Verði til neytenda á svína- og kjúklingakjöti ýtt upp

Einn stærsti framleiðandinn líka stærsti innflytjandinn á hvítu kjöti. Formaður Félags atvinnurekenda segir tímabært að stjórnvöld hætti vitleysunni í kringum úthlutun tollkvóta.

Ólafur Stephensen kjöt
Auglýsing

Stærsti hluti toll­kvóta til að flytja inn svína- og ali­fugla­kjöt fór til umsvifa­mik­ils inn­lends fram­leið­anda sam­kvæmt til­kynn­ingu atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins. Kvót­inn veitir heim­ild til að flytja inn við­kom­andi kjöt­teg­undir frá ríkum Evr­ópu­sam­bands­ins á þessu ári. Mata ehf., sem er syst­ur­fyr­ir­tæki Síldar og fisks og Mat­fugls, fær þannig í sinn hlut 61,8 pró­sent toll­kvóta fyrir svína­kjöt og 42,65 pró­sent af toll­kvóta fyrir ali­fugla­kjöt.

Fyr­ir­tækja­sam­steyp­an, sem ræktar bæði svín og kjúklinga til mann­eld­is, nýtir inn­flutn­ing­inn að öllum lík­indum þannig að kjötið er ýmist unnið áfram eða pakkað í neyt­enda­um­búðir á þeirra veg­um. Öll eru fyr­ir­tæki í eigu Langa­sjávar hf., sem svo er að stærstum hluta í eigu Cold­rock Invest­ments á Möltu.

Ólafur Steph­en­sen fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda segir að með kaupum Mata á öllum þessum toll­kvóta sé verði til neyt­enda á bæði kjúklingi og svína­kjöti ýtt upp. Mata sé í raun og veru í sam­keppni við sjálfa sig og bjóði hátt verði fyrir inn­flutn­ings­kvót­ana sem gerir það að verum að aðrir þurfi að bjóða hátt til að eiga mögu­leika á þessum kvóta.

Auglýsing

„Hitt er það að það er nátt­úru­lega ein­hver tví­skinn­ungur í því fólg­inn að einn stærsti svína- og fugla­fram­lieð­and­inn sé líka orð­inn einn stærsti kaup­and­inn af kvóta því félaga­sam­tökin hafa marglýst því yfir að þessi inn­flutn­ingur sé hættu­legur og óheil­næmur af heil­brigð­is­á­stæð­u­m,“ segir Ólafur í sam­tali við Kjarn­ann og á þar við félög kjúklinga­bænda og svína­bæna. Hann segir þær áhyggjur óþarfar, eins og stór­kaup Mata á kvót­anum sýni, en þetta kjöt er fram­leitt sam­kvæmt sömu heil­brigð­is­reglum og undir sama eða strang­ara heil­brigð­is­eft­ir­liti og inn­lend fram­leiðsla.

Mata hefur oft á und­an­förnum árum fengið stærstan hluta svína­kjötskvót­ans í sinn hlut; fékk til dæmis 90,9 pró­sent af honum árið 2012, 69,4 pró­sent árið 2016 og 59,5 pró­sent í fyrra. Í fyrra fékk Mata enn­fremur 24 pró­sent ali­fugla­kjöt­kvót­ans. Með­al­verð fyrir kíló af svína­kjötskvóta var í síð­asta útboði 378 krónur á kíló, en hæsta boð 500 krónur á kíló. Með­al­verðið á kíló af ali­fugla­kjöti var 620 krón­ur, en hæsta boð 670 krón­ur.

„Þarna er komin enn ein ástæðan til þess að end­ur­skoða þetta útboðs fyr­ir­komu­lag,“ segir Ólafur en í frétt á heima­síðu sam­tak­anna frá því á mið­viku­dag kemur fram að útboðs­gjaldið hafi hækkað um tugi og jafn­vel hund­ruð pró­senta á fjórum árum vegna sívax­andi eft­isp­urnar eftir inn­lendri búvöru. Á sama tíma hefur álagn­ing útboðs­gjalds tví­vegis verið dæmt ólög­mæt og and­stæð stjórn­ar­skrá. Eftir dóm Hæsta­réttar í jan­úar 2016 þurfti ríkið að end­ur­greiða inn­flytj­endum um tvo millj­arða króna vegna ólög­mætrar álagn­ingar útboðs­gjalds. Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum féll síðan dómur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, þar sem útboðs­gjaldið var aftur dæmt ólög­mætt. Í vik­unni bár­ust þær fregnir að ríkið hygð­ist ekki áfrýja þeim dómi.

Í frétt Félags atvinnu­rek­enda segir Ólafur að þetta kerfi sé aug­ljós­lega komið að fótum fram, þar sem toll­kvótum er úthlutað með upp­boði til að vernda inn­lenda fram­leiðslu og dóm­stólar kom­ast ítrekað að þeirri nið­ur­stöðu að fyr­ir­komu­lagið sé ólög­legt og end­ur­greiða beri gjöld­in. Hann segir þó allt útlit fyrir að þetta haldi áfram, tíma­bært sé að stjórn­völd hætti þess­ari vit­leysu og beiti sér frekar fyrir sátt um skyn­sam­legt fyr­ir­komu­lag á inn­flutn­ingi búvara.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent