Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps

Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.

Donald Trump sími forseti Bandaríkin
Auglýsing

Demókratar og Repúblikanar deila enn um greiðslu­stöðvun banda­ríska ríks­ins, en hún hefur nú varað frá því á mið­nætti. Þrátt fyrir að Repúblikanar hafi meiri­hluta í báðum deildum banda­ríkja­þings, þá tókst ekki að fá nægi­legan stuðn­ing við stefnu for­set­ans. Demókratar eru sagðar sér­stak­lega ósáttir við að Trump og meiri­hluti Repúblik­ana hafi ekki viljað koma til móts við sjón­ar­mið þeirra í inn­flytj­enda­mál­um, en nái stefna Trump fram að ganga verður um 700 þús­und inn­flytj­end­um, sem hafa verið með und­an­þágu­heim­ild til dvalar í land­inu, vísað úr land­i. Greiðslu­stöðv­unin hefur víð­tæk áhrif. Greiðslur til alrík­is­stofn­ana hætta að ber­ast, þeim verður lokað og starfs­menn fá ekki greidd laun en lok­unin hefur áhrif á mörg hund­ruð þús­und rík­is­starfs­menn og öll Banda­rík­in.

Hluti grunn­þjón­ust­unnar verður þó enn fyrir hendi, til dæmis bráða­mót­tökur sjúkra­húsa, póst­þjón­ustan og raf­magns­veit­an.

Þetta gerð­ist síð­ast haustið 2013 í for­seta­tíð Baracks Obama. Þá stóð greiðslu­stöðvun í sextán daga og rík­is­starfs­mönnum var sagt að halda sig heima eða jafn­vel vinna launa­laust. 

Eitt ár er í dag síðan Don­ald Trump tók form­lega við völdum í Hvíta hús­inu, en hann ætl­aði sér að fagna þeim tíma­mótum með fjár­hags­legum bak­hjörlum sínum í Flor­ída. Hann hefur sleggið því á frest. 

Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fimmtíu milljónir í neyslurými sem opnar á næsta ári
Opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur er fyrirhuguð í Reykjavík á næsta ári.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Þórður Snær Júlíusson
Konur að taka sér pláss
Kjarninn 21. nóvember 2018
Fjárfestingar Eaton Vance hátt í 70 milljarða
Sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu ríkisskuldabréf, íslensk hlutabréf og kröfur á íslensk félög fyrir samanlagt um 70 milljarða króna í lok júlí. Hlutabréfaeign sjóðanna nam 29 milljörðum króna en sjóðirnir eiga mest í löngum ríkisskuldabréfum hér á landi
Kjarninn 21. nóvember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiErlent