Framlag vegna útgjalda við fermingu og tannréttingar verði lögfest

Búið er að leggja fram frumvarp á Alþingi en til stendur að lögum um almannatryggingar verði breytt. Fólk sem misst hefur maka sína og er með börn á umönnunaraldri hefur gagnrýnt kerfið og það misrétti sem því finnst það vera beitt.

Tannlæknir
Auglýsing

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps um breyt­ingar á lögum um almanna­trygg­ing­ar. Trygg­inga­stofnun rík­is­ins get­ur, ef af verð­ur, ákveðið sér­stakt fram­lag vegna útgjalda við skírn barns, ferm­ingu, gler­augna­kaup, tann­rétt­ing­ar, vegna sjúk­dóms, greftr­unar eða af öðru sér­stöku til­efni.

Kjarn­inn fjall­aði um mál Berg­þóru Heiðu Guð­munds­dótt­ur, sem gjarnan er kölluð Heiða, en hún missti eig­in­mann sinn með börn á umönn­un­ar­aldri á fram­færi. Hún gagn­rýnir kerfið og bendir á það mis­ræmi sem sjá má í því. Hann segir að þetta bitni mest á börnum lát­inna for­eldra og telur hún að þau standi ekki jafn­vígis öðrum börn­um.

Aðeins þeir með gott bak­land geta staðið undir kostn­aði

Heiða segir að erfitt geti reynst að fjár­magna ein­sömul tann­rétt­ing­ar, ferm­ing­ar, bíl­próf og þess háttar útgjöld en ólíkt ein­stæðum for­eldrum þá getur hún ekki sótt um sér­stök fram­lög þegar það á við. Henni finnst að með þessu sé verið að mis­muna börnum og að Trygg­inga­stofnun túlki lögin þannig að þau eigi ekki rétt á frek­ari fram­lög­um. Henni finnst mikið jafn­rétt­is­mál að allir skulu vera jafnir fyrir lögum en þegar börn ekkna eða ekkja eiga í hlut þá sé það ekki raun­in.

Auglýsing

Þannig sé verið að mis­muna börn­unum og hegna þeim fyrir aðstæður þeirra. For­eldri í þessum aðstæðum geri iðu­lega sitt besta en fái mjög tak­mark­aða hjálp frá rík­inu. Aðeins þeir heppnu með gott bak­land og há laun geti staðið undir þessum mikla kostn­aði sem fylgir því að sjá fyrir börn­um.  

Heiða veit um dæmi þess að fólk, sem misst hefur maka sína, hafi orðið veikt og þurft að treysta á örorku í fram­hald­inu og að pen­inga­á­hyggjur hafi reynst erf­iðar eftir sorg og missi.

Kom mikið á óvart

Silja Dögg GunnarsdóttirSilja Dögg segir í sam­tali við Kjarn­ann að kveikjan að þessu frum­varpi hafi verið sam­skipti við konu í kosn­inga­bar­áttu árið 2013. Hún hafi sagt Silju Dögg frá aðstæðum sínum og að hennar eigin sögn kom þetta henni mikið á óvart. Hún hafi alltaf gert ráð fyrir því að kerfið myndi grípa fólk í þessum aðstæð­um.

Við und­ir­bún­ing hafi hún beðið lög­fræð­ing um hjálp til að búa til frum­varp um barna­líf­eyri vegna sér­stakra útgjalda. Þau tóku laga­texta um með­lög sér til fyr­ir­myndar og segir Silja Dögg að með því sé jöfnuð staða milli þeirra sem fá með­lag og þeirra sem eru í aðstæðum á borð við fólk sem misst hefur maka sína með börn á umönn­un­ar­aldri.

Að sögn Silju Daggar hefur fram­varp­inu verið vel tek­ið. Hún telur þetta þarft mál­efni þrátt fyrir að hópur fólks sem þetta nær til sé ekki stór. Fólkið innan hans sé aftur á móti að glíma við erf­iða hluti og sé því ekki í stakk búið að berj­ast fyrir rétti sín­um.

Hún segir enn fremur að við­brögð hinna flokk­anna á þingi hafi verið góð. Flestir hafi viljað taka þátt og séu með­flutn­ings­menn úr öllum flokkum nema Við­reisn og Mið­flokkn­um.

Meira úr sama flokkiInnlent