Uppfæra launaviðmið skaðabótalaga

Dómsmálaráðherra óskar eftir umsögnum um frumvarp um breytingu á skaðabótalögum. Breytingar nauðsynlegar þar sem núverandi mynd laganna í sér að bætur fyrir líkamstjón eru ekki lengur í samræmi við það sem lagt var upp með.

img_3130_raw_1807130188_10016391586_o.jpg
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra hefur óskað eftir umsögnum um drög að frum­varpi til breyt­ingu á skaða­bóta­lögn­um. Á grund­velli þeirra laga eru fjár­hæðir bóta fyrir lík­ams­tjón ákveðn­ar, og skipta því ákvæði lag­anna miklu máli fyrir fjöl­marga ein­stak­linga sem verða fyrir lík­ams­tjóni á hverju ári.

Skaða­bóta­lögin hafa að meg­in­at­riðum staðið óbreytt í tæp 20 ár en helstu breyt­ingar eru á ákvæðum um lág­marks- og hámarks­tekjur sem miðað er við til að ákveða bóta­fjár­hæð­ir, vísi­tölu­teng­ingar fjár­hæða og frá­drátt vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna, auk breyt­inga á svoköll­uðum mar­feld­is­stuðli sem not­aður er til að upp­reikna áætl­aðar tekjur þess sem verður fyrir tjóni.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir meðal ann­ars að ljóst sé að frá því lögin voru upp­haf­lega sett hafi orðið ýmsar breyt­ingar á for­sendum til­tek­inna ákvæða. Umtals­verð skerð­ing hafi orðið á lág­marks­launum sem lögin mæla fyrir um í sam­an­burði við laun á vinnu­mark­aði, auk þess sem hámarks­laun lag­anna hafa farið lækk­andi í sam­an­burði við launa­þró­un.

Auglýsing

Mark­mið lag­anna er að bregð­ast við þeirri þróun og laga ákvæði lag­anna að núver­andi aðstæð­um. Slíkt sé nauð­syn­legt enda feli núver­andi mynd lag­anna í sér að bætur fyrir lík­ams­tjón eru ekki lengur í sam­ræmi við það sem lagt var upp með. Til dæmis var fjár­hæð lág­marks­árs­launa lag­anna ákveðin sem 85 pró­sent af þáver­andi með­al­launum land­verka­fólks en nemur í dag ekki nema rúmum helm­ingi af með­al­launum verka­fólks. Þá hafa sífellt fleiri tjón­þolar þurft að sæta hámarks­árs­launum lag­anna, með til­heyr­andi skerð­ingu bóta, vegna meiri hækk­unar launa á vinnu­mark­aði en hámark lag­anna.

Frum­varpið vann Eiríkur Jóns­son pró­fessor en að verk­inu kom jafn­framt ráð­gjafa­hópur skip­aður full­trúum frá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja, Lög­manna­fé­lagi Íslands, Sjálf­björgu, Öryrkja­banda­lag­inu og Sjúkra­trygg­ingum Íslands. Frestur til að skila athuga­semdum við frum­varpið er til 26. jan­ú­ar.

Meira úr sama flokkiInnlent