Kjarninn verður á Framadögum

Framadagar 2018 fara fram næstkomandi fimmtudag. Tilgangur þeirra er að gefa ungu fólki tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf.

framadagar
Auglýsing

Ár hvert skipu­leggja sam­tökin AIESEC svo­kall­aða Frama­daga. Meg­in­til­gangur þeirra er að gefa ungu fólki á tæki­færi til þess að kom­ast í kynni við Íslenskt atvinnu­líf og önnur fjöl­breytt tæki­færi víðs vegar um heim­inn.

Frama­dagar árs­ins 2018 fara fram í Háskól­anum í Reykja­vík milli klukkan 10 og 15 næst­kom­andi fimmtu­dag, 8. febr­ú­ar. Alls taka 85 fyr­ir­tæki og stofn­anir þátt og kynna starf­semi sína. Kjarn­inn verður á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem verða með bás í ár. Það er í fyrsta sinn sem fjöl­mið­ill­inn tekur þátt í við­burð­in­um.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að mikil spenna sé fyrir því. „Frama­dagar gefa okkur tæki­færi til að kynna okkar starf­semi fyrir háskóla­nem­endum sem eru að ákveða hvað þeir ætli að verða þegar þeir verða stór­ir. Von­andi verður sú þátt­taka til þess að auka áhuga þeirra á því að starfa sem fjöl­miðla­fólk og aldrei að vita nema að fram­tíð­ar­starfs­fólk okkar leyn­ist á meðal þeirra sem sækja við­burð­inn.“

Auglýsing

Víkka tengsla­neti og fá inn­sýn á íslenskan atvinnu­markað

Á heima­síðu Frama­daga er haft eftir teym­inu sem stendur á bak við við­burð­inn að það hafi verið lær­dóms­ríkt að und­ir­búa Frama­daga 2018. „Við vorum ákveðin í því alveg frá upp­hafi að við vildum leggja sér­staka áherslu á að styrkja sam­band atvinnu­lífs og ungs fólks á Íslandi enn bet­ur. Áherslan þetta árið er því á fag­leg sam­skipti þar á milli en einnig vildum við ýta undir fjöl­breyti­leika. Þau fyr­ir­tæki og stofn­anir sem taka þátt þetta árið end­ur­spegla alls kyns starfs­greinar svo hægt er að kom­ast til móts við breið­ari hóp fólks sem er að feta sig áfram i atvinnu­líf­inu.

Teymið sem stendur að Framadögum. MYND: Framadagar.Sandra Ósk Jóhanns­dótt­ir, verk­efna­stjóri bætir við að „Ferlið hefur verið lær­dóms­ríkt fyrir okkur öll. Við t.d breyttum og betrumbættum verk­ferla til þess að ganga úr skugga um að varð­veita virði Frama­daga og tryggja áfram að við­burð­ur­inn bjóði upp á fjöl­breytt tæki­færi fyrir ungt fólk til að víkka tengsla­netið og fá góða inn­sýn í íslenskt atvinnu­líf.“

Frama­dagateymið sam­anstendur af Söndru Ósk Jóhanns­dóttur verk­efna­stjóra, Katrínu Ástu Jóhanns­dóttur vef­stjórn­anda, Ísey Dísu Havars­dóttur,Johönnu Wium Pálm­ars­dóttur og Len­u-Alessu Fiedler, sem sjá um fyr­ir­tækja­tengsl. Teymið vinnur náið með Danilo Nava, for­seta AIES­EC, og Nicole Buot Navarro fjár­mála­stjóra AIESEC á Íslandi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent