Ákvörðun Donalds J. Trump Bandaríkjaforseta, um að hækka tolla á innfluttum þvottavélum og sólarskjöldum, hefur nú þegar valdið miklum titringi. Yfirvöld í Suður-Kóreu og Kína hafa þegar lýst því yfir, að aðgerðir muni ekki leiða til góðs, og hafa yfirvöld í Suður-Kóreu sagt að þau geti ekki sætt sig við þetta.
Meðal stórra fyrirtækja á markaði með þvottavélar eru framleiðendur eins og LG og Samsung, sem eru iðntæknirisar í Suður-Kóreu. Samkvæmt ákvörðuninni verða tollarnir á þvottavélarnar allt upp í 50 prósent næstu þrjú ár og tollurinn á sólaskildi verður 30 prósent næstu fjögur ár.
Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC þá hafa yfirvöld í Kína sagt, að þessi aðgerð sé skaðleg fyrir alþjóðlegt viðskiptaumhverfi. Þá óttast þeir sem hafa verið að byggja upp sólarraforkukerfi í Bandaríkjunum, að aðgerin muni seinka framkvæmdum og þannig draga úr myndun starfa.
BREAKING: Trump approves tariffs on imported solar panels, washing machines. Critics fear the move could dampen US solar industry.
— The Associated Press (@AP) January 22, 2018
Stjórnarformaður þvottavélaframleiðandans Whirlpool, Jeff Fettig, segir í tilkynningu að þessi aðgerð sé fagnaðarefni og hún muni fjölga störfum í Ohio, Kentucky og Suður-Karólínu.
Robert Lighthizer, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir tollana nauðsynlega til að rétta af óhagstæðan viðskiptajöfnuð gagnvart innlendri framleiðslu.