Eigið fé bankanna ofmetið um 50 prósent 2007 - Heimatilbúið hrun

Endurskoðendurnir Stefán Svavarsson og Jón H. Stefánsson segja í grein á vef Viðskiptablaðsins að gömlu bankarnir hafi verið kolólöglegir löngu fyrir formlegt fall þeirra haustið 2008.

Kaupþing ný mynd
Auglýsing

End­ur­skoð­end­urnir Stefán Svav­ars­son og Jón Þ. Hilm­ars­son segja að eigið fé íslensku bank­anna hafi verið ofmetið um að minnsta kosti 50 pró­sent í lok árs 2007, og að rótin að því að þeir féllu eins og spila­borg, haustið 2008, hafi að mestu verið heima­til­bú­in. 

Kolólöleg fjár­mögnun þeirra á eigin hluta­fé, og hvernig hún var færð til bók­ar, er þar stærsti áhrifa­þátt­ur­inn. 

Þetta kemur fram í grein sem þeir skrifa á vef Við­skipta­blaðs­ins sem ber heitið Eigið fé úr eng­u. 

Auglýsing

Í grein­inni segja þeir meðal ann­ars: „Í umræðu um hrunið á umliðnum árum hefur því verið haldið á lofti að hrunið á Íslandi hafi aðal­lega átt rót að rekja til atburða erlend­is.  Sú skoðun orkar mjög tví­mæl­is, því gild rök styðja, eins og hér verður reynt að gera grein fyr­ir, að hrunið hafi fyrst og fremst verið af inn­lendum upp­runa og eru umfangs­mikil kaup á eigin bréfum stór hluti skýr­ing­ar­inn­ar. Það hefði haft geipi­lega mikil og jákvæð áhrif fyrir marga not­endur reikn­ings­skila bank­anna ef hin fjár­hags­lega frá­sögn af stöðu bank­anna í árs­lok 2007 hefði verið þokka­lega rétt varð­andi eigin bréf, meira hefði trú­lega ekki þurft til.  Það er auð­vitað hægt að halda því fram að þetta sé eft­irá­speki en það er langt í frá svo.  Í októ­ber 2007 lá fyrir að veru­lega var farið að hall­ast á til hins verra.  Öllum sem að gerð reikn­ings­skila bank­anna komu mátti vera ljóst að gjald­þrot var þá þegar orðið eða yfir­vof­and­i.  Ekki þurfti annað til en farið hefði verið að gild­andi lögum og reikn­ings­skila­reglum varð­andi eigin bréf þá hlaut sú hætta að blasa við.  Rétt bók­halds­leg með­ferð eigin bréfa ein og sér hefði sagt þessa sögu og hefði dugað flestum til að forð­ast við­skipti við íslensku bank­ana.“

Í grein þeirra segir að eigið fé bank­anna hafi verið oftalið eða rang­fært um 230 millj­arða kr.  í árs­lok 2007 „en þessi fjár­hæð, sem fengin er frá RNA, er trú­lega of lág.  Sam­kvæmt þessu þurfti að leið­rétta oftalið eigið fé bank­anna um allt að 50% til lækk­unar og það munar um minna,“ segir enn frem­ur. 

Þeir segja enn frem­ur, að þessi fram­setn­ing á reikn­ingum bank­anna hafi ekki verið litin alvar­legum augum á Íslandi. „Það er líka sam­eig­in­legt í þeim mál­um, þar sem til hag­ræð­ingar bók­halds hefur verið grip­ið, að slíku er ekki aðeins beitt á einum stað heldur er allt bók­haldið meira og minna und­ir­lag­t.  Það gerð­ist í Enron mál­inu, Pharmalat mál­inu, Haf­skips­mál­inu, Worldcom mál­inu, BCCI mál­inu, Mattel mál­inu og svo sýn­ist enn­fremur eiga við í til­viki íslensku bank­anna 2007 en hér aðeins fjallað um einn þátt þess máls.  Mun­ur­inn er þó sá að erlendis hefur verið tekið alvar­lega á slíkum brotum en það á síður við hér­lend­is. 

Lesa má grein­ina í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent