Lengja frest í samkeppni um nýja mynd á Sjávarútvegshúsið

Áður prýddi stærðarinnar mynd af sjómanni austurvegg hússins, við Skúlagötu 4, en málað var yfir vegginn sem er nú skjannahvítur síðsumars 2017. Ráðuneytið vill fá fleiri umsækjendur í keppnina.

sjómaður á sjávarútvegshúsi
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið hefur fram­lengt frest til að skila inn til­lögum um nýtt lista­verk á Sjáv­ar­út­vegs­hús­ið. Skila­frest­ur­inn er nú til 1. febr­ú­ar.Áður prýddi stærð­ar­innar mynd af sjó­manni aust­ur­vegg húss­ins, við Skúla­götu 4, en málað var yfir vegg­inn sem er nú skjanna­hvítur síð­sum­ars 2017.Þórir Hrafns­son upp­lýs­inga­full­trúi atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins segir í sam­tali við Kjarn­ann að tölu­vert af umsóknum hafi borist, en ráðu­neytið vilji fá fleiri. Síðan verk­efnið var kynnt hafi farið fram þing­kosn­ingar og jóla­há­tíð og því ekki ólík­legt að það hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá ein­hverj­um. Hann segir engan vegg í Norður Evr­ópu hafa fengið aðra eins umfjöll­un. „Þetta er stóra tæki­færið fyrir lista­mann sem vill láta verkið sitt sjást,“ segir Þór­ir.Mál­verkið var sett á húsið haustið 2015 á vegum Iceland Airwa­ves-tón­list­ar­há­tíð­ar­innar og Urban National Berl­in, þar sem nokkrir lista­menn fengu frelsi til sköp­unar á hinum ýmsu bygg­ingum borg­ar­inn­ar. Hóp­ur­inn Evoca1 mál­aði sjó­mann­inn.Auglýsing
Hjörleifur Gutt­orms­son fyrr­ver­andi ráð­herra var sagður einn helsti and­stæð­ingur mynd­ar­inn­ar, en hann býr í nágrenni húss­ins.Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra efndi til sam­keppni um nýja mynd á vegg­inn en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu skal verk­efnið hafa skírskotun í sögu sjáv­ar­út­vegs á Íslandi. Höf­undum er frjálst að velja þá efn­is­út­færslu sem þeir telja henta hug­mynd sinni best, en verkið skal hafa end­ingu í að minnsta kosti þrjú ár. Mik­il­vægt er að verkið taki til­lit til umhverf­is­ins, falli vel að svæð­inu og þoli íslenska veðr­áttu.Ráðu­neytið mun standa straum af kostn­aði við gerð og upp­færslu verks­ins að hámarki 2 millj­ónir króna. Auk þess er verð­launafé 250 þús­und krónur sem er óháð fjár­hags­ramma verk­efn­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent