Um 200 þúsund manns frá El Salvador hafa verið með tímabundna dvalarheimild í Bandaríkjunum (Temporary Protected Status), en stór hluti þeirra fengu hana árið 2001, þegar tugþúsundir fengu að koma til Bandaríkjanna vegna jarðskjálfa heima fyrir, sem leiddi til mikillar eyðileggingar og um þúsund dauðsfalla.
Fólkið hefur fengið að dvelja í Bandaríkjunum og hefur stór hluti þeirra verið við störf í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú breytt stöðu þessa fólks og gefið því 18 mánuði til að yfirgefa landið eða finna sér varanlegt atvinnu- og dvalarleyfi til að vera áfram í landinu.
Dvalarheimild fólksins átti formlega að renna út í dag, og var búist við því að hún yrði framlengd, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post. En heimildinni hefur nú verið breytt, eins og áður segir.
TPS for El Salvador was ended this morning, with an 18 month extension. This devastating news affects 200,000 individuals. This TPS group makes up about 60% of all TPS holders & have 193,000 US citizen children. This decision is going to break families apart.
— Kristian Steffany 🌹 (@kksteffany) January 8, 2018
Ákvörðunin hefur fallið í grýttan jarðveg, ekki síst hjá Demókrötum í bandaríska þinginu. Þá hafa samtök fólks frá Suður-Ameríku í Bandaríkjunum mótmælt ákvörðuninni harðlega, og sagt hana „ómanneskjulega“ ekki síst þar hún bitni á um 270 þúsund börnum þessa fólks sem ákvörðunin nær til, sem eru fædd í Bandaríkjunum og hafa aldrei annars staðar búið. Réttarstaða þeirra er ekki ljós.
Hafa samtökin gert kröfu um að þessari ákvörðun verði breytt, en Trump og stjórn hans hafa nú þegar fyrirskipað breytinguna, og verður fólkið að vera farið úr landi - eða fengið varanlega dvalarheimild - fyrir 9. september 2019, eins og áður segir.