Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dregist saman um 3,5 prósentustig milli mælinga í nýrri könnun MMR. Flokkurinn mælist nú með 22,3 prósentu stuðning en var síðast með 25,8 prósent. Vinstri græn mældust með 18,4 prósenta fylgi og bæta við sig 3,4 prósentustigum milli mælinga. Samfylkingin mælist nú með 14,9 prósenta fylgi og bætir við sig einu prósentustigi milli mælinga.
Stuðningur við ríkisstjórnina dalar, nú segjast 60,6 prósent styðja ríkisstjórnina, 64,7 prósent í síðustu mælingu í janúar og 66, prósent í desember 2017.
Fylgi Pírata mældist nú 12,9 prósent og mældist 12,2 prósent síðast. Framsóknarflokkurinn fær nú 11,2 prósent sem er nákvæmlega það sama og síðast. Fylgi Miðflokksins er nú 7,7 prósent en var síðast 6,9 prósent. Fylgi Viðreisnar fer niður um 0,2 prósent og er nú 6,0. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2 prósent en var 6,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist 2,4 prósent samanlagt.