Lilja skipar Eygló Harðardóttur sem nýjan stjórnarformann LÍN

Fjórir nýir skipaðir í stjórn LÍN. Á meðal þeirra eru Eygló Harðardóttir og Teitur Björn Einarsson.

Eygló Harðardóttir
Auglýsing

Eygló Harð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra 2013-2016, hefur verið skipuð stjórn­ar­for­maður Lána­sjóðs íslenskra náms­manna (LÍN) af Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Teitur Björn Ein­ars­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er einnig á meðal þeirra sem skip­aðir voru nýir í stjórn­ina. Hann er til­nefndur af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Teitur var aðstoð­ar­maður Bjarna áður en hann var kjör­inn á þing haustið 2016. Hann féll svo af þingi í kosn­ing­unum sem fram fóru ári síð­ar.

Auk þeirra voru Lárus Sig­urður Lár­us­son lög­maður Sig­rún Elsa Smára­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skipuð ný í stjórn LÍN. Fyrir í stjórn­inni eru Ragnar Auðun Árna­son, Jóhann Gunnar Þór­ar­ins­son, Rebekka Rún Jóhann­es­dóttir og Hildur Björg­vins­dótt­ir.

Lilja segir að eitt af áherslu­málum hennar sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra verði að bæta kjör náms­manna og að ráð­ast í end­ur­skoðun á náms­lána­kerf­inu.  „Ég vil að sú vinna fari fram í sam­starfi við náms­manna­hreyf­ing­arnar þar sem lögð verður áhersla á jafn­rétti til náms, skil­virkni og náms­styrkja­kerfi að nor­rænni fyr­ir­mynd.“

Auglýsing

Hlut­verk stjórnar sjóðs­ins er meðal ann­ars að veita náms­lán, inn­heimta náms­lán, ann­ast gagna­söfnun varð­andi þörf náms­manna á náms­lán­um, og ann­ast fjár­mál sjóðs­ins og gerð fjár­hags­á­ætl­ana. Stjórnin setur úthlut­un­ar­reglur sem eru lagðar fram til kynn­ingar og stað­festar af ráð­herra eigi síðar en 1. apríl ár hvert.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent