Uppfæra launaviðmið skaðabótalaga

Dómsmálaráðherra óskar eftir umsögnum um frumvarp um breytingu á skaðabótalögum. Breytingar nauðsynlegar þar sem núverandi mynd laganna í sér að bætur fyrir líkamstjón eru ekki lengur í samræmi við það sem lagt var upp með.

img_3130_raw_1807130188_10016391586_o.jpg
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra hefur óskað eftir umsögnum um drög að frum­varpi til breyt­ingu á skaða­bóta­lögn­um. Á grund­velli þeirra laga eru fjár­hæðir bóta fyrir lík­ams­tjón ákveðn­ar, og skipta því ákvæði lag­anna miklu máli fyrir fjöl­marga ein­stak­linga sem verða fyrir lík­ams­tjóni á hverju ári.

Skaða­bóta­lögin hafa að meg­in­at­riðum staðið óbreytt í tæp 20 ár en helstu breyt­ingar eru á ákvæðum um lág­marks- og hámarks­tekjur sem miðað er við til að ákveða bóta­fjár­hæð­ir, vísi­tölu­teng­ingar fjár­hæða og frá­drátt vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna, auk breyt­inga á svoköll­uðum mar­feld­is­stuðli sem not­aður er til að upp­reikna áætl­aðar tekjur þess sem verður fyrir tjóni.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir meðal ann­ars að ljóst sé að frá því lögin voru upp­haf­lega sett hafi orðið ýmsar breyt­ingar á for­sendum til­tek­inna ákvæða. Umtals­verð skerð­ing hafi orðið á lág­marks­launum sem lögin mæla fyrir um í sam­an­burði við laun á vinnu­mark­aði, auk þess sem hámarks­laun lag­anna hafa farið lækk­andi í sam­an­burði við launa­þró­un.

Auglýsing

Mark­mið lag­anna er að bregð­ast við þeirri þróun og laga ákvæði lag­anna að núver­andi aðstæð­um. Slíkt sé nauð­syn­legt enda feli núver­andi mynd lag­anna í sér að bætur fyrir lík­ams­tjón eru ekki lengur í sam­ræmi við það sem lagt var upp með. Til dæmis var fjár­hæð lág­marks­árs­launa lag­anna ákveðin sem 85 pró­sent af þáver­andi með­al­launum land­verka­fólks en nemur í dag ekki nema rúmum helm­ingi af með­al­launum verka­fólks. Þá hafa sífellt fleiri tjón­þolar þurft að sæta hámarks­árs­launum lag­anna, með til­heyr­andi skerð­ingu bóta, vegna meiri hækk­unar launa á vinnu­mark­aði en hámark lag­anna.

Frum­varpið vann Eiríkur Jóns­son pró­fessor en að verk­inu kom jafn­framt ráð­gjafa­hópur skip­aður full­trúum frá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja, Lög­manna­fé­lagi Íslands, Sjálf­björgu, Öryrkja­banda­lag­inu og Sjúkra­trygg­ingum Íslands. Frestur til að skila athuga­semdum við frum­varpið er til 26. jan­ú­ar.

Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent