Vetrarþjónusta aukin á þjóðvegum - kostnaður um 100 milljónir króna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið í samráði við Vegagerðina að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfinu í því skyni að bæta umferðaröryggi.

Snjómoksturbíll að störfum Mynd: Vegagerðin
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra hefur ákveðið í sam­ráði við Vega­gerð­ina að auka vetr­ar­þjón­ustu og hálku­varnir á ákveðnum köflum á þjóð­vega­kerf­inu í því skyni að bæta umferð­ar­ör­yggi.

Þetta kemur fram í frétt Vega­gerð­ar­inna.

Í frétt­inni segir að ráð­herra og vega­mála­stjóri hafi að und­an­förnu kannað með hvaða hætti og hvar helst þarf að bæta þjón­ust­una og að Vega­gerðin hafi áætlað kostnað við þessa auknu þjón­ustu.

Auglýsing

Kostn­aður við aukna vetr­ar­þjón­ustu með fleiri mokst­urs­dögum og auka þjón­ustu nemur um 100 millj­ónum króna. Breyt­ing­arnar munu kom­ast í fram­kvæmd eins hratt og unnt er með þeim tækjum og bún­aði sem er til stað­ar.

Sig­urður Ingi segir að brýnt sé að bæta vetr­ar­þjón­ustu víða um land vegna auk­innar umferðar bæði vegna atvinnu­sóknar milli byggð­ar­laga og auk­inna umsvifa ferða­þjón­ustu sem bjóði í síauknum mæli uppá ferðir víða um land árið um kring.

„Með þessu eykst öryggi á þjóð­veg­unum enda nauð­syn­legt bregð­ast við auknum umferð­ar­þunga og tryggja sem mest öruggar sam­göngur allt árið. Reglur um snjó­mokstur hafa ekki verið end­ur­skoð­aðar í nokkur miss­eri og þörfin var orðin brýn. Við tryggjum meira fé til þjón­ust­unnar í þágu auk­ins öryggis en um leið vil ég minna á að við þurfum alltaf að aka eftir aðstæðum og huga að hinum íslenska vetri,“ segir ráð­herra.

Suð­ur- og Suð­aust­ur­land

Á Hring­veg­inum verður þjón­usta á kafl­anum milli Víkur og Jök­ulsár­lóns færð upp um þjón­ustu­flokk. Felst aukin þjón­usta bæði í auk­inni við­veru og meiri hálku­vörn­um. Suð­ur­strand­ar­vegur er færður upp um flokk og fær 5 daga þjón­ustu í stað tveggja daga áður.

Þá verður þjón­usta aukin á nokkrum ferða­manna­vegum á Suð­ur­landi þar sem umferð hefur auk­ist mjög, svo sem á Dyra­hóla­vegi og við Skóga­foss. Einnig verður þjón­usta aukin á nokkrum stöðum í upp­sveitum á Suð­ur­landi, m.a. á Skeiða­vegi, Land­vegi, Búr­fells­vegi og víð­ar.

Vest­ur­land

Þjón­usta á milli Borg­ar­ness og Vega­móta á Snæ­fells­nesi færð upp um þjón­ustu­flokk sem og á milli Borg­ar­ness og Hvann­eyr­ar. Eins verður fjölgað mokst­ur­dögum úr tveimur í fimm daga og aukin þjón­usta á leið­inni upp í Húsa­fell (á Hálsa­sveit­ar­veg­i). Þá verður þjón­usta á Útnes­vegi aukin en umferð um hann er meiri en á veg­inum yfir Fróð­ár­heiði þar sem þjón­usta hefur verið meiri. Á þessum köflum hefur umferð auk­ist mjög síð­ustu miss­eri ann­ars vegar vegna ferða­manna og hins vegar atvinnu­sókn­ar.

Vest­firðir og Norð­ur­land

Á Vest­fjörðum verður þjón­usta aukin í nágrenni Bíldu­dals og í Skut­uls­firði og á Norð­ur­landi á Svarf­að­ar­dals­vegi, í Eyja­firði og á nokkrum stöðum á Norð­aust­ur­landi.

Með hraða snigilsins
Í febrúar 2008 undirrituðu samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands samkomulag um brúargerð yfir Femern sundið milli Rødby í Danmörku og Puttgarden í Þýskalandi. Þá höfðu árum saman staðið yfir umræður um ,,akveg“ yfir sundið.
18. mars 2018
Leggja til miklar breytingar á menntastefnunni
Sjálfstæðismenn vilja breytingar á menntamálum þjóðarinnar.
17. mars 2018
Sjálfstæðismenn vilja RÚV af auglýsingamarkaði og afnema VSK á fjölmiðla
Í ályktun allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins, á 43. landsfundi flokksins, kemur fram að flokkurinn vilji meiri áherslu RÚV á innlent efni og að virðisaukaskattur verði afnuminn á fjölmiðla.
17. mars 2018
Helga Dögg Sverrisdóttir
Mæður beita börn sín oftar ofbeldi en feður
17. mars 2018
Fjármálakerfið að komast á þann stað að áhættusækni er að aukast
Már Guðmundsson segir að það sé mikilvægt að söluferli Arion banka gangi vel. Áhættusækni sé að vaxa í íslensku bankakerfi og eftirlitsaðilar þurfi að sjá til þess að hún gangi ekki of langt.
17. mars 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Unghugar
17. mars 2018
Stúlkur velja frekar spænsku en piltar þýsku
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni vilja framhaldsskólanemar helst læra þýsku og spænsku sem þriðja tungumál.
17. mars 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin og Ögmundur tókust harkalega á um umdeilt málþing um Sýrland
17. mars 2018
Meira úr sama flokkiInnlent