Lárus Welding: Kaup Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni voru valdapólitík

Fyrrverandi forstjóri er á meðal helstu heimildarmanna í nýrri bók um tímann í viðskiptalífinu og stjórnmálum frá aldarmótum og fram að hruni. Þar greinir hann m.a. frá samskiptum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins.

Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, segir að Jón Ásgeir Jóhann­es­son og við­skipta­fé­lagar hans sem eign­uð­ust ráð­andi hlut í bank­anum fyrir hrun, hafi ekki haft neinn áhuga á banka­rekstri. Þeir hafi náð stjórn á Glitni „Af því að þeir gátu það“. Kaupin hafi snú­ist um valdapóli­tík á Íslandi öðrum þræði. Þetta er haft eftir Lárusi í bók Björns Jóns Braga­son­ar, „Í liði for­sæt­is­ráð­herra eða ekki?“, sem nýverið kom út.

Lárus var for­stjóri Glitnis frá 1. maí 2007 og þangað til að bank­inn féll ásamt hinum stóru íslensku bönk­unum í byrjun októ­ber 2008. Hann var ráð­inn í starfið eftir að Jón Ásgeir og helstu við­skipta­fé­lagar hans náðu yfir­ráðum yfir Glitni á vor­mán­uðum 2007. Áður hafi Lárus verið stjórn­andi hjá Lands­bank­anum í London, og m.a. séð um lána­við­skipti til útrás­ar­verk­efna Jóns Ásgeirs og tengdra aðila þar í landi. Lárus var 31 árs þegar hann tók við starf­inu.

Auglýsing
Lárus hefur verið ákærður í nokkrum hrun­málum á und­an­förnum árum en hefur lítið sem ekk­ert tjáð sig opin­ber­lega um það sem gerð­ist í aðdrag­anda banka­hruns­ins síðan að hann mætti í við­tal í Silfri Egils 21. sept­em­ber 2008.Lárus er hins vegar einn helsti heim­ild­ar­maður Björns Jóns í bók­inni „Í liði for­sæt­is­ráð­herra eða ekki?“ og kemur þar fram sem nafn­greind heim­ild. Á mörgum stöðum í frá­sögn­inni er vitnað í við­tal höf­undar við Lár­us.

„Hann fokkar okkur upp“

Lárus lýsir til að mynda nokkuð ítar­lega sinni hlið af því sem gerð­ist í aðdrag­anda þess að ríkið reyndi að þjóð­nýta Glitni, sem mark­aði upp­haf hins form­lega banka­hruns. Á einum stað er haft eftir Lárusi að þegar Glitnir hafi leitað til Seðla­banka Íslands eftir fyr­ir­greiðslu, vegna láns sem var á gjald­daga um miðjan októ­ber en Glitnir átti ekki fyr­ir, hafi Þor­steinn Már Bald­vins­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður bank­ans, haft trölla­trú á að þær umleit­anir myndu lán­ast vel.Í liði forsætisráðherra eða ekki?, eftir Björn Jón Bragason. 

Jón Ásgeir, einn helsti eig­andi Glitn­is, var hins vegar á öðru máli og hafði enga trú á að Davíð Odds­son, þáver­andi for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans, myndi vinna með Glitn­is­mönnum. „Ekki séns, hann fokkar okkur upp,“ segir Lárus að Jón Ásgeir hafi sagt um Dav­íð. Þá hafði lengi andað köldu á milli Jóns Ásgeirs og Dav­íðs vegna Baugs­mála og harðrar opin­berar gagn­rýni hvors á hinn.

Tók „hár­blásarann“ á Davíð

Lárus greinir einnig frá því að kvöldið 28. sept­em­ber 2008, sem var sunnu­dags­kvöld, hafi Davíð hringt í Þor­stein Má og boðað stjórn Glitnis ásamt helstu hlut­höfum á fund í Seðla­bank­an­um. Því hafi verið hafnað en að lokum hafi náðst saman um að Þor­steinn kæmi til fund­ar­ins ásamt Lárusi og tveimur lög­mönn­um. Sá fundur hófst klukkan hálf ell­efu að kvöldi og fór fram í fund­ar­her­bergi Seðla­bank­ans sem kallað er „Batt­er­í­ið“. Við­staddir voru m.a. Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íð. Geir bauð gest­ina vel­komna en gaf svo Davíð orð­ið. Hann til­kynnti að Glitnir myndi fá 600 milljón evra fyr­ir­greiðslu gegn því að rík­is­sjóður tæki til sín 75 pró­sent eign­ar­hlut í bank­an­um. Í bók­inni segir að til­kynn­ingin hafi komið Glitn­is­mönnum í opna skjöldu. „Eftir að ákvörð­unin hafði verið til­kynnt var gert stutt hlé svo Glitn­is­menn gætu ráðið ráðum sín­um. Að fund­ar­hléinu loknu brást Þor­steinn Már ókvæða við til­lög­unni og „tók hár­blásarann“ á Dav­íð, eins og Lárus Weld­ing orðar það.“

Í bók­inni er einnig sagt frá þeim tíma þegar Jón Ásgeir var að bæta við hlut sinn í Glitni. Þá seg­ist Lárus Weld­ing hafa sagt við hann: „Jón, ekki kaupa hlut í banka nema þú hafir áhuga á banka­rekstri.“ Í bók­inni segir að sá áhugi hafi ekki verið til staðar og haft er eftir Lárusi að kaup í bank­anum hafi snú­ist um valdapóli­tík á Íslandi öðrum þræði. Jón Ásgeir og félagar hans hafi náð stjórn á Glitni „af því að þeir gátu það“. Kaupin í bank­anum hafi hins vegar ekki verið mjög djúpt hugs­uð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent