Trump gefur 200 þúsund manns frá El Salvador 18 mánuði til að fara

Um 200 þúsund manns frá El Salvador hafa verið með tímabundna heimild til dvalar í landinu, en Donald Trump hefur nú breytt þeirri stöðu og gefur þeim 18 mánuði til að fá lengri heimild eða fara.

Donald Trump
Auglýsing

Um 200 þús­und manns frá El Salvador hafa verið með tíma­bundna dval­ar­heim­ild í Banda­ríkj­unum (Tempor­ary Prot­ected Status), en stór hluti þeirra fengu hana árið 2001, þegar tug­þús­undir fengu að koma til Banda­ríkj­anna vegna jarð­skjálfa heima fyr­ir, sem leiddi til mik­illar eyði­legg­ingar og um þús­und dauðs­falla.

Fólkið hefur fengið að dvelja í Banda­ríkj­unum og hefur stór hluti þeirra verið við störf í Banda­ríkj­un­um. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur nú breytt stöðu þessa fólks og gefið því 18 mán­uði til að yfir­gefa landið eða finna sér var­an­legt atvinnu- og dval­ar­leyfi til að vera áfram í land­in­u. 

Dval­ar­heim­ild fólks­ins átti form­lega að renna út í dag, og var búist við því að hún yrði fram­lengd, að því er fram kemur í umfjöllun Was­hington Post. En heim­ild­inni hefur nú verið breytt, eins og áður seg­ir. 

AuglýsingÁkvörð­unin hefur fallið í grýttan jarð­veg, ekki síst hjá Demókrötum í banda­ríska þing­inu. Þá hafa sam­tök fólks frá Suð­ur­-Am­er­íku í Banda­ríkj­unum mót­mælt ákvörð­un­inni harð­lega, og sagt hana „ómann­eskju­lega“ ekki síst þar hún bitni á um 270 þús­und börnum þessa fólks sem ákvörð­unin nær til, sem eru fædd í Banda­ríkj­unum og hafa aldrei ann­ars staðar búið. Rétt­ar­staða þeirra er ekki ljós.

Hafa sam­tökin gert kröfu um að þess­ari ákvörðun verði breytt, en Trump og stjórn hans hafa nú þegar fyr­ir­skipað breyt­ing­una, og verður fólkið að vera farið úr landi - eða fengið var­an­lega dval­ar­heim­ild - fyrir 9. sept­em­ber 2019, eins og áður seg­ir.

Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiErlent