Á þriðja hundrað mál bíða nýrra héraðsdómara

Töf hefur orðið á skipun nýrra héraðsdómara. Gæti tafist enn frekar. Dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur segir bagalegt ef skipunin tefst mikið lengur.

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Auglýsing

Þeir sjö dóm­arar sem færðu sig frá Hér­aðs­dómi Reykja­víkur yfir í Lands­rétt nú um ára­mótin hafa á höndum sínum 220-230 mál. Dóm­stjóri við dóm­stól­inn segir það baga­legt ef skipun dóm­ar­anna dregst langt fram í jan­ú­ar, hvað þá leng­ur.

Hér­aðs­dóm­stóla lands­ins vantar nú átta dóm­ara eftir að hluti þeirra færð­ist yfir til Lands­réttar sem tók form­lega til starfa þann 1. jan­úar á þessu ári. Þá mun einn dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur láta af störfum þann 23. jan­úar næst­kom­andi vegna ald­urs.

Töf hefur orðið á ráðn­ingum nýrra dóm­ara. Til stóð að þeir átta dóm­arar sem aug­lýst hafði verið eftir yrðu skip­aðir þann 1. jan­ú­ar. Ljóst var í júní á síðsta ári að tölu­verðan fjölda nýrra hér­aðs­dóm­ara þyrfti að fá til starfa, þegar ákveðið var hverjir myndu færa sig yfir í hinn nýja Lands­rétt. Stöð­urnar voru aug­lýstar í sept­em­ber. Í byrjun októ­ber kom í ljós að Sig­ríður Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, er van­hæf til að fara með mál­ið, þar sem hluti umsækj­enda var meðal þeirra sem höfðu stefnt henni vegna þess að hún hafði ákveðið að ganga fram hjá þeim við skipun dóm­ara í Lands­rétt, þvert á nið­ur­stöðu hæf­is­nefndar um hæfi umsækj­enda um emb­ætt­in. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra var því settur ráð­herra dóms­mála í þessu ein­staka máli, að fara með skip­anir í emb­ætti hér­aðs­dóm­ara.

Auglýsing

Símon Sig­valda­son dóm­stjóri við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur sagði í sam­tali við Kjarn­ann fyrir helgi að í þeim málum sem þeir sjö dóm­arar sem hafa hætt skilja eftir sig, og nýir dóm­arar eiga að taka við, sé í sumum til­fellum búið að ákveða aðal­með­ferð í jan­ú­ar. Öðrum í febr­úar eða mars. Í rest­inni af málum þess­ara dóm­ara hefur slíku verið frestað eða ekki komið að því að halda aðal­með­ferð. Hann segir að ef skipun í þessi emb­ætti kemur þá í vik­unni eða stuttu eftir nýliðna helgi verði ekki of mikil röskun á störfum dóm­stóls­ins. Drag­ist hún eitt­hvað lengur muni þurfa að fresta málum sem sé alltaf slæmt. Þeir dóm­arar sem nú starfa við dóm­stólin eru með þétta dag­skrá og ekki sé hægt að færa málin yfir á þá. Símon mun sjálfur hlaupa undir bagga í stuttum fyr­ir­tökum mála nú næstu daga. Hann segir þó að hjá hér­aðs­dómi líkt og víða ann­ars staðar sé minna um að vera fyrstu daga árs­ins en aðra daga en von­ast eftir því að fá nýja dóm­ara til starfa sem allra fyrst.

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar gerði stuttu fyrir jól athuga­semdir á Alþingi við að hér­aðs­dóm­stólar á Íslandi muni „tæm­ast“ um ára­mót og kall­aði eftir svörum bæði dóms­mála­ráð­herra sjálfs og setts ráð­herra um hvort sú staða væri ásætt­an­leg. Guð­laugur Þór settur dóms­mála­ráð­herra svar­aði henni til að dóm­stólar lands­ins myndu ekki tæm­ast þrátt fyrir að ekki verði búið að skipa þessa átta dóm­ara og taldi ekki til­efni til að vera með miklar svart­sýn­is­spár.

Ljóst er að skipun dóm­ar­anna mun tefj­ast enn frekar þar sem utan­rík­is­ráð­herra sendi dóm­nefnd um hæfni dóm­ara bréf þann 29. des­em­ber þar sem tölu­verðar aðfinnslur voru gerðar um nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar. Nefndin skil­aði nið­ur­stöðu sinni til ráðu­neyt­is­ins þann 21. des­em­ber. Taldi ráð­herra rök­stuðn­ingi nefnd­ar­innar ábóta­vant og því ekki for­sendur til að taka afstöðu til efn­is­legs mats hennar og þannig leggja mat á hvort hann tekur undir það mat eða hvort til­efni sé til að gera til­lögu um skipun ann­arra umsækj­enda. Ráð­herra sendi nefnd­inni bréf þar sem þess var farið á leit að hún útskýrði betur með hvaða hætti matið var fram­kvæmt og hvers vegna þessir átta umsækj­endur voru metnir hæf­ari en aðrir umsækj­end­ur.

Nefndin skil­aði ráð­herra svari við bréf­inu þann 3. jan­ú­ar. Þar var það meðal ann­ars tekið fram að nefndin lúti ekki boð­valdi ráð­herra og nokkrum aðfinnslum svar­að. Ráð­herra hefur ekki brugð­ist við svar­bréfi nefnd­ar­inn­ar.

Fyrir liggur að sam­kvæmt nýföllnum dómi Hæsta­réttar í máli umsækj­enda um dóm­ara­stöður við Lands­rétt að ráð­herra ber, ákveði við­kom­andi að fylgja ekki nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar, að fram­kvæma sjálf­stæða rann­sókn á hæfni þeirra umsækj­enda sem ráð­herra vill skipa í emb­ætti en dóm­nefndin telur ekki meðal þeirra hæf­ustu. Slík rann­sókn myndi að öllum lík­indum taka ein­hverjar vik­ur, jafn­vel mán­uði og þannig tefja skipun dóm­ar­anna enn frek­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent