Framlag vegna útgjalda við fermingu og tannréttingar verði lögfest

Búið er að leggja fram frumvarp á Alþingi en til stendur að lögum um almannatryggingar verði breytt. Fólk sem misst hefur maka sína og er með börn á umönnunaraldri hefur gagnrýnt kerfið og það misrétti sem því finnst það vera beitt.

Tannlæknir
Auglýsing

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps um breyt­ingar á lögum um almanna­trygg­ing­ar. Trygg­inga­stofnun rík­is­ins get­ur, ef af verð­ur, ákveðið sér­stakt fram­lag vegna útgjalda við skírn barns, ferm­ingu, gler­augna­kaup, tann­rétt­ing­ar, vegna sjúk­dóms, greftr­unar eða af öðru sér­stöku til­efni.

Kjarn­inn fjall­aði um mál Berg­þóru Heiðu Guð­munds­dótt­ur, sem gjarnan er kölluð Heiða, en hún missti eig­in­mann sinn með börn á umönn­un­ar­aldri á fram­færi. Hún gagn­rýnir kerfið og bendir á það mis­ræmi sem sjá má í því. Hann segir að þetta bitni mest á börnum lát­inna for­eldra og telur hún að þau standi ekki jafn­vígis öðrum börn­um.

Aðeins þeir með gott bak­land geta staðið undir kostn­aði

Heiða segir að erfitt geti reynst að fjár­magna ein­sömul tann­rétt­ing­ar, ferm­ing­ar, bíl­próf og þess háttar útgjöld en ólíkt ein­stæðum for­eldrum þá getur hún ekki sótt um sér­stök fram­lög þegar það á við. Henni finnst að með þessu sé verið að mis­muna börnum og að Trygg­inga­stofnun túlki lögin þannig að þau eigi ekki rétt á frek­ari fram­lög­um. Henni finnst mikið jafn­rétt­is­mál að allir skulu vera jafnir fyrir lögum en þegar börn ekkna eða ekkja eiga í hlut þá sé það ekki raun­in.

Auglýsing

Þannig sé verið að mis­muna börn­unum og hegna þeim fyrir aðstæður þeirra. For­eldri í þessum aðstæðum geri iðu­lega sitt besta en fái mjög tak­mark­aða hjálp frá rík­inu. Aðeins þeir heppnu með gott bak­land og há laun geti staðið undir þessum mikla kostn­aði sem fylgir því að sjá fyrir börn­um.  

Heiða veit um dæmi þess að fólk, sem misst hefur maka sína, hafi orðið veikt og þurft að treysta á örorku í fram­hald­inu og að pen­inga­á­hyggjur hafi reynst erf­iðar eftir sorg og missi.

Kom mikið á óvart

Silja Dögg GunnarsdóttirSilja Dögg segir í sam­tali við Kjarn­ann að kveikjan að þessu frum­varpi hafi verið sam­skipti við konu í kosn­inga­bar­áttu árið 2013. Hún hafi sagt Silju Dögg frá aðstæðum sínum og að hennar eigin sögn kom þetta henni mikið á óvart. Hún hafi alltaf gert ráð fyrir því að kerfið myndi grípa fólk í þessum aðstæð­um.

Við und­ir­bún­ing hafi hún beðið lög­fræð­ing um hjálp til að búa til frum­varp um barna­líf­eyri vegna sér­stakra útgjalda. Þau tóku laga­texta um með­lög sér til fyr­ir­myndar og segir Silja Dögg að með því sé jöfnuð staða milli þeirra sem fá með­lag og þeirra sem eru í aðstæðum á borð við fólk sem misst hefur maka sína með börn á umönn­un­ar­aldri.

Að sögn Silju Daggar hefur fram­varp­inu verið vel tek­ið. Hún telur þetta þarft mál­efni þrátt fyrir að hópur fólks sem þetta nær til sé ekki stór. Fólkið innan hans sé aftur á móti að glíma við erf­iða hluti og sé því ekki í stakk búið að berj­ast fyrir rétti sín­um.

Hún segir enn fremur að við­brögð hinna flokk­anna á þingi hafi verið góð. Flestir hafi viljað taka þátt og séu með­flutn­ings­menn úr öllum flokkum nema Við­reisn og Mið­flokkn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent