m.a. séð um lána­við­skipti til útrás­ar­verk­efna Jóns Ásgeirs og tengdra aðila þar í landi. Lárus var 31 árs þegar hann tók við starf­inu.

Auglýsing
Lárus hefur verið ákærður í nokkrum hrun­málum á und­an­förnum árum en hefur lítið sem ekk­ert tjáð sig opin­ber­lega um það sem gerð­ist í aðdrag­anda banka­hruns­ins síðan að hann mætti í við­tal í Silfri Egils 21. sept­em­ber 2008.Lárus er hins vegar einn helsti heim­ild­ar­maður Björns Jóns í bók­inni „Í liði for­sæt­is­ráð­herra eða ekki?“ og kemur þar fram sem nafn­greind heim­ild. Á mörgum stöðum í frá­sögn­inni er vitnað í við­tal höf­undar við Lár­us.

„Hann fokkar okkur upp“

Lárus lýsir til að mynda nokkuð ítar­lega sinni hlið af því sem gerð­ist í aðdrag­anda þess að ríkið reyndi að þjóð­nýta Glitni, sem mark­aði upp­haf hins form­lega banka­hruns. Á einum stað er haft eftir Lárusi að þegar Glitnir hafi leitað til Seðla­banka Íslands eftir fyr­ir­greiðslu, vegna láns sem var á gjald­daga um miðjan októ­ber en Glitnir átti ekki fyr­ir, hafi Þor­steinn Már Bald­vins­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður bank­ans, haft trölla­trú á að þær umleit­anir myndu lán­ast vel.Í liði forsætisráðherra eða ekki?, eftir Björn Jón Bragason. 

Jón Ásgeir, einn helsti eig­andi Glitn­is, var hins vegar á öðru máli og hafði enga trú á að Davíð Odds­son, þáver­andi for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans, myndi vinna með Glitn­is­mönnum. „Ekki séns, hann fokkar okkur upp,“ segir Lárus að Jón Ásgeir hafi sagt um Dav­íð. Þá hafði lengi andað köldu á milli Jóns Ásgeirs og Dav­íðs vegna Baugs­mála og harðrar opin­berar gagn­rýni hvors á hinn.

Tók „hár­blásarann“ á Davíð

Lárus greinir einnig frá því að kvöldið 28. sept­em­ber 2008, sem var sunnu­dags­kvöld, hafi Davíð hringt í Þor­stein Má og boðað stjórn Glitnis ásamt helstu hlut­höfum á fund í Seðla­bank­an­um. Því hafi verið hafnað en að lokum hafi náðst saman um að Þor­steinn kæmi til fund­ar­ins ásamt Lárusi og tveimur lög­mönn­um. Sá fundur hófst klukkan hálf ell­efu að kvöldi og fór fram í fund­ar­her­bergi Seðla­bank­ans sem kallað er „Batt­er­í­ið“. Við­staddir voru m.a. Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íð. Geir bauð gest­ina vel­komna en gaf svo Davíð orð­ið. Hann til­kynnti að Glitnir myndi fá 600 milljón evra fyr­ir­greiðslu gegn því að rík­is­sjóður tæki til sín 75 pró­sent eign­ar­hlut í bank­an­um. Í bók­inni segir að til­kynn­ingin hafi komið Glitn­is­mönnum í opna skjöldu. „Eftir að ákvörð­unin hafði verið til­kynnt var gert stutt hlé svo Glitn­is­menn gætu ráðið ráðum sín­um. Að fund­ar­hléinu loknu brást Þor­steinn Már ókvæða við til­lög­unni og „tók hár­blásarann“ á Dav­íð, eins og Lárus Weld­ing orðar það.“

Í bók­inni er einnig sagt frá þeim tíma þegar Jón Ásgeir var að bæta við hlut sinn í Glitni. Þá seg­ist Lárus Weld­ing hafa sagt við hann: „Jón, ekki kaupa hlut í banka nema þú hafir áhuga á banka­rekstri.“ Í bók­inni segir að sá áhugi hafi ekki verið til staðar og haft er eftir Lárusi að kaup í bank­anum hafi snú­ist um valdapóli­tík á Íslandi öðrum þræði. Jón Ásgeir og félagar hans hafi náð stjórn á Glitni „af því að þeir gátu það“. Kaupin í bank­anum hafi hins vegar ekki verið mjög djúpt hugs­uð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent