Keyptur út vegna gruns um skattalagabrot - Allt lykilstarfsfólk Sæmarks hefur sagt upp

Búið er að kaupa Sigurð Gísla Björnsson út úr fiskútflutningsfyrirtækinu Bacco Seaproducts. Ástæðan er sú að hann er grunaður um skattalagabrot. Allt lykilstarfsfólk annars fyrirtækis Sigurðar Gísla, Sæmarks, sagði upp störfum á mánudag.

ýsa fiskur sjór
Auglýsing

Sig­urður Gísli Björns­son, stofn­andi og eig­andi útflutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Sæmark ehf. er grun­aður um skatta­laga­brot. Vegna þess keyptu með­eig­endur hans í öðru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, Bacco Sea­prod­ucts, hlut hans. Í frétta­til­kynn­ingu frá með­eig­end­un­um, Hjalta Hall­dórs­syni og Bjart­mari Pét­urs­syni, segir að ákvörð­unin um að kaupa Sig­urð Gísla út sé tekin til að „vernda fram­tíð­ar­hags­muni félags­ins og við­skipta­sam­bönd þess. Sig­urður Gísli sé nú ekki á nokkurn hátt tengdur Bacco Sea­prod­ucts.“

Í til­kynn­ing­unni er einnig greint frá því að allt lyk­il­starfs­fólk Sæmarks hafi sagt upp störfum á mánu­dag og að ein­hverjir þeirra hafi leitað til Bacco eftir störf­um. Ekk­ert þeirra sé grunað um að hafa haft nokkra aðkomu að meintum brotum Sig­urðar Gísla. „Ákveðið hafi verið að bjóða starfs­fólk­inu störf hjá Bacco Sea­prod­ucts enda búi það yfir þekk­ingu og reynslu sem sé mik­il­væg íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Hags­munir fram­leið­anda, starfs­fólks og við­skipta­vina hafi verið hafðir að leið­ar­ljósi við ákvörð­un­ina,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sæmark er stórt fisk­út­flutn­ings­fyr­ir­tæki. Bacco Sea­prod­ucts er sömu­leiðis umsvifa­mik­ill fisk­út­flytj­andi sem selur vörur undir vöru­merk­inu Icef­ish- Frozen Seafood. Bæði fyr­ir­tækin velta millj­örðum króna árlega.

Auglýsing

Meint hund­ruð millj­óna und­an­skot

Frétta­blaðið greindi frá því 18. jan­úar að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafi gert hús­leit gjá Sig­urði Gísla. Auk þess hafi eignir hans verið kyrr­settar og banka­reikn­ingar fryst­ir. Hin meintu skatt­svik hans eru talin hlaupa á hund­ruð millj­óna króna. 

Upp­lýs­ingar um aflands­fé­lag í eigu Sig­urðar Gísla komu fram í Panama­skjöl­unum sem opin­beruð voru á vor­mán­uðum 2016. Félag hans heit­ir Freezing Poin­t Corp og var stofnað í Panama árið 2009. Rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra hófst í kjöl­far­ið. Grunur er um að Sig­urður Gísli hafi gerst sekur um skatt­svik í gegnum fleiri en eitt félag. 

Sig­­urður Gísli er líka einn eig­enda fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lags­ins Óska­beins sem er meðal ann­­ars stór hlut­hafi í trygg­inga­­fé­lag­inu VÍS og Korta­­þjón­ust­unni.

Fjallað var um málið á sjáv­ar­út­vegsvefnum Und­erc­ur­rent News í gær. Þar segir að full­trúar skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafi leitað á skrif­stofum Sæmarks í síð­ustu viku, nánar til­tekið 26. jan­ú­ar. 

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent