Trump gefur 200 þúsund manns frá El Salvador 18 mánuði til að fara

Um 200 þúsund manns frá El Salvador hafa verið með tímabundna heimild til dvalar í landinu, en Donald Trump hefur nú breytt þeirri stöðu og gefur þeim 18 mánuði til að fá lengri heimild eða fara.

Donald Trump
Auglýsing

Um 200 þús­und manns frá El Salvador hafa verið með tíma­bundna dval­ar­heim­ild í Banda­ríkj­unum (Tempor­ary Prot­ected Status), en stór hluti þeirra fengu hana árið 2001, þegar tug­þús­undir fengu að koma til Banda­ríkj­anna vegna jarð­skjálfa heima fyr­ir, sem leiddi til mik­illar eyði­legg­ingar og um þús­und dauðs­falla.

Fólkið hefur fengið að dvelja í Banda­ríkj­unum og hefur stór hluti þeirra verið við störf í Banda­ríkj­un­um. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur nú breytt stöðu þessa fólks og gefið því 18 mán­uði til að yfir­gefa landið eða finna sér var­an­legt atvinnu- og dval­ar­leyfi til að vera áfram í land­in­u. 

Dval­ar­heim­ild fólks­ins átti form­lega að renna út í dag, og var búist við því að hún yrði fram­lengd, að því er fram kemur í umfjöllun Was­hington Post. En heim­ild­inni hefur nú verið breytt, eins og áður seg­ir. 

AuglýsingÁkvörð­unin hefur fallið í grýttan jarð­veg, ekki síst hjá Demókrötum í banda­ríska þing­inu. Þá hafa sam­tök fólks frá Suð­ur­-Am­er­íku í Banda­ríkj­unum mót­mælt ákvörð­un­inni harð­lega, og sagt hana „ómann­eskju­lega“ ekki síst þar hún bitni á um 270 þús­und börnum þessa fólks sem ákvörð­unin nær til, sem eru fædd í Banda­ríkj­unum og hafa aldrei ann­ars staðar búið. Rétt­ar­staða þeirra er ekki ljós.

Hafa sam­tökin gert kröfu um að þess­ari ákvörðun verði breytt, en Trump og stjórn hans hafa nú þegar fyr­ir­skipað breyt­ing­una, og verður fólkið að vera farið úr landi - eða fengið var­an­lega dval­ar­heim­ild - fyrir 9. sept­em­ber 2019, eins og áður seg­ir.

Meira úr sama flokkiErlent