Kjarninn verður á Framadögum

Framadagar 2018 fara fram næstkomandi fimmtudag. Tilgangur þeirra er að gefa ungu fólki tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf.

framadagar
Auglýsing

Ár hvert skipu­leggja sam­tökin AIESEC svo­kall­aða Frama­daga. Meg­in­til­gangur þeirra er að gefa ungu fólki á tæki­færi til þess að kom­ast í kynni við Íslenskt atvinnu­líf og önnur fjöl­breytt tæki­færi víðs vegar um heim­inn.

Frama­dagar árs­ins 2018 fara fram í Háskól­anum í Reykja­vík milli klukkan 10 og 15 næst­kom­andi fimmtu­dag, 8. febr­ú­ar. Alls taka 85 fyr­ir­tæki og stofn­anir þátt og kynna starf­semi sína. Kjarn­inn verður á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem verða með bás í ár. Það er í fyrsta sinn sem fjöl­mið­ill­inn tekur þátt í við­burð­in­um.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að mikil spenna sé fyrir því. „Frama­dagar gefa okkur tæki­færi til að kynna okkar starf­semi fyrir háskóla­nem­endum sem eru að ákveða hvað þeir ætli að verða þegar þeir verða stór­ir. Von­andi verður sú þátt­taka til þess að auka áhuga þeirra á því að starfa sem fjöl­miðla­fólk og aldrei að vita nema að fram­tíð­ar­starfs­fólk okkar leyn­ist á meðal þeirra sem sækja við­burð­inn.“

Auglýsing

Víkka tengsla­neti og fá inn­sýn á íslenskan atvinnu­markað

Á heima­síðu Frama­daga er haft eftir teym­inu sem stendur á bak við við­burð­inn að það hafi verið lær­dóms­ríkt að und­ir­búa Frama­daga 2018. „Við vorum ákveðin í því alveg frá upp­hafi að við vildum leggja sér­staka áherslu á að styrkja sam­band atvinnu­lífs og ungs fólks á Íslandi enn bet­ur. Áherslan þetta árið er því á fag­leg sam­skipti þar á milli en einnig vildum við ýta undir fjöl­breyti­leika. Þau fyr­ir­tæki og stofn­anir sem taka þátt þetta árið end­ur­spegla alls kyns starfs­greinar svo hægt er að kom­ast til móts við breið­ari hóp fólks sem er að feta sig áfram i atvinnu­líf­inu.

Teymið sem stendur að Framadögum. MYND: Framadagar.Sandra Ósk Jóhanns­dótt­ir, verk­efna­stjóri bætir við að „Ferlið hefur verið lær­dóms­ríkt fyrir okkur öll. Við t.d breyttum og betrumbættum verk­ferla til þess að ganga úr skugga um að varð­veita virði Frama­daga og tryggja áfram að við­burð­ur­inn bjóði upp á fjöl­breytt tæki­færi fyrir ungt fólk til að víkka tengsla­netið og fá góða inn­sýn í íslenskt atvinnu­líf.“

Frama­dagateymið sam­anstendur af Söndru Ósk Jóhanns­dóttur verk­efna­stjóra, Katrínu Ástu Jóhanns­dóttur vef­stjórn­anda, Ísey Dísu Havars­dóttur,Johönnu Wium Pálm­ars­dóttur og Len­u-Alessu Fiedler, sem sjá um fyr­ir­tækja­tengsl. Teymið vinnur náið með Danilo Nava, for­seta AIES­EC, og Nicole Buot Navarro fjár­mála­stjóra AIESEC á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent