Lárus Welding: Kaup Jóns Ásgeirs og félaga í Glitni voru valdapólitík

Fyrrverandi forstjóri er á meðal helstu heimildarmanna í nýrri bók um tímann í viðskiptalífinu og stjórnmálum frá aldarmótum og fram að hruni. Þar greinir hann m.a. frá samskiptum sem áttu sér stað í aðdraganda hrunsins.

Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Lárus Welding varð forstjóri Glitnis einungis 31 árs að aldri. Hann náði að gegna starfinu í rúmt ár.
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, segir að Jón Ásgeir Jóhann­es­son og við­skipta­fé­lagar hans sem eign­uð­ust ráð­andi hlut í bank­anum fyrir hrun, hafi ekki haft neinn áhuga á banka­rekstri. Þeir hafi náð stjórn á Glitni „Af því að þeir gátu það“. Kaupin hafi snú­ist um valdapóli­tík á Íslandi öðrum þræði. Þetta er haft eftir Lárusi í bók Björns Jóns Braga­son­ar, „Í liði for­sæt­is­ráð­herra eða ekki?“, sem nýverið kom út.

Lárus var for­stjóri Glitnis frá 1. maí 2007 og þangað til að bank­inn féll ásamt hinum stóru íslensku bönk­unum í byrjun októ­ber 2008. Hann var ráð­inn í starfið eftir að Jón Ásgeir og helstu við­skipta­fé­lagar hans náðu yfir­ráðum yfir Glitni á vor­mán­uðum 2007. Áður hafi Lárus verið stjórn­andi hjá Lands­bank­anum í London, og m.a. séð um lána­við­skipti til útrás­ar­verk­efna Jóns Ásgeirs og tengdra aðila þar í landi. Lárus var 31 árs þegar hann tók við starf­inu.

Auglýsing
Lárus hefur verið ákærður í nokkrum hrun­málum á und­an­förnum árum en hefur lítið sem ekk­ert tjáð sig opin­ber­lega um það sem gerð­ist í aðdrag­anda banka­hruns­ins síðan að hann mætti í við­tal í Silfri Egils 21. sept­em­ber 2008.Lárus er hins vegar einn helsti heim­ild­ar­maður Björns Jóns í bók­inni „Í liði for­sæt­is­ráð­herra eða ekki?“ og kemur þar fram sem nafn­greind heim­ild. Á mörgum stöðum í frá­sögn­inni er vitnað í við­tal höf­undar við Lár­us.

„Hann fokkar okkur upp“

Lárus lýsir til að mynda nokkuð ítar­lega sinni hlið af því sem gerð­ist í aðdrag­anda þess að ríkið reyndi að þjóð­nýta Glitni, sem mark­aði upp­haf hins form­lega banka­hruns. Á einum stað er haft eftir Lárusi að þegar Glitnir hafi leitað til Seðla­banka Íslands eftir fyr­ir­greiðslu, vegna láns sem var á gjald­daga um miðjan októ­ber en Glitnir átti ekki fyr­ir, hafi Þor­steinn Már Bald­vins­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður bank­ans, haft trölla­trú á að þær umleit­anir myndu lán­ast vel.Í liði forsætisráðherra eða ekki?, eftir Björn Jón Bragason. 

Jón Ásgeir, einn helsti eig­andi Glitn­is, var hins vegar á öðru máli og hafði enga trú á að Davíð Odds­son, þáver­andi for­maður banka­stjórnar Seðla­bank­ans, myndi vinna með Glitn­is­mönnum. „Ekki séns, hann fokkar okkur upp,“ segir Lárus að Jón Ásgeir hafi sagt um Dav­íð. Þá hafði lengi andað köldu á milli Jóns Ásgeirs og Dav­íðs vegna Baugs­mála og harðrar opin­berar gagn­rýni hvors á hinn.

Tók „hár­blásarann“ á Davíð

Lárus greinir einnig frá því að kvöldið 28. sept­em­ber 2008, sem var sunnu­dags­kvöld, hafi Davíð hringt í Þor­stein Má og boðað stjórn Glitnis ásamt helstu hlut­höfum á fund í Seðla­bank­an­um. Því hafi verið hafnað en að lokum hafi náðst saman um að Þor­steinn kæmi til fund­ar­ins ásamt Lárusi og tveimur lög­mönn­um. Sá fundur hófst klukkan hálf ell­efu að kvöldi og fór fram í fund­ar­her­bergi Seðla­bank­ans sem kallað er „Batt­er­í­ið“. Við­staddir voru m.a. Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íð. Geir bauð gest­ina vel­komna en gaf svo Davíð orð­ið. Hann til­kynnti að Glitnir myndi fá 600 milljón evra fyr­ir­greiðslu gegn því að rík­is­sjóður tæki til sín 75 pró­sent eign­ar­hlut í bank­an­um. Í bók­inni segir að til­kynn­ingin hafi komið Glitn­is­mönnum í opna skjöldu. „Eftir að ákvörð­unin hafði verið til­kynnt var gert stutt hlé svo Glitn­is­menn gætu ráðið ráðum sín­um. Að fund­ar­hléinu loknu brást Þor­steinn Már ókvæða við til­lög­unni og „tók hár­blásarann“ á Dav­íð, eins og Lárus Weld­ing orðar það.“

Í bók­inni er einnig sagt frá þeim tíma þegar Jón Ásgeir var að bæta við hlut sinn í Glitni. Þá seg­ist Lárus Weld­ing hafa sagt við hann: „Jón, ekki kaupa hlut í banka nema þú hafir áhuga á banka­rekstri.“ Í bók­inni segir að sá áhugi hafi ekki verið til staðar og haft er eftir Lárusi að kaup í bank­anum hafi snú­ist um valdapóli­tík á Íslandi öðrum þræði. Jón Ásgeir og félagar hans hafi náð stjórn á Glitni „af því að þeir gátu það“. Kaupin í bank­anum hafi hins vegar ekki verið mjög djúpt hugs­uð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent