Fimmtán af sautján félögum á aðallista kauphallar Íslands lækkuðu í dag, og voru því rauðar tölur lækkunar einkennandi fyrir markaðinn. Mesta lækkunin var á bréfum Haga, 3,27prósent, en Marel sýndi hækkun upp á rúmlega eitt prósent.
Markaðsvirði Haga hefur hækkað nokkuð að undanförnu, markaðsvirðið er nú um 40 milljarðar króna og hefur hækkunin numið um 15 prósentum það sem af er ári, sem er langt umfram þróun mála á markaðnum almennt. Á þessu ári hefur hækkunin num ríflega 7 prósentum, en sé horft yfir eitt ár er lækkun rúmlega 6 prósent.
Á meðan út í heimi...
Að undanförnu hafa greinendur á alþjóðamörkuðum velt því upp, hvort töluverð dýfa sér framundan á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, ekki síst í Bandaríkjunum. Ef slíkt myndi gerast, þá er líklegt að smitáhrif kæmu fram á öðrum mörkuðum, enda bandaríski hlutabréfamarkaðurinn sá langsamlega stærsti í heimi.
Peter Oppenheimer, yfirmaður hjá Goldman Sachs bankanum, segir í viðtali við CNBC að miklar líkur séu á því, að á komandi mánuðum verði einhvers konar „leiðrétting“ á hlutabréfmörkuðum, þar sem dýfa kæmi þá fram í markaðsvirði.
Goldman Sachs would buy a correction in global equity markets https://t.co/evAMhURFs7 pic.twitter.com/dqtHi8qZIH
— Bloomberg (@business) January 29, 2018
Samkvæmt mælingum bankans, þá sé meðaltal leiðréttingar á markaði sem sé með „bólgið“ eignavirði um 13 prósent lækkun yfir fjögurra mánaða tímabil. Ef af slíkur yrði, myndi það teljast til mikilla hamfara á markaði, en þó hefur hækkun á hlutabréfum undanfarin misseri verið slík, að margir hafa búist við því lengi að eitthvað myndi láta undan.
Oppenheimer segir að þrátt fyrir að hagtölurnar í Bandaríkjunum þessi misserin, líti vel út, þá sé það reynslan af markaði að oft séu kauptækifærin betri þegar tölurnar líti illa út og eignaverð sé lægra. Því ættu fjárfestar að fara varlega og fylgjast með því hvernig málin þróist á næstu misserum.