Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa neina ástæðu til að efast um geðheilsu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Tillerson, sem hefur átt í stormasömum samskiptum við forsetann, og kallaði hann meðal annars „fífl“ á fundi í fyrra, segir að hann sé ekki að fara hætta og sé að vinna í því að styrkja sambandið við forsetann.
Í nýrri bók Michael Wolff, Fire and Fury, er því haldið fram að nánustu samstarfsmenn Trumps efist um hæfni hans til að gegna embættinu og að sumir þeirra hafi meðal annars rætt um áhyggjur af því að Trump sé veikur á geði.
Wolff segir bókina byggja á um 200 viðtölum, en sumir viðmælendur koma fram undir nafni, eins og fyrrum aðalráðgjafi forsetans, Steven Bannon, en hann segir Donald Trump jr., son forsetans, hafa framið landráð með því að funda með rússneskum erindrekum í aðdraganda kosningana 2016. Þá heldur Bannon því einnig fram í bókinni að fólkið í kringum forsetann treysti honum ekki.
Michael Wolff is a total loser who made up stories in order to sell this really boring and untruthful book. He used Sloppy Steve Bannon, who cried when he got fired and begged for his job. Now Sloppy Steve has been dumped like a dog by almost everyone. Too bad! https://t.co/mEeUhk5ZV9
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2018
Lögmenn Trump reyndu að fá lögbann á bókina, en útgáfunni var flýtt þegar það gerðist. Trump segir bókina fulla af lygum og ósannindum, og gefur lítið fyrir það sem fram kemur í bókinni. Hann segir að Bannon hafi farið að grenja þegar hann var rekinn úr starfi sínu, og að það sé ekki hægt að treysta honum.