Yfirskattanefnd hefur staðfest niðurstöðu skattrannsóknarstjóra um að skattframtalning athafnamannsins Karls Wernerssonar vegna aflandsfélags síns Dialog Global Investment Ltd. hafi ekki verið í samræmi við lög.
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, en úrskurður Yfirskattanefndar hefur verið birtur á vef nefndarinnar.
Í úrskurðinum kemur fram að Karl hafi staðið ranglega að skilum á sköttum á árunum 2005 til 2008 og rúmlega 1,1 milljarður króna verið ranglega talinn fram sem arður en ekki tekjur.
Skattstofnin lækkaði þó um 739 milljónir þar sem ekki þótti sannað að hagnaður af hlutabréfasölu hafi runnið til hans.
Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós að „svo virtist sem félagið DGI hefði einvörðungu verið stofnað í skattasniðgönguskyni í þágu eiganda“.
Karl hefur
farið fram á endurupptöku
vegna
tilkomu nýrra
gagna, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.
Karl var dæmdur í Hæstarétti í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra, fyrir að brot sem tengdur félaginu Milestone. Bróðir hans Steingrímur fékk tveggja ára dóma.