Íslenska fyrirtækið Oculis fær yfir tveggja milljarða fjármögnun

Þrír erlendir sjóðir á sviði heilbrigðisfjárfestinga hafa lagt félaginu til nýtt hlutafé og verður starfsemin framvegis í Sviss.

Auga
Auglýsing

Augn­lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tækið Oculis ehf. hefur samið við þrjá leið­andi alþjóð­lega vaxt­ar­sjóði á heil­brigð­is­sviði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bioVenture Partners, um 2,1 millj­arðs (CHF 20 millj­óna) hluta­fjár­aukn­ingu, sam­hliða því sem nýjar höf­uð­stöðvar fyrir félagið verða settar upp í Laus­anne í Sviss.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Oculis ehf. á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Land­spít­ala, en félagið var stofnað af Dr. Ein­ari Stef­áns­syni, pró­fessor í augn­lækn­ingum og Dr. Þor­steini Lofts­syni, pró­fessor í lyfja­fræði. Styrkir Tækni­þró­un­ar­sjóðs og Rann­sókn­ar­sjóðs hafa skipt lyk­il­máli í upp­bygg­ingu félags­ins, m.a. önd­veg­is­styrkur Tækni­þró­un­ar­sjóðs sem félag­inu var veittur í árs­byrjun 2017. Þá lauk Oculis ehf. við fjár­mögnun í júní 2016 sem leidd var af Brunni vaxt­ar­sjóði og Silf­ur­bergi ehf., en þessir fjár­festar tóku einnig þátt í núver­andi hluta­fjár­aukn­ingu.

Auglýsing

Starf­semi Oculis byggir á einka­leyfa­var­inni tækni, sem gerir mögu­legt að með­höndla sjúk­dóma í aft­ur­hluta aug­ans með augn­drop­um. Sjúk­dómar í aft­ur­hluta aug­ans eru í dag með­höndl­aðir með augná­stungum og tækni Oculis felur því í sér bylt­ingu fyrir þær tug­millj­ónir sjúk­linga sem þjást af slíkum sjúk­dóm­um.  Hluta­fjár­aukn­ing­unni er ætlað að fjár­magna áfram­hald­andi klínískar rann­sóknir á OC-118, því lyfi sem lengst er komið í þróun hjá félag­inu, auk ann­arra þró­un­ar­verk­efna.

Nýtt félag, Oculis SA, hefur verið stofnað um höf­uð­stöðvar félags­ins í Sviss og mun það eign­ast allt hlutafé í Oculis ehf. Rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starf­semi Oculis verður eftir sem áður á Íslandi og verður sú starf­semi efld, m.a. með nýrri rann­sókn­ar­að­stöðu og fjölgun starfs­manna.

Dr. Riad Sherif, ­sem áður gengdi stöðum yfir­manns hjá alþjóð­lega augn­lækn­inga­fyr­ir­tæk­inu Alcon og lyfj­aris­anum Novartis, mun taka við starfi for­stjóra Oculis SA. 

Páll Ragnar Jóhann­es­son mun taka við starfi fjár­mála­stjóra félags­ins ásamt því að gegna stöðu fram­kvæmda­stjóra Oculis á Ísland­i. 

Dr. Sabri Marka­bi, fyrrum yfir­maður rann­sókn­ar- og þró­unar hjá Alcon, mun taka við stöðu þró­un­ar­stjóra.  Þá munu stofn­endur Oculis, Dr. Einar Stef­áns­son og Dr. Þor­steinn Lofts­son, áfram leiða rann­sóknir og nýsköpun hjá Oculis SA.

Flor­ent Gros, full­trúi Novartis Venture Fund verður stjórn­ar­for­maður Oculis SA, en auk hans er stjórn félags­ins skipuð Árna Blön­dal, Stef­áni Jökli Sveins­syni, Lionel Carnot, Rob Hopfner, Dr. Þor­steini Lofts­syni og Dr. Riad Sherif.

Páll Ragnar segir í til­kynn­ingu að hluta­fjár­aukn­ingin sé mik­ill og stór áfangi fyrir félag­ið. „Með þessum sterku sjóðum sem koma að félag­inu, reynslu þeirra og teng­ing­um, ásamt því að fá Dr. Riad Sherif og Dr. Sabri Markabi til liðs við okk­ur, erum við að koma Oculis í fremstu röð augn­lyfja­þró­unar í heim­in­um.“  

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent