Íslendingar virðast vera búnir að taka ástfóstri við rafbíla, og hafa forpantanir á nýjum rafbíl Nissan Leaf farið fram úr björtustu vonum.
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, og er meðal annars rætt við Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóra BMW, Nissan og Subaru hjá BL, en alls hafa 129 forpantir verið lagðar fram fyrir bílinn, sem er langtum meira en búist var við. Hann fer ekki í sölu fyrr en í apríl.
Í samtali við Fréttablaðið segir Brynjar, að áhuginn á rafbílum fari vaxandi. „Við höfum farið fram á inná borgarnir og langflestir hafa orðið við því. Við þurfum að forgangsraða í fyrstu pantanirnar,“ segir Brynjar í viðtali við Fréttablaðið.
https://www.youtube.com/watch?v=xOJyiKy0MOQ
Tíu þúsund forpantanir hafa verið gerðar í Evrópu á bílnum, og 13 þúsund í Bandaríkjunum.
Nýi bíllinn verður með 40 kWh rafhlöðu og er uppgefið drægi 378 kílómetrar samanborið við 250 kílómetra í fyrri útgáfum, þó raundrægi sé heldur minna.
Brynjar segir BL hafa selt 430 Nissan Leaf rafbíla frá árinu 2013 en þar af voru 135 slíkir seldir í fyrra. s