Samskiptaforrit lokar samskiptarás mótmælenda í Íran

Telegram hefur lokað samskiptarás mótmælenda sem fyrirtækið segir hvetja til ofbeldis. Írönsk stjórnvöld hóta fyrirtækinu að úthýsa forritinu í eitt skipti fyrir öll úr landinu ef það hlýði ekki kröfum þeirra.

Telegram er smáforrit þar sem notendur nýta í samskipti sín á milli.
Telegram er smáforrit þar sem notendur nýta í samskipti sín á milli.
Auglýsing

Tel­egram lok­aði tíma­bundið spjall­rás sem kall­aði eftir ofbeld­is­fullum mót­mælum gegn rík­is­stjórn Írans síð­ast­lið­inn sunnu­dag. 

Tel­egram fram­leiðir vin­sælt skila­boða­smá­forrit og er það notað víða í Íran. Rúm­lega 40 millj­ónir manns nota for­­ritið í land­inu en það er um helm­ingur íbú­anna. Sam­kvæmt heim­ildum frétta­mið­ils­ins Recode hefur það haft mikil áhrif á sam­skipti í mót­mæl­unum í Íran gegn rík­is­stjórn Aya­tollah Khamenei. 

Umfangs­mikil mót­mæli hafa verið í land­inu und­an­farna daga og viku. Tugir hafa verið drepnir og hund­ruðir fang­els­að­ir. Ali Khamenei æðstiklerkur Írans hefur sagt óvini rík­is­ins að baki mót­mæl­anna en upp­haf­lega beindust mót­mælin gegn versn­andi efna­hag og hækk­andi mat­væla­verði en hafa þau nú beinst gegn stjórn­völdum sjálf­um. 

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórar fyr­ir­tæk­is­ins hafa fengið athuga­semdir frá írönskum stjórn­völdum þess efnis að þeir verði að fylgj­ast með not­endum smá­forrits­ins og sér­stak­lega mót­mæl­end­um.  

Mohamma­d-Javad Azari Jahromi, fjar­skipta­ráð­herra Írans, sendi skila­boð til fram­kvæmda­stjóra og stofn­anda fyr­ir­tæk­is­ins, Pavel Durov, á Twitter á laug­ar­dag­inn síð­ast­lið­inn, þar sem hann hvatti Tel­egram til að taka í taumana. Durov svar­aði um hæl og sagði að ákall um ofbeldi væri ekki liðið hjá Tel­egram og ef þetta yrði stað­fest þá væri ekki um annað að ræða en að loka sam­skiptarásinni. Ekki skipti máli stærð hennar eða póli­tísk tengsl. 

Aðrir sam­fé­lags­miðlar á borð við Face­book og Twitter hafa sömu­leiðis þurft að skil­greina hvaða orð­ræða sé í lagi á miðlum þeirra og hvað falli undir brot á reglum þeirra. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent