Frakklandsþing hefur samþykkt lög sem banna olíu- og jarðgasframleiðslu, auk olíuleitar, á frönsku yfirráðasvæði frá og með 2040.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fagnaði þessu sérstaklega fyrir viku síðan, þegar löggjöfin var samþykkt.
Stjórnvöld í Frakklandi hafa einnig kynnt áform um að banna bíla sem ganga fyrir olíu frá og með 2040. Fram að þeim tíma verði markvisst unnið að því að minnka olíunotkun á öllum sviðum franska efnahagslífsins.
Very proud that France has become the first country in the world today to ban any new oil exploration licences with immediate effect and all oil extraction by 2040. #KeepItInTheGround #MakeOurPlanetGreatAgain
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) December 19, 2017
Frakkar eru þó ekki mikil olíuframleiðsluþjóð. Um 99 prósent af olíu sem notuð er í Frakklandi er innflutt, en um 1 prósent er framleitt á frönsku yfirráðasvæði. Að þessu leyti til er bannið fyrst og síðast táknrænt.
Macron lét hafa eftir sér þegar lögin voru samþykkt að Frakkland vildi verða leiðandi í því að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins og þannig vinna gegn hlýnun jarðar vegna mengunar af mannavöldum.