Veittu styrki til rannsóknarblaðamennsku

Samtök erlendra fréttamanna í Hollywood tilkynntu á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gær að þau myndu styrkja tvö samtök sem stuðla að framgangi rannsóknarblaðamennsku um eina milljón dali hvort.

Meher Tatna, forseti Samtaka erlendra fréttamanna í Hollywood tilkynnti um veitingu styrkjanna á Golden Globe hátíðinni í gær
Meher Tatna, forseti Samtaka erlendra fréttamanna í Hollywood tilkynnti um veitingu styrkjanna á Golden Globe hátíðinni í gær
Auglýsing

Sam­tök erlendra frétta­manna í Hollywood (Hollywood For­eign Press Associ­ation) veitti í gær tveimur sam­tökum sem stuðla að fram­gangi rann­sókn­ar­blaða­mennsku styrki upp á eina milljón dali, um 104 millj­ónir króna, hvort. Sam­tökin eru alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna (ICIJ) og nefnd um vernd blaða­manna (CPJ). Til­kynnt var um styrk­veit­ing­una á Golden Globe hát­ið­inni í gær­kvöldi, en sam­tök erlendra frétta­manna í Hollywood standa að henni.

ICIJ hefur borið ábyrgð á vinnslu rann­sókn­ar­blaða­manna á fréttum úr stórum gagna­lekum á und­an­förnum árum. Við þá vinnu hafa sam­tökin leitt saman blaða­menn víðs vegar að úr heim­in­um. Þekkt­ustu gagna­lek­arnir eru ann­ars vegar Panama­skjölin og hins vegar Para­dís­ar­skjöl­in, þar sem upp­lýs­ingar um fjár­muni fjöl­margra ein­stak­linga í skatta­skjólum var að finna, m.a. Íslend­inga. Eitt af mark­miðum ICIJ er að stuðla að sam­eig­in­legri ábyrgð fjöl­miðla­manna um allan og verja hvern annan í vinnu sinni við að afhjúpa sann­leik­ann.

Aldrei jafn mik­il­vægt og nú, að styðja við rann­sókn­ar­blaða­mennsku

Ger­ard Ryle, for­stjóri ICIJ segir í yfir­lýs­ingu að aldrei hafi verið jafn mik­il­vægt og nú, að afhjúpa sann­leik­ann með því að styðja við rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Hann sé ein­stak­lega þakk­látur fyrir stuðn­ing­inn og það mik­il­væga starf sem CPJ, sem einnig fékk styrk, gegnir við að standa vörð um rann­sókn­ar­blaða­mennsku.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir einnig að sann­leik­ur­inn eigi undir högg að sækja, og að stað­reyndin sé sú að á síð­ustu árum hafa fjöl­miðla­menn hvað eftir annað hætt lífi sínu við að reyna að upp­ljóstra sann­leik­an­um. Með því að standa saman geti þau náð árangri sem eng­inn gæti náð einn og sér.

Umfang upp­lýs­inga um Íslend­inga var heldur lítið í Para­dís­ar­skjöl­un­um, ólíkt því sem var í Panama­skjöl­un­um.

Eins og kunn­ugt er var fjöld­inn allur af Íslend­ingum í Panama­skjöl­un­um. Á meðal þeirra sem voru þar til umfjöll­unar var Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem sagði af sér eftir að kom í ljós að hann og kona hans, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, áttu aflands­fé­lagið Wintris sem í voru eignir upp á annan millj­arð króna. Auk þess kom í ljós að Wintris var kröfu­hafi í bú föllnu íslensku bank­anna og hafði ekki greitt skatta hér­lendis í sam­ræmi við lög og regl­ur. Þar var einnig fjallað um Bjarna Bene­dikts­son, þáver­andi - og núver­andi fjár­mála­ráð­herra, en hann átti hlut í aflands­fé­lagi sem skráð var á Seychelles-Eyj­um. Auk þess var að finna í gögn­unum mikið magn upp­lýs­inga um Íslend­inga sem eru fyr­ir­ferða­miklir í við­skipta­líf­inu.Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiErlent