Börn sem missa foreldri sitja ekki við sama borð og önnur

Að missa maka er mikið áfall. Ekki er það síður erfitt þegar fólk fellur frá í blóma lífsins og eftir situr lífsförunauturinn með sorgina, ábyrgðina og skyldur gagnvart ungum börnum.

Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir
Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir
Auglýsing

Berg­þóra Heiða Guð­munds­dóttir gekk í gegnum missi en eig­in­maður hennar féll frá þegar hún var 39 ára göm­ul. Þau áttu þrjú börn saman á umönn­un­ar­aldri og komst hún fljót­lega að því að börn hennar stæðu ekki jafn­fætis öðrum eftir áfall­ið.

Barna­líf­eyrir í stað­inn fyrir með­lag

Þegar maki fellur frá hefur ekkja eða ekk­ill innan 67 ára ald­urs rétt á greiðslum frá Trygg­inga­stofn­un. Stofn­unin hefur heim­ild til að greiða dán­ar­bætur í 6 mán­uði og heim­ilt er að fram­lengja greiðslur ef hlut­að­eig­andi er með barn yngra en 18 ára á fram­færi í að minnsta kosti 12 mán­uði til við­bót­ar, en þó aldrei lengur en í 48 mán­uði. Ein­ungis er fram­lengt í 12 mán­uði í senn og síðan þarf að sækja um aft­ur.

Auglýsing

Jafn­framt hefur for­eldrið rétt á greiðslu barna­líf­eyris vegna and­láts for­eldris sem kemur í stað með­lags frá hinu for­eldr­inu. Og ef for­eldri er með fleiri en tvö börn á fram­færi er hægt að sækja um mæðra- eða feðra­laun. Ef eft­ir­lif­andi for­eldri er líf­eyr­is­þegi getur það átt rétt á heim­il­is­upp­bót.

Ójafn­ræði gagn­vart börn­unum

Berg­þóra Heiða, eða Heiða eins og hún er gjarnan köll­uð, er lög­fræð­ingur að mennt. Hún gagn­rýnir að ekki sé nægi­lega vel tekið til­lit til aðstæðna fólks sem missir maka sína. Hún segir að lögin séu ekki sann­gjörn hvað þetta varðar og bendir á að þau valdi ójafn­ræði milli barna sem eiga báða for­eldra á lífi og þeirra sem misst hafa sína.

­Fólk í minni stöðu er aftur á móti ekki með baráttuandann.

Hún segir fólki bregði þegar það heyri sögu hennar og þegar hún útskýri hvernig kerfið virk­ar. Hún veit til þess að erindi hafi verið send til alþing­is­manna og að reynt hafi verið að vekja athygli á þessum mál­um.

„Fólk í minni stöðu er aftur á móti ekki með bar­áttu­and­ann,“ segir Heiða. Ekki sé auð­velt að berj­ast fyrir rétt­indum þegar aðstæður eru svo erf­iðar og sorgin mik­il.

Verra en að vera ein­stætt for­eldri

Sam­kvæmt lög­unum er ekki hægt að fá auka með­lag frá rík­inu ef þungt er í ári og eng­inn greiðir á móti ein­stæðu for­eldri fyrir allt sem til fell­ur. Heiða tekur sér­stak­lega fram að hún sé að hugsa um börn for­eldra sem eru látin sér­stak­lega. Það séu þau sem þetta kemur lang­verst niður á.

Þegar Heiða missti mann­inn sinn voru þau að koma yfir sig þaki og byggja sig upp fjár­hags­lega en þau dvöldu erlendis á þessum tíma. Þau áttu, eins og fram hefur kom­ið, þrjú börn á umönn­un­ar­aldri sem gerði róð­ur­inn erf­iðan fyrir Heiðu. Hún segir að þrátt fyrir að hennar saga sé að sumu leyti frá­brugðin þar sem hún bjó ekki á Íslandi þegar hún varð ekkja þá hafi hún samt sem áður byrjað að leita réttar síns fljótt eftir áfall­ið.

Hún komst að því að ríkið verður með­lags­greið­andi við frá­fall maka en slíkar greiðslur kall­ast barna­líf­eyr­ir. Ekki sé aftur á móti hægt að fá tvö­faldan barna­líf­eyri í til­felli ekkna eða ekkla og enn fremur komi ríkið ekki til móts við fólk í sér­stökum til­fellum þar sem fjár­út­láta er þörf.

Engin sér­stök fram­lög

Heiða segir að erfitt geti reynst að fjár­magna ein­sömul tann­rétt­ing­ar, ferm­ing­ar, bíl­próf og þess háttar útgjöld en ólíkt ein­stæðum for­eldrum þá getur hún ekki sótt um sér­stök fram­lög þegar það á við. Henni finnst að með þessu sé verið að mis­muna börnum og að Trygg­inga­stofnun túlki lögin þannig að þau eigi ekki rétt á frek­ari fram­lög­um. Henni finnst mikið jafn­rétt­is­mál að allir skulu vera jafnir fyrir lögum en þegar börn ekkna eða ekkja eiga í hlut þá sé það ekki raun­in.

Þannig sé verið að mis­muna börn­unum og hegna þeim fyrir aðstæður þeirra. For­eldri í þessum aðstæðum geri iðu­lega sitt besta en fái mjög tak­mark­aða hjálp frá rík­inu. Aðeins þeir heppnu með gott bak­land og há laun geti staðið undir þessum mikla kostn­aði sem fylgir því að sjá fyrir börn­um.  

Heiða veit um dæmi þess að fólk, sem misst hefur maka sína, hafi orðið veikt og þurft að treysta á örorku í fram­hald­inu og að pen­inga­á­hyggjur hafi reynst erf­iðar eftir sorg og missi.

Ekki komið nægi­lega á móts við fólk

Af þessum ástæðum seg­ist Heiða vilja segja sína sögu; að ekki sé komið nægi­lega á móts við fólk í þessum aðstæðum og að mis­ræmi sé milli rétt­inda barna. „Þetta gengur ekki, sum börn líða skort út af þessu laga­lega mis­ræmi,“ segir hún.  

Þetta gengur ekki, sum börn líða skort út af þessu laga­lega misræmi.

Hún bendir á að í annarri grein Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna segir að öll börn skuli njóta rétt­inda án til­lits til kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, kyn­ferð­is, tungu, trú­ar, stjórn­mála­skoð­ana, ætt­ern­is, fötl­un­ar, félags­legrar stöðu eða ann­arra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna for­eldra þeirra.

„Það vantar vit­und­ar­vakn­ingu. Er ekki nóg að þessi börn hafi misst svo óskap­lega mikið og þurfi síðan í ofaná­lag að takast á við þennan ójöfn­uð?“ spyr Heiða. Áhrif for­eldramissis eru aug­ljós­lega gríð­ar­lega mikil og telur hún að sam­fé­lag­inu beri að hjálpa þeim sem lenda í slæmum aðstæð­um, að rík­inu beri að styðja við fólk sem á við sárt að binda og ekki síst börn þeirra.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal