Sigríður: Dómur Hæstaréttar „áfall“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræddi um skipan dómara í Kastljósi í kvöld.

7DM_0415_raw_2103.JPG
Auglýsing

Sig­ríður And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, sagði í Kast­ljósi RÚV í kvöld að nið­ur­staða Hæsta­réttar í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða hefði verið „áfall“ fyrir hana per­sónu­lega.

Hún ítrek­aði svo það sem fram hefur komið áður, að vinna væri nú hafin við að end­ur­skoða ferlið við að velja dóm­ara í íslensku dóms­kerf­i. 

Hún sagði það liggja fyr­ir, að hún væri ósam­mála nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, og að það sýndi sig kannski best á því að þessi mál hefðu farið inn á borð Hæsta­réttar þar sem ágrein­ingur hefði verið um mál­ið.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er komst Hæsti­réttur að þeirri niðu­stöðu að Sig­ríður hefði sem dóms­mála­ráð­herra brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar skip­aðir voru fimmtán dóm­arar við Lands­rétt. Fjórar breyt­ingar voru gerðar á list­anum yfir þá hæf­ustu sem kom frá dóm­nefnd­inni.

Ást­ráður Har­alds­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, voru færðir niður á list­an­um, og einnig Eiríkur Jóns­son og Jón Hösk­ulds­son. Þeir tveir síð­ar­nefndu eru nú með í und­ir­bún­ingi skaða­bóta­mál á hendur ráð­herra og rík­inu vegna máls­ins.

Líka deilt um hér­aðs­dóm­ara

Dóm­­nefnd um hæfni umsækj­enda um emb­ætti átta hér­­aðs­­dóm­­ara hefur svarað bréfi setts dóms­­mála­ráð­herra, Guð­laugs Þórs Þórð­­ar­­son­­ar, þar sem nefndin áréttar að nefndin lúti ekki boð­­valdi ráð­herra, heldur sé sjálf­­stæð stjórn­­­sýslu­­nefnd.

Bréfið var birt á vefnum í gær, eftir að Kjarn­inn hafði fjallað um inni­hald þess.

Guð­laugur sendi nefnd­inni bréf í kjöl­far umsögn hennar um hvaða átta umsækj­endur hún telur hæf­asta til að gegna emb­ættum hér­­aðs­­dóm­­ara.

Taldi ráð­herra að við lestur umsagn­­ar­innar og and­­mæla sem bár­ust frá 23 umsækj­endum hefðu vaknað ýmsar spurn­ingar um hvernig mati og máls­­með­­­ferð nefnd­­ar­innar var hátt­að.

Í svari nefnd­­ar­innar er meðal ann­­ars spurn­ingum ráð­herra í tíu tölu­liðum svar­að. Ráð­herra gerði meðal ann­ars athuga­­semdir við að dóm­­nefndin hefði ekki not­­ast við stiga­töflu til þess að raða umsækj­end­um, líkt og gert var í umsögn um þá sem sóttu um stöður við Lands­rétt.

Þau gögn voru birt á vef Kjarn­ans, þegar málið var til með­ferðar hjá Alþingi, og sjá má þau hér að neð­an.

Umsækjendur um starf dómara við Landsréttar, og matið dómnefndar.

Nefndin segir tæki dóm­­nefnd­­ar, þar á meðal tölu­­leg sam­lagn­ing­­ar­tæki eins og „excel“, mis­­mun­andi og ráð­ist meðal ann­­ars af fjölda umsækj­enda og sam­­setn­ingu umsækj­enda­hóps­ins. Slíkar töflur hafi ekki verið not­aðar í störfum nefnd­­ar­innar fyrr en í Lands­rétt­­ar­um­­sögn­inn­i. 

Nefndin setti upp töflu til gróf­­­flokk­unar umsækj­enda sem hún telur vera vinn­u­skjal sem ekki verður afhent.

Í bréf­inu er sér­­stak­­lega vísað í nýfall­inn dóm Hæsta­réttar þar sem umsækj­anda um emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt voru veittar miska­bætur vegna þess að Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra var tal­inn hafa brotið reglur þegar hún vék frá áliti dóm­­nefnd­­ar­innar varð­andi veit­ingu dóm­­ara­emb­ætt­anna. 

Í dómnum segir að laga­­setn­ing um dóm­­nefnd­ina hafi haft það að mark­miði að styrkja sjálf­­stæði dóm­stóla og auka traust almenn­ings á því að dóm­­arar væru óháðir vald­höfum fram­­kvæmda­­valds. Efn­is­­lega sömu reglur hafi verið teknar upp í lög um dóm­stóla, þar sem rann­­sókn­­ar­­skyldu stjórn­­­sýslu­laga hafi verið að veru­­legu leyti létt af ráð­herra við skipun í emb­ætti hér­­aðs­­dóm­­ara og skyldan þess í stað lögð á herðar sjálf­­stæðrar og óháðrar dóm­­nefndar sem skipuð var með til­­liti til þess að tryggt yrði að sér­­þekk­ing væri þar fyrir hendi um mat á hæfni umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti.

Guð­laugur fer með málið þar sem Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra telst til þess van­hæf þar sem einn umsækj­enda um emb­ætti hér­­aðs­­dóm­­ara er sá sem hún var talin hafa brotið gegn í áður­­­nefndum dómi. Sá, Ást­ráður Har­alds­­son hæsta­rétt­­ar­lög­­mað­­ur, fékk dæmdar 700 þús­und krónur í miska­bætur vegna brots dóms­­mála­ráð­herra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent