Gangi það eftir, að kosningaréttur verði færður niður að 16 ára aldri, þá munu líklega um átta þúsund nýir kjósendur bætast við kjörskrá fyrir sveitarstjórnakosningarnar í vor.
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Vinstri grænna, að hann sé nokkuð bjartsýnn á að það takist að ljúka þessu máli fyrir kosningarnar í voru.
Andrés Ingi er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en að því standa 15 þingmenn úr öllum flokkum.
Auglýsing
Samkvæmt vef Hagstofu Íslands eru ríflega fjögur þúsund í hvorum árgangi, 2001 og 2002, sem fengju kosningarétt ef frumvarpið yrði að lögum.
Sé horft til allra árganga, 25 ára og undir, eru það ríflega 42 þúsund einstaklingar.