127 þúsund króna munur á kostnaði við skólavist

Garðabær leggur hæstu skóladagvistunargjöldin á íbúa sína en Vestmannaeyjar þau lægstu.

klébergsskóli
Auglýsing

Garða­bær leggur hæstu skóla­dag­vist­un­ar­gjöldin á íbúa sína sam­kvæmt mæl­ingu Verð­lags­eft­ir­lits ASÍ. Mik­ill munur er á kostn­aði við skóla­dags­vistun og skóla­mál­tíðir hjá sveit­ar­fé­lög­unum en hæst eru þau, með hádeg­is­mat og hress­ingu hjá Garðabæ eða 37.114 krónur en lægst hjá Vest­manna­eyjum eða 24.360 krón­ur. Mun­ur­inn nemur 12.754 krónum á mán­uði sem gera 127.540 krónur á ári miðað við 10 mán­aða vistun og er þetta 52 pró­senta verð­mun­ur.Sel­tjarn­ar­nes er með önnur hæstu gjöldin eða 36.297 krónur og Akur­eyri með þriðju hæstu gjöld­in, 35.721 krón­ur. Næst lægstu gjöldin eru hjá Reykja­nes­bæ, 24.565 krónur á mán­uði, aðeins 205 krónum hærra en hjá Vest­manna­eyj­um. Reykja­vík kemur síðan á eftir með þriðju lægstu gjöldin 27.279 krónur á mán­uði.Heild­ar­kostn­aður fyrir skóla­dag­vist og hádeg­is­mat hækkar hjá 12 sveit­ar­fé­lögum af 15 en mesta hækk­unin er í Kópa­vogi upp á 4,6 pró­sent, 4,5 pró­sent í Reykja­vík og 4,3 pró­sent á Akra­nesi. Minnsta hækk­unin er á Ísa­firði eða 1,2 pró­sent og 1,3 pró­sent í Mos­fellsbæ en Vest­manna­eyja­bær, Reykja­nes­bær og Hafna­fjarð­ar­kaup­staður hækka gjöldin ekk­ert milli ára.

Auglýsing


Hádeg­is­matur hækkar í 11 af 15 sveit­ar­fé­lögum frá síð­asta ári en mesta hækk­unin er hjá Reykja­vík­ur­borg þar sem hádeg­is­matur hækkar um 8 pró­sentum úr 441 krónum í 476 krón­ur. Næst­mesta hækk­unin á mat er í Mos­fellsbæ eða um 5 pró­sent. Engar verð­hækk­anir eru á hádeg­is­mat í Vest­manna­eyj­um, Garðabæ og á Reykja­nesi. Eftir stendur að hádeg­is­mat­ur­inn er dýrastur á Ísa­firði á 505 krónur mál­tíð­in. Þar á eftir kemur Reykja­vík með 476 krónur fyrir mál­tíð­ina og Garða­bær með 474 krónur fyrir mál­tíð­ina. Ódýrastur er hádeg­is­mat­ur­inn í Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg en þar kostar mál­tíðin 359 krónur og Akra­nes er með næst ódýrasta hádeg­is­mat­inn en þar kostar mál­tíðin 369 krón­ur.Systk­ina­af­slættir er eitt af því sem getur skipt miklu máli fyrir fjöl­skyldur með fleiri en eitt barn enda getur kostn­aður heim­il­is­ins við frí­stund og mat í skóla verið ansi hár. Systk­ina­af­slættir sveit­ar­fé­lag­anna fyrir fólk með fleiri en 1 barn eru þó afar mis­jafn­ir. Reykja­vík er með hæstu afslætt­ina í heild­ina litið eða 75 pró­senta afslátt fyrir annað barn og 100 pró­senta afslátt fyrir þriðja barn en Fjarð­ar­byggð er með lægstu afslætt­ina eða 25 pró­sent fyrir annað barn og 50 pró­sent fyrir þriðja barn. Í Kópa­vogi færðu 30 pró­senta afslátt fyrir annað barn og sama gildir fyrir Ísa­fjörð. Flest sveit­ar­fé­lögin eða tíu af fimmtán sveit­ar­fé­lögum bjóða upp á 50 pró­senta afslátt fyrir annað barn og átta af fimmtán bjóða upp á 75 pró­senta afslátt fyrir annað barn. Reykja­vík, Akur­eyri, Sel­tjarn­ar­nes, Vest­manna­eyj­ar, Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður og Ísa­fjarð­ar­bær eru allt sveit­ar­fé­lög með 100 pró­senta afslætti af gjöldum fyrir þriðja barn.Lesa má nánar um mæl­ingu ASÍ hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent