Veittu styrki til rannsóknarblaðamennsku

Samtök erlendra fréttamanna í Hollywood tilkynntu á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gær að þau myndu styrkja tvö samtök sem stuðla að framgangi rannsóknarblaðamennsku um eina milljón dali hvort.

Meher Tatna, forseti Samtaka erlendra fréttamanna í Hollywood tilkynnti um veitingu styrkjanna á Golden Globe hátíðinni í gær
Meher Tatna, forseti Samtaka erlendra fréttamanna í Hollywood tilkynnti um veitingu styrkjanna á Golden Globe hátíðinni í gær
Auglýsing

Sam­tök erlendra frétta­manna í Hollywood (Hollywood For­eign Press Associ­ation) veitti í gær tveimur sam­tökum sem stuðla að fram­gangi rann­sókn­ar­blaða­mennsku styrki upp á eina milljón dali, um 104 millj­ónir króna, hvort. Sam­tökin eru alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna (ICIJ) og nefnd um vernd blaða­manna (CPJ). Til­kynnt var um styrk­veit­ing­una á Golden Globe hát­ið­inni í gær­kvöldi, en sam­tök erlendra frétta­manna í Hollywood standa að henni.

ICIJ hefur borið ábyrgð á vinnslu rann­sókn­ar­blaða­manna á fréttum úr stórum gagna­lekum á und­an­förnum árum. Við þá vinnu hafa sam­tökin leitt saman blaða­menn víðs vegar að úr heim­in­um. Þekkt­ustu gagna­lek­arnir eru ann­ars vegar Panama­skjölin og hins vegar Para­dís­ar­skjöl­in, þar sem upp­lýs­ingar um fjár­muni fjöl­margra ein­stak­linga í skatta­skjólum var að finna, m.a. Íslend­inga. Eitt af mark­miðum ICIJ er að stuðla að sam­eig­in­legri ábyrgð fjöl­miðla­manna um allan og verja hvern annan í vinnu sinni við að afhjúpa sann­leik­ann.

Aldrei jafn mik­il­vægt og nú, að styðja við rann­sókn­ar­blaða­mennsku

Ger­ard Ryle, for­stjóri ICIJ segir í yfir­lýs­ingu að aldrei hafi verið jafn mik­il­vægt og nú, að afhjúpa sann­leik­ann með því að styðja við rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Hann sé ein­stak­lega þakk­látur fyrir stuðn­ing­inn og það mik­il­væga starf sem CPJ, sem einnig fékk styrk, gegnir við að standa vörð um rann­sókn­ar­blaða­mennsku.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir einnig að sann­leik­ur­inn eigi undir högg að sækja, og að stað­reyndin sé sú að á síð­ustu árum hafa fjöl­miðla­menn hvað eftir annað hætt lífi sínu við að reyna að upp­ljóstra sann­leik­an­um. Með því að standa saman geti þau náð árangri sem eng­inn gæti náð einn og sér.

Umfang upp­lýs­inga um Íslend­inga var heldur lítið í Para­dís­ar­skjöl­un­um, ólíkt því sem var í Panama­skjöl­un­um.

Eins og kunn­ugt er var fjöld­inn allur af Íslend­ingum í Panama­skjöl­un­um. Á meðal þeirra sem voru þar til umfjöll­unar var Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem sagði af sér eftir að kom í ljós að hann og kona hans, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, áttu aflands­fé­lagið Wintris sem í voru eignir upp á annan millj­arð króna. Auk þess kom í ljós að Wintris var kröfu­hafi í bú föllnu íslensku bank­anna og hafði ekki greitt skatta hér­lendis í sam­ræmi við lög og regl­ur. Þar var einnig fjallað um Bjarna Bene­dikts­son, þáver­andi - og núver­andi fjár­mála­ráð­herra, en hann átti hlut í aflands­fé­lagi sem skráð var á Seychelles-Eyj­um. Auk þess var að finna í gögn­unum mikið magn upp­lýs­inga um Íslend­inga sem eru fyr­ir­ferða­miklir í við­skipta­líf­inu.Meira úr sama flokkiErlent