Gjaldþrot blasir við United Silicon

Umhverfisstofnun hefur gert United Silicon að leysa úr nær öllu því sem upp á vantar, þannig að verksmiðjan geti hafið starfsemi.

Úr kísilverinu. Mynd: United Silicon
Auglýsing

Greiðslu­stöðvun United Sil­icon rennur út á morgun og blasir gjald­þrot við félag­inu. Í til­kynn­ingu frá Umhverf­is­stofn­un, sem send var fjöl­miðlum í kvöld, kemur fram að stofn­unin fall­ist á úrbóta­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins með skil­yrð­um. „Með bréfi í byrjun sept­em­ber sl. stöðv­aði Umhverf­is­stofnun starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þá höfðu lykt­ar­vanda­mál ítrekað komið upp, íbúum til ama. For­dæma­laus fjöldi frá­vika frá starfs­leyfi hafði jafn­framt orðið í níu mán­aða rekstr­ar­sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­einað silíkon sendi Umhverf­is­stofnun úrbóta­á­ætlun með bréfi 14. des­em­ber 2017 og 16 jan­úar 2018. Með svar­bréfi Umhverf­is­stofn­unar sem sent var fyr­ir­tæk­inu 19. jan­úar sl. setur Umhverf­is­stofnun fram sem skil­yrði fyrir sam­þykkt úrbóta­á­ætl­un­ar. Skor­steini verði bætt á verk­smiðj­una í þágu íbúa til að minnka lykt­ar­meng­un. Stofn­unin fellst ekki á þá ósk for­svars­manna Sam­ein­aðs silíkons að fresta þeirri aðgerð fram yfir end­ur­ræs­ing­u,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Fyr­ir­tæk­inu er sam­kvæmt bréfi til þess, sem sent var 19. jan­ú­ar, gert að vinna að fleiri úrbót­um. Umbætur hafa þó átt sér stað og telur Umhverf­is­stofnun m.a. að nýtt og betra reyk­hreinsi­virki fyrir afsog frá aftöppun og steyp­ingu í ofn­húsi sé til bóta.

Í alvar­legrar fjár­hags­stöðu verk­efn­is­ins er útlit fyrir að það fari í gjald­þrot, en Arion banki er stærsti hlut­hafi þess og kröfu­hafi, ásamt íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um. Aðrir kröfu­hafar eru meðal ann­ars verk­takar og birgj­ar. 

Auglýsing

Nú þegar hefur Arion banki afskrifað tæp­lega 5 millj­arða vegna verk­efn­is­ins, en heild­ar­skuld­bind­ing­ar, sem útlit er fyrir að kom­ist í upp­nám í gjald­þroti, nema um 10 millj­örð­u­m. 

Arion banki hefur haldið starf­sem­inni gang­andi á greiðslu­stöðv­un­ar­tíma, og nemur kostn­aður bank­ans vegna þess nálægt einum millj­arði króna. Það eru meðal ann­ars launa­greiðslur fyrir þá tugi starfs­manna sem eru að vinna hjá verk­smiðj­unni, og annar kostn­aður sem hefur þurft að greiða. 

Nokkrir hafa sýnt því áhuga að kaupa verk­smiðj­una, og reka hana síðan áfram, en gera má ráð fyrir að það ferli fari nú fram í gegnum gjald­þrota­ferlið, þar sem kaup­endur munu sýna því áhuga að koma að því, með sam­skiptum við skipta­stjóra, og reka verk­smiðj­una síðan með nýju eign­ar­haldi. Óvissa er þó um þessi atriði, og mun fram­tíð verk­efn­is­ins ekki skýr­ast end­an­lega í nán­ustu fram­tíð.

Bréf Umhverf­is­stofn­un­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent