Eru jarðstrengir besta lausnin á Vestfjörðum?

Ný skýrsla sem unnin var á vegum Landverndar greinir frá því að raföryggi á Vestfjörðum sé best tryggt með jarðstrengjum. Ekki eru allir sammála um þetta og hefur Landsnet meðal annars haldið öðru fram.

7DM_9743_raw_2255.JPG
Auglýsing

Meira en tífalda má raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum með því að setja hluta Vest­ur­línu og fleiri línur á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í jörð. Hins­vegar geri virkjun Hvalár ekk­ert til að bæta raf­orku­ör­yggið þar.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Land­vernd í síð­ustu viku. Þetta er meðal nið­ur­staðna ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækis á sviði raf­orku­mála sem Land­vernd fékk til þess að leita leiða til þess að styrkja raf­orku­flutn­ings­kerfið á Vest­fjörðum og bæta raf­orku­ör­yggi.

Stjórn Land­verndar óskaði í októ­ber síð­ast­liðnum eftir úttekt á mögu­leikum á að bæta úr ástand­inu hjá kanadísku ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki á sviði raf­orku­flutn­ings, METSCO Energy Solutions. Nið­ur­stöður hennar eru að með því að leggja sam­tals fimm 66 og 132 kíló­volta línur í jörð má bæta raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga meira en tífalt.

Auglýsing

Úrbóta þörf

Mikil umræða hefur verið vegna bágs raf­ör­yggis á Vest­fjörðum og ljóst þykir að úrbóta er þörf. Svokölluð Vest­ur­lína sam­anstendur af Geira­dals­línu 1, Mjólkár­línu 1 og Gler­ár­skóg­ar­línu 1 og liggur frá Hrúta­firði til Mjólk­ár­virkj­un­ar. Línan er rekin á 132 kíló­volta spennu. Um hana fer allur raf­orku­flutn­ingur til Vest­fjarða.

Trufl­anir á lín­unni hafa verið þónokkrar á und­an­förnum árum. Minni línur liggja á firð­ina, það er 66 og 33 kíló­volta línur og iðu­lega hafa verið trufl­anir vegna þeirra líka.

Tálkna­fjarð­ar­lína og Breiða­dals­lína eru 66 kílovolta loft­línur og frá Breiða­dal er 66 kíló­volta lína til Bol­ung­ar­víkur og Ísa­fjarðar og síðan 66 kíló­volta jarð­strengur milli Ísa­fjarðar og Bol­unga­vík­ur. Þrjár 33 kíló­volta loft­línur tengja síðan Mjólká við Breiða­dal með teng­ingu til Hrafns­eyrar og Þing­eyr­ar. Sömu­leiðis eru 33 kílovolta línur frá Geira­dal til Hólma­víkur og frá Keld­eyri til Bíldu­dals.

Virkjun Hvalár styrkir ekki raf­ör­yggi

Sam­kvæmt Land­vernd hefur því verið haldið fram í umræðu um 55 MW Hval­ár­virkjun að hún muni bæta raf­orku­ör­yggi svæð­is­ins. Á Ströndum liggi annað kerfi raf­orku­dreif­ingar og sé raf­orku­ör­yggi þar ekki talið vanda­mál. Ekki hafi verið vísað til þess í umræðu um virkjun Hvalár.

Skýrsla kanadíska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins tekur af öll tví­mæli um það að virkjun Hvalár og sú teng­ing hennar við flutn­ings­kerfi sem hefur verið í umræð­unni, styrkir sem slík ekki raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga. Auknu raf­orku­ör­yggi má hins­vegar koma á með því að leggja áður­nefndar loft­línur í jörð. Myndi raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga aukast meira en tífalt eins og áður segir og fram kemur í skýrsl­unni að fram­kvæmda­tími slíkra jarð­strengja sé almennt ekki meira en 1-2 ár og heild­ar­tími með leyf­is­veit­ingum 2-3 ár. Fjár­fest­ing í jarð­strengjum skilar sér mun fyrr en þegar um loft­línur er að ræða, sem tekur oft 8-10 ár að leggja, með leyf­is­veit­inga­ferli.

Til­laga skýrslu­höf­unda er að end­ur­nýja Mjólkár­línu (MJ1) með jarð­streng og sömu­leiðis fjórar 66 kíló­volta lín­ur; Tálkna­fjarð­ar­línu 1 (TA1), Bol­ung­ar­vík­ur­línu 1 (BV1), Breiða­dals­línu 1 (BD1) og Ísa­fjarð­ar­línu 1 (IF1). Um væri að ræða um 194 km leið sam­tals. Við þetta er raf­orku­ör­yggi talið batna tífalt. Benda má á að svokölluð hring­tengin raf­orku um Vest­firði, sem mikið er nefnd í tengslum við Hval­ár­virkj­un, mundi kalla á sam­bæri­lega styrk­ingu þess hluta raf­orku­kerf­is­ins sem hér ræð­ir, auk kostn­að­ar­samrar og erf­iðrar teng­ingar virkj­un­ar­innar við Ísa­fjörð og nær­sveit­ir. Þá eru jákvæð áhrif jarð­strengja miðað við loft­línur á lands­lag og ásýnd byggða ótví­ræð.

Lands­net á öðru máli

Í frétt Lands­nets frá því fyrir helgi segir að þegar metnar eru tengi­leiðir milli staða á Vest­fjörðum sé kostn­aður vegna jarð­strengja sam­bæri­legur við loft­línur og því mik­il­vægt að horft sé til kosta jarð­strengja. Tækni­legar hindr­anir komi þó í veg fyrir að hægt sé að leggja allar línur í jörð.

Ólíkur styrkur kerf­is­ins milli land­svæða sé meg­in­á­stæða þess að svig­rúm til jarð­strengslagna er mis­mun­andi. Þar sem kerfið er sterkt sé meira rými til þess heldur en þar sem styrk­ur­inn er lít­ill.

Jafn­framt segir í frétt­inni að þau hjá Lands­neti hafi lengi talað fyrir upp­bygg­ingu og styrk­ingu flutn­ings­kerf­is­ins og fagni allri umræðu um bætt afhend­ingar­ör­yggi og upp­bygg­ingu á kerf­inu.

„Hjá Lands­neti hefur verið unnið að styrk­ingu á flutn­ings­kerf­inu á Vest­fjörðum und­an­farin ár, til dæmis með bygg­ingu vara­afls­stöðvar í Bol­ung­ar­vík og lagn­ingu jarð­strengs í Bol­ung­ar­vík­ur­göng,“ segir í frétt­inni. Að auki sé unnið að und­ir­bún­ingi hring­teng­ingar á milli norður – og suð­ur­fjarð­anna, meðal ann­ars með sæstreng yfir Arn­ar­fjörð og lagn­ingu á jarð­streng í gegnum Dýra­fjarð­ar­göng. Í hring­teng­ing­unni leggi þau áherslu á að nota jarð­strengi eins mikið og kostur er vegna aðstæðna.

Skýrslan tak­mörkuð

Á Vest­fjörðum er kerfið hvað veikast á land­inu. Vest­ur­línan er um 160 km, frá Hrúta­tungu að Mjólká og áætlað er að hægt sé að leggja um 15 til 20 kíló­metra af henni í jörðu. Fyrir nokkrum árum var lagður 12 km langur jarð­strengur í Bol­ung­ar­vík­ur­göng. Við rekstur á jarð­strengnum hefur reynt á þol­mörk kerf­is­ins og því hefur Lands­net góðar upp­lýs­ingar um styrk kerf­is­ins á svæð­inu.

Skýrslan sem Metsco gerði fyrir Land­vernd fjallar ekk­ert um þessa tak­mörkun á lengd jarð­strengja heldur gerir ráð fyrir að hægt sé að leggja jarð­strengi á alla Vest­firði sem er óraun­hæft. Stað­reyndin er að ein­ungis er hægt að leggja hluta kerf­is­ins í jörð og því full­yrð­ingar um að hægt sé að tífalda afhend­ingar­ör­yggi á Vest­fjörðum með jarð­strengjum vill­andi.

Öll umræða um styrk­ingu á kerf­inu er af hinu góða en mik­il­vægt er að hún bygg­ist á réttum for­sendum og hvetjum við hjá Lands­neti stjórn­völd til að gera sjálf­stæða úttekt á nið­ur­stöðum skýrsl­unn­ar.

Ætlað að skapa umræður

Skýrsl­unni er fyrst og fremst ætlað að skapa umræður um mögu­leika á að styrkja raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum til dæmis með því að leggja jarð­strengi. Þetta kom fram á svari sitj­andi for­manns Land­verndar Lovísu Ásbjörns­dóttur við fyr­ir­spurn Kjarn­ans vegna máls­ins.

Sam­kvæmt henni setur ráð­gjafa­fyr­ir­tækið METSCO fram módel þar sem raf­orku­kerfi Vest­fjarða er lagt í jörðu og segir hún að þeir hafi farið mjög var­leg í allar full­yrð­ingar og bent á að margt þurfi að kanna betur í sam­bandi við lagn­ingu jarð­strengja. Þeir loki ekki á þann mögu­leika að hafa bæði loft­línur og jarð­strengi.

Lovísa segir að höf­undar skýrsl­unnar bendi jafn­framt á ýmsar áskor­anir sem þurfi að leysa við lagn­ingu jarð­strengja á Vest­fjörð­um. „Það er því rangt hjá Lands­neti að METSCO geri ráð fyrir því að hægt sé að leggja jarð­strengi á alla Vest­firði. Það sætir raunar furðu að rík­is­fyr­ir­tæki, sem hefur ein­okun á raf­orku­flutn­ingi á land­inu, skuli leyfa sér að rang­túlka skýrsl­una með þessum hætti í stað þess að taka jákvætt í umræð­una um fleirri lausnir í að bæta raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörð­um. Þá kemur einnig fram í skýrsl­unni að virkjun í Hvalá kemur ekki til með að leysa þennan vanda,“ segir hún.

Mikil þróun í gerð jarð­strengja

Lovísa bendir enn fremur á að mikil þróun hafi verið í gerð jarð­strengja á síð­ustu árum, kostn­aður hafi farið lækk­andi og í dag séu jarð­strengir raun­hæfur kostur í sam­an­burði við loft­lín­ur. Mesti kostn­að­ur­inn við jarð­strengi liggi í jarð­vegs­vinnu en ekki sé hægt að full­yrða að íslensk jarð­lög séu erf­ið­ari við­fangs við lagn­ingu jarð­strengja heldur en á mörgum öðrum stöðum erlend­is. „Þess má geta að við vinnslu skýrsl­unnar óskaði ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Metsco eftir nákvæmum berggrunns- og jarð­grunnskortum sem ekki eru til fyrir Vest­firð­i.“

Hún segir að margar þjóðir séu í dag farnar að end­ur­nýja sitt raf­orku­kerfi og leggja jarð­strengi. Í skýrsl­unni sé fjallað um stefnu Dana í að styrkja raf­orku­kerfi sitt til fram­tíðar og hafi þeir til dæmis valið að setja allar 132kV og 150 kV raf­línur í jörðu. Á Íslandi sé engin slík stefna til. „Á kom­andi árum stöndum við frammi fyrir þörfum úrbótum bæði á raf­orku- og sam­göngu­kerfi lands­ins. Því má beina því til stjórn­valda hvort ekki megi skoða þetta í heild og að sam­hliða úrbótum á vega­kerf­inu verði hugað að lagn­ingu jarð­strengja.

Vissu­lega þarf að kanna ýmis­legt betur í sam­bandi við lagn­ingu jarð­strengja á Vest­fjörð­um, en þótt að ein­ungis væri farið í að leggja jarð­strengi á erf­iðum svæðum þar sem bil­ana­tíðni loft­lína er há þá myndi það strax bæta raf­orku­kerfið á Vest­fjörð­u­m,“ segir hún að lok­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent