Demókratar og Repúblikanar deila enn um greiðslustöðvun bandaríska ríksins, en hún hefur nú varað frá því á miðnætti. Þrátt fyrir að Repúblikanar hafi meirihluta í báðum deildum bandaríkjaþings, þá tókst ekki að fá nægilegan stuðning við stefnu forsetans. Demókratar eru sagðar sérstaklega ósáttir við að Trump og meirihluti Repúblikana hafi ekki viljað koma til móts við sjónarmið þeirra í innflytjendamálum, en nái stefna Trump fram að ganga verður um 700 þúsund innflytjendum, sem hafa verið með undanþáguheimild til dvalar í landinu, vísað úr landi.
Democrats are holding our Military hostage over their desire to have unchecked illegal immigration. Can’t let that happen!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018Auglýsing
Greiðslustöðvunin hefur víðtæk áhrif. Greiðslur til alríkisstofnana hætta að berast, þeim verður lokað og starfsmenn fá ekki greidd laun en lokunin hefur áhrif á mörg hundruð þúsund ríkisstarfsmenn og öll Bandaríkin.
Hluti grunnþjónustunnar verður þó enn fyrir hendi, til dæmis bráðamóttökur sjúkrahúsa, póstþjónustan og rafmagnsveitan.
Þetta gerðist síðast haustið 2013 í forsetatíð Baracks Obama. Þá stóð greiðslustöðvun í sextán daga og ríkisstarfsmönnum var sagt að halda sig heima eða jafnvel vinna launalaust.
Eitt ár er í dag síðan Donald Trump tók formlega við völdum í Hvíta húsinu, en hann ætlaði sér að fagna þeim tímamótum með fjárhagslegum bakhjörlum sínum í Florída. Hann hefur sleggið því á frest.