Sigríður: Dómur Hæstaréttar „áfall“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræddi um skipan dómara í Kastljósi í kvöld.

7DM_0415_raw_2103.JPG
Auglýsing

Sig­ríður And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, sagði í Kast­ljósi RÚV í kvöld að nið­ur­staða Hæsta­réttar í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða hefði verið „áfall“ fyrir hana per­sónu­lega.

Hún ítrek­aði svo það sem fram hefur komið áður, að vinna væri nú hafin við að end­ur­skoða ferlið við að velja dóm­ara í íslensku dóms­kerf­i. 

Hún sagði það liggja fyr­ir, að hún væri ósam­mála nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, og að það sýndi sig kannski best á því að þessi mál hefðu farið inn á borð Hæsta­réttar þar sem ágrein­ingur hefði verið um mál­ið.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er komst Hæsti­réttur að þeirri niðu­stöðu að Sig­ríður hefði sem dóms­mála­ráð­herra brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar skip­aðir voru fimmtán dóm­arar við Lands­rétt. Fjórar breyt­ingar voru gerðar á list­anum yfir þá hæf­ustu sem kom frá dóm­nefnd­inni.

Ást­ráður Har­alds­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, voru færðir niður á list­an­um, og einnig Eiríkur Jóns­son og Jón Hösk­ulds­son. Þeir tveir síð­ar­nefndu eru nú með í und­ir­bún­ingi skaða­bóta­mál á hendur ráð­herra og rík­inu vegna máls­ins.

Líka deilt um hér­aðs­dóm­ara

Dóm­­nefnd um hæfni umsækj­enda um emb­ætti átta hér­­aðs­­dóm­­ara hefur svarað bréfi setts dóms­­mála­ráð­herra, Guð­laugs Þórs Þórð­­ar­­son­­ar, þar sem nefndin áréttar að nefndin lúti ekki boð­­valdi ráð­herra, heldur sé sjálf­­stæð stjórn­­­sýslu­­nefnd.

Bréfið var birt á vefnum í gær, eftir að Kjarn­inn hafði fjallað um inni­hald þess.

Guð­laugur sendi nefnd­inni bréf í kjöl­far umsögn hennar um hvaða átta umsækj­endur hún telur hæf­asta til að gegna emb­ættum hér­­aðs­­dóm­­ara.

Taldi ráð­herra að við lestur umsagn­­ar­innar og and­­mæla sem bár­ust frá 23 umsækj­endum hefðu vaknað ýmsar spurn­ingar um hvernig mati og máls­­með­­­ferð nefnd­­ar­innar var hátt­að.

Í svari nefnd­­ar­innar er meðal ann­­ars spurn­ingum ráð­herra í tíu tölu­liðum svar­að. Ráð­herra gerði meðal ann­ars athuga­­semdir við að dóm­­nefndin hefði ekki not­­ast við stiga­töflu til þess að raða umsækj­end­um, líkt og gert var í umsögn um þá sem sóttu um stöður við Lands­rétt.

Þau gögn voru birt á vef Kjarn­ans, þegar málið var til með­ferðar hjá Alþingi, og sjá má þau hér að neð­an.

Umsækjendur um starf dómara við Landsréttar, og matið dómnefndar.

Nefndin segir tæki dóm­­nefnd­­ar, þar á meðal tölu­­leg sam­lagn­ing­­ar­tæki eins og „excel“, mis­­mun­andi og ráð­ist meðal ann­­ars af fjölda umsækj­enda og sam­­setn­ingu umsækj­enda­hóps­ins. Slíkar töflur hafi ekki verið not­aðar í störfum nefnd­­ar­innar fyrr en í Lands­rétt­­ar­um­­sögn­inn­i. 

Nefndin setti upp töflu til gróf­­­flokk­unar umsækj­enda sem hún telur vera vinn­u­skjal sem ekki verður afhent.

Í bréf­inu er sér­­stak­­lega vísað í nýfall­inn dóm Hæsta­réttar þar sem umsækj­anda um emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt voru veittar miska­bætur vegna þess að Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra var tal­inn hafa brotið reglur þegar hún vék frá áliti dóm­­nefnd­­ar­innar varð­andi veit­ingu dóm­­ara­emb­ætt­anna. 

Í dómnum segir að laga­­setn­ing um dóm­­nefnd­ina hafi haft það að mark­miði að styrkja sjálf­­stæði dóm­stóla og auka traust almenn­ings á því að dóm­­arar væru óháðir vald­höfum fram­­kvæmda­­valds. Efn­is­­lega sömu reglur hafi verið teknar upp í lög um dóm­stóla, þar sem rann­­sókn­­ar­­skyldu stjórn­­­sýslu­laga hafi verið að veru­­legu leyti létt af ráð­herra við skipun í emb­ætti hér­­aðs­­dóm­­ara og skyldan þess í stað lögð á herðar sjálf­­stæðrar og óháðrar dóm­­nefndar sem skipuð var með til­­liti til þess að tryggt yrði að sér­­þekk­ing væri þar fyrir hendi um mat á hæfni umsækj­enda um dóm­­ara­emb­ætti.

Guð­laugur fer með málið þar sem Sig­ríður Á. And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra telst til þess van­hæf þar sem einn umsækj­enda um emb­ætti hér­­aðs­­dóm­­ara er sá sem hún var talin hafa brotið gegn í áður­­­nefndum dómi. Sá, Ást­ráður Har­alds­­son hæsta­rétt­­ar­lög­­mað­­ur, fékk dæmdar 700 þús­und krónur í miska­bætur vegna brots dóms­­mála­ráð­herra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent