Vetrarþjónusta aukin á þjóðvegum - kostnaður um 100 milljónir króna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið í samráði við Vegagerðina að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfinu í því skyni að bæta umferðaröryggi.

Snjómoksturbíll að störfum Mynd: Vegagerðin
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra hefur ákveðið í sam­ráði við Vega­gerð­ina að auka vetr­ar­þjón­ustu og hálku­varnir á ákveðnum köflum á þjóð­vega­kerf­inu í því skyni að bæta umferð­ar­ör­yggi.

Þetta kemur fram í frétt Vega­gerð­ar­inna.

Í frétt­inni segir að ráð­herra og vega­mála­stjóri hafi að und­an­förnu kannað með hvaða hætti og hvar helst þarf að bæta þjón­ust­una og að Vega­gerðin hafi áætlað kostnað við þessa auknu þjón­ustu.

Auglýsing

Kostn­aður við aukna vetr­ar­þjón­ustu með fleiri mokst­urs­dögum og auka þjón­ustu nemur um 100 millj­ónum króna. Breyt­ing­arnar munu kom­ast í fram­kvæmd eins hratt og unnt er með þeim tækjum og bún­aði sem er til stað­ar.

Sig­urður Ingi segir að brýnt sé að bæta vetr­ar­þjón­ustu víða um land vegna auk­innar umferðar bæði vegna atvinnu­sóknar milli byggð­ar­laga og auk­inna umsvifa ferða­þjón­ustu sem bjóði í síauknum mæli uppá ferðir víða um land árið um kring.

„Með þessu eykst öryggi á þjóð­veg­unum enda nauð­syn­legt bregð­ast við auknum umferð­ar­þunga og tryggja sem mest öruggar sam­göngur allt árið. Reglur um snjó­mokstur hafa ekki verið end­ur­skoð­aðar í nokkur miss­eri og þörfin var orðin brýn. Við tryggjum meira fé til þjón­ust­unnar í þágu auk­ins öryggis en um leið vil ég minna á að við þurfum alltaf að aka eftir aðstæðum og huga að hinum íslenska vetri,“ segir ráð­herra.

Suð­ur- og Suð­aust­ur­land

Á Hring­veg­inum verður þjón­usta á kafl­anum milli Víkur og Jök­ulsár­lóns færð upp um þjón­ustu­flokk. Felst aukin þjón­usta bæði í auk­inni við­veru og meiri hálku­vörn­um. Suð­ur­strand­ar­vegur er færður upp um flokk og fær 5 daga þjón­ustu í stað tveggja daga áður.

Þá verður þjón­usta aukin á nokkrum ferða­manna­vegum á Suð­ur­landi þar sem umferð hefur auk­ist mjög, svo sem á Dyra­hóla­vegi og við Skóga­foss. Einnig verður þjón­usta aukin á nokkrum stöðum í upp­sveitum á Suð­ur­landi, m.a. á Skeiða­vegi, Land­vegi, Búr­fells­vegi og víð­ar.

Vest­ur­land

Þjón­usta á milli Borg­ar­ness og Vega­móta á Snæ­fells­nesi færð upp um þjón­ustu­flokk sem og á milli Borg­ar­ness og Hvann­eyr­ar. Eins verður fjölgað mokst­ur­dögum úr tveimur í fimm daga og aukin þjón­usta á leið­inni upp í Húsa­fell (á Hálsa­sveit­ar­veg­i). Þá verður þjón­usta á Útnes­vegi aukin en umferð um hann er meiri en á veg­inum yfir Fróð­ár­heiði þar sem þjón­usta hefur verið meiri. Á þessum köflum hefur umferð auk­ist mjög síð­ustu miss­eri ann­ars vegar vegna ferða­manna og hins vegar atvinnu­sókn­ar.

Vest­firðir og Norð­ur­land

Á Vest­fjörðum verður þjón­usta aukin í nágrenni Bíldu­dals og í Skut­uls­firði og á Norð­ur­landi á Svarf­að­ar­dals­vegi, í Eyja­firði og á nokkrum stöðum á Norð­aust­ur­landi.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent