Segir hækkun á húsaleigu námsmanna verulegt högg fyrir stúdenta

Byggingafélag námsmanna hefur boðað 7,5 prósenta hækkun á húsaleigu stúdenta í apríl. Formaður SHÍ segir að hækkunin sé ekki í neinu samræmi við námslán.

7DM_3301_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Leiga á stúd­enta­í­búðum á vegum Bygg­inga­fé­lags Náms­manna mun hækka um 7,5 pró­sent eftir 1. apríl næst­kom­andi. Þessi hækkun þýðir að ein­stak­lings­í­búð, sem áður kost­aði um 101.000 krónur muni hækka í 110 þús­und. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn félags­ins.

Húsa­leiga allt að 62 pró­sent af heild­ar­tekjum

Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands, segir að þessi hækkun sé mikið högg fyrir stúd­enta og sé í engu sam­ræmi við hækkun náms­lána sem var síð­ast um 2 pró­sent á milli ára. Ragna Sigurðardóttir.Ein­hleypur náms­maður með full náms­lán fær 177.000 krónur og því verður húsa­leiga 62 pró­sent af heild­ar­tekjum náms­manna, að und­an­töldum húsa­leigu­bótum sem eru um 32.000 krónur á mán­uði. Ragna bendir á að sam­kvæmt Íbúða­lána­sjóði telj­ist öll greiðslu­byrði húsa­leiga yfir 40 pró­sent af heild­ar­tekjum vera „veru­lega íþyngj­and­i“.

Frí­tekju­markið stendur í stað

Frí­tekju­markið hjá LÍN hefur staðið í stað, þrátt fyrir almennar hækk­anir í sam­fé­lag­inu. Ragna segir það vera tölu­vert lægra en það sem gengur og ger­ist á Norð­ur­lönd­un­um. Hún segir að fólk sé að lenda í því að vinna meira til að borga leig­una sína en á móti skerð­ast þá náms­lán­in.

Auglýsing

Bygg­inga­fé­lag Náms­manna segir ástæðu hækk­un­ina vera mikil hækkun opin­berra gjalda á síð­ustu árum vegna ört hækk­andi fast­eigna­verðs auk hækk­unar á launa­kostn­aði. Félagið hafi mætt þeirri áskorun með fækkun stöðu­gilda. Stúd­enta­ráð hefur átt sam­tal við borg­ar­yf­ir­völd um leiðir til þess að stöðva þessa miklu hækkun á fast­eigna­gjöldum og öðrum opin­verum gjöldum þegar að kemur að íbúðum sem ekki eru reknar í hagn­að­ar­skyni.

Engar breyt­ingar verða gerðar á núver­andi samn­ingum heldur ein­ungis þeim sem verða end­ur­nýj­aðir eftir 1. Apr­íl.  Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent