Verði til neytenda á svína- og kjúklingakjöti ýtt upp

Einn stærsti framleiðandinn líka stærsti innflytjandinn á hvítu kjöti. Formaður Félags atvinnurekenda segir tímabært að stjórnvöld hætti vitleysunni í kringum úthlutun tollkvóta.

Ólafur Stephensen kjöt
Auglýsing

Stærsti hluti tollkvóta til að flytja inn svína- og alifuglakjöt fór til umsvifamikils innlends framleiðanda samkvæmt tilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins. Kvótinn veitir heimild til að flytja inn viðkomandi kjöttegundir frá ríkum Evrópusambandsins á þessu ári. Mata ehf., sem er systurfyrirtæki Síldar og fisks og Matfugls, fær þannig í sinn hlut 61,8 prósent tollkvóta fyrir svínakjöt og 42,65 prósent af tollkvóta fyrir alifuglakjöt.

Fyrirtækjasamsteypan, sem ræktar bæði svín og kjúklinga til manneldis, nýtir innflutninginn að öllum líkindum þannig að kjötið er ýmist unnið áfram eða pakkað í neytendaumbúðir á þeirra vegum. Öll eru fyrirtæki í eigu Langasjávar hf., sem svo er að stærstum hluta í eigu Coldrock Investments á Möltu.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með kaupum Mata á öllum þessum tollkvóta sé verði til neytenda á bæði kjúklingi og svínakjöti ýtt upp. Mata sé í raun og veru í samkeppni við sjálfa sig og bjóði hátt verði fyrir innflutningskvótana sem gerir það að verum að aðrir þurfi að bjóða hátt til að eiga möguleika á þessum kvóta.

Auglýsing

„Hitt er það að það er náttúrulega einhver tvískinnungur í því fólginn að einn stærsti svína- og fuglaframlieðandinn sé líka orðinn einn stærsti kaupandinn af kvóta því félagasamtökin hafa marglýst því yfir að þessi innflutningur sé hættulegur og óheilnæmur af heilbrigðisástæðum,“ segir Ólafur í samtali við Kjarnann og á þar við félög kjúklingabænda og svínabæna. Hann segir þær áhyggjur óþarfar, eins og stórkaup Mata á kvótanum sýni, en þetta kjöt er framleitt samkvæmt sömu heilbrigðisreglum og undir sama eða strangara heilbrigðiseftirliti og innlend framleiðsla.

Mata hefur oft á undanförnum árum fengið stærstan hluta svínakjötskvótans í sinn hlut; fékk til dæmis 90,9 prósent af honum árið 2012, 69,4 prósent árið 2016 og 59,5 prósent í fyrra. Í fyrra fékk Mata ennfremur 24 prósent alifuglakjötkvótans. Meðalverð fyrir kíló af svínakjötskvóta var í síðasta útboði 378 krónur á kíló, en hæsta boð 500 krónur á kíló. Meðalverðið á kíló af alifuglakjöti var 620 krónur, en hæsta boð 670 krónur.

„Þarna er komin enn ein ástæðan til þess að endurskoða þetta útboðs fyrirkomulag,“ segir Ólafur en í frétt á heimasíðu samtakanna frá því á miðvikudag kemur fram að útboðsgjaldið hafi hækkað um tugi og jafnvel hundruð prósenta á fjórum árum vegna sívaxandi eftispurnar eftir innlendri búvöru. Á sama tíma hefur álagning útboðsgjalds tvívegis verið dæmt ólögmæt og andstæð stjórnarskrá. Eftir dóm Hæstaréttar í janúar 2016 þurfti ríkið að endurgreiða innflytjendum um tvo milljarða króna vegna ólögmætrar álagningar útboðsgjalds. Í nóvember síðastliðnum féll síðan dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem útboðsgjaldið var aftur dæmt ólögmætt. Í vikunni bárust þær fregnir að ríkið hygðist ekki áfrýja þeim dómi.

Í frétt Félags atvinnurekenda segir Ólafur að þetta kerfi sé augljóslega komið að fótum fram, þar sem tollkvótum er úthlutað með uppboði til að vernda innlenda framleiðslu og dómstólar komast ítrekað að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulagið sé ólöglegt og endurgreiða beri gjöldin. Hann segir þó allt útlit fyrir að þetta haldi áfram, tímabært sé að stjórnvöld hætti þessari vitleysu og beiti sér frekar fyrir sátt um skynsamlegt fyrirkomulag á innflutningi búvara.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent